blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 26
26 I VIKAN LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 blaðið Vikan í máli og myndum Pólitískir landskjálftar skóku heimsbyggðina í vikunni og helstu tíðindin eru býsna nöturleg. Mannskætt flugslys átti sér í stað í Síberíu í Rússlandi, stórfelld hryðjuverkaárás var gerð á lestarkerfi Mumbai-borgar á Indlandi og ástandið við botn Miðjarðarhafs er enn og aftur við suðumark. En þrátt fyrir þessi dapurlegu tíðindi gerist eitt og annað sem ekki kemst á forsíður blaðanna sem sýnir bjartari tóna tilverunar. Vætutíð íbúar suðvesturhornsins geta huggað sig við þá staðreynd að hann rignir á fleiri stöðum en þar. Monsún- tíminn stendur nú yfir á Indlandshafi og í Suður-Asíu og þá er Iítið um það að hann hangi þurr eins og þessi íbúi borgarinnar Kolkata á Indlandi gerir sér augljóslega grein fyrir Þyrstur api Þrátt fyrir að hér á landi sé sá hluti vetrar sem landsmenn kalla sumar skín sólin í öðrum heimshlutum. Villtur makakíapi heldur á afkvæmi sínu og slökkvir mesta þorstann í útjaðri borgarinnar, Jiyan, sem er staðsett í miðhluta Kína. Æfing í síldaráti? George Bush, forseti Bandaríkjanna, heimsótti Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í vikunni. Ljóst er að Merkel nær mun betur til bandaríska forsetans en forveri hennar í starfi. Kanslarinn og forsetinn gerðu sér ferð í sjávarþorp þar sem að Merkel kynnti Bush fyrir dásemdum síldarinnar. Marglytturnar í Sjanghæ En það eru ekki bara aparnir í Kína sem vekja athygli. Móðir sýnir dóttur sinni marglytturnar í sædýrasafni í Sjanghæ-borg. Skemmtiskokk? Sambúð manna og illvígra nauta hefur löngum verið stormasöm í Pamplona, sérstaklega á þeim árstíma sem heimamenn halda San Fermín-hátíðina.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.