blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 24
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 Maöiö 24 I tiska@bladid.net Gömul húð Húðin eldist um 8 daga fyrir hvern þann dag sem farðinn er ekki þrif- inn úr andlitinu. Skór íi Sagt er sker gera ótrúlega mikið fyrir útlitið. Hvort sem %, ý/ það er rétt eða ekki þá myndu þessir æðislegu skór frá Man- olo Blahnik lífga upp á hvaða klæðnað sem er. Ólöf ÓskJohnsen Aldur: 14 ára Hvað ertíska í þínum augum?„Tíska er hugmyndir um útlit og klæðaburð." Fylgirðu tískunni?„Ég geri það oft- ast en það fer eftir því nvað er í tísku hverju sinni." Skiptir klæðnaður og útlit miklu máli? „Já, bað skiptir mig frekar miklu máli. Hvar kaupirðu helst föt?„Það er misjafnt, en oftast í Zöru, Topshop,Vera Moda og H.M." Tíska ung Hvað eyðirðu miklu í föt á mánuði?„Svona um 5.000-15.000 krónur." Unglingar hafa jafnan sinn eigin stíl og tísku en það hefur ekki alltaf verið þannig. Þar til rokkið kom til sögunnar var tískan fyrst og fremst ætluð fullorðnu fólki. Rokkið höfðaði aðallega til unglinga og það leið því ekki á löngu þar til sérstök unglingatíska varð til. Á rokk- tímabilinu voru strákar í gallabuxum og stuttermabolum í anda James Dean og stelpur voru í pilsum eða gallabuxum. Poppið hafði líka sín áhrif á tískuna og strákar létu hár sitt vaxa. Pils stúlknanna styttust og þær klæddust sokkabuxum innan undir. ( dag má segja að unglinga- tískan renni örlítið saman við tísku fullorðinna þar sem þau versla í sömu búðum og kaupa að einhverju leyti svipuð föt. En það er samt alltaf ákveðinn stíll yfir unglingatískunni. Blaðið fór á kreik og skoðaði hvp? f tísku hjá unglingum í dag. Ari JúlíusÁrnason. Aldur: Bráðlega 16 ára. Hvað er tíska í þínum augum? „Sá lífs- og fatastill sem er heitastur hverju sinni." Fylgirðu tískunni?„Ef hún höfðar til min." Skiptir klæðnaður og útlit miklu máli? „Já, útíitið er til dæmis næstum því það eina sem qefur til kynna hvernig maður er í f/rsta skipti sem maður hittir einhvern. Það þyðir ekkert að segja að það sé innrætið sem skipti máli og ganga svo um í skítugum„wifebeater- nærbol" með sinnepsblettum á." Hvar verslarðu helst föt? „Laugarvegurinn er minn stað- ur, sérstaklega búðir eins og Élvis og Dogma." Hvað eyðirðu miklu í föt á mánuði? „Það er afskap- lega misjafnt, allt frá ekki neinu upp í 30.000 kall." i oaw«9a"a í^e9?lóT&t0- ,bo*ot iSW*""* V ‘f • • f 1 p im ■ '~mp' | 1 rHNUUKUIVaddMNUIVI c_ ERNA KAABER LEITAR AÐ EINHVERJU SEM VIRKAR! Ég er langt í frá líkleg til að hlaupa á eftir einhverjum auglýsingum sem segja mér að ég verði að eignast alla línuna frá einhverjum nýjum snyrti- vöruframleiðanda. Satt best að segja er það ólíklegt að ég eigi fleiri en tvær til þrjár vörur á hverjum tíma frá sama framleiðandanum. Það var reyndai ekki alltaf þannig. Ég gekk í gegnum tímabil fyrir um tíu árum þar sem mér þótti al- gerlega lífsnauðsynlegt að eiga sem flest snyrtivörudót frá Lancóme. Það gilti einu hvort um var að ræða varagloss, dagkrem eða sjampó, allt varð að vera frá þessum eina snyrtivöruframleiðanda. Þetta var í upphafi markaðsvæð- ingar íslands, þegar farsímarnir voru að detta inn og ungt fólk varð of- urmeðvitað um alls kyns ónytjahluti sem urðu þó að vera dýrir og flottir. Eftir að hafa eytt töluverðum tíma og fjárhæðum í að gera baðskáp- inn minn að góðu sýnishorni fyrir Lancóme framleiðandann áttaði ég mig á því að það voru alls kyns vörur frá öðrum framleiðendum sem hent- uðu mér betur. Þetta var líklega eftir að það myndaðist nánast gjá í vinskap okkar feministanna þegar ein ákvað að brjóta upp mynstrið og kaupa eingöngu Cliniqe vörur. Þetta var auðvitað eins og stríðsyfirlýsing en eftir nokkrar umræður náðist að brúa gjánna. Eftir það fór innihald baðskápsins míns að tapa heildstæðu útliti sínu en á móti kom að mitt eigið útlit náði auknu samræmi. Það er þó alltaf einhver nostal- gía í mér þegar kemur að Lancóme vörum. Þegar ég fékk í hendur Abs- olue Sóleil frá Lancóme sem er 30 stiga sólaráburður þótti mér, frá fyrstu kreistu, kremið hafa sérlega aðlaðandi ilm. Það er afþví einhver sítruskeimur sem lofar ferskleika sumarsins sem heillar mig. Það var þó ekkert miðað við ánægju mína af sólaráburðinum þegar ég hafði borið hann á húðina. Það er fín- gert glimmer í kreminu sem gefur húðinni óvið- jafnanlega gyðjukennda áferð. Ekki spillti það nú að sólaráburðurinn skil- aði einnig tilgangi sínum því eftir klukkutíma í Spánarsól, með mína ljósu húð, vottaði ekki fyrir roða. Meiri tíma hafði ég nú ekki til að láta reyna á vörnina en ég var svo ánægð með áferð- ina að ég skellti á mig annarri um ferð af kreminu þegar ég fór út að borða um kvöldið. Ekki til að verjast sólinni heldur, bara til að líta gyðju- lega vel út. Ég er óvenju íhaldssöm þegar kemur að augnskuggalitum. Allt þetta glimmer og skraut- dót á illa upp á pallborðið HPJ hjá mér og mér finnst yfir- keyrslan á ABSOLUE þessu vera slíka á köflum að það er nánast eins og að mæta gangandi jólatré þegar konur eru með glimmer á augum, vörum, kinnum, í eyrum, hári að ógleymdu fatavalinu. Ég held mig bara við mína fjólubláu tóna sem draga fram grænu litbrigðin í augunum. Ég á að minnsta kosti fjögur augnskugga- box með mismunandi fjólubláum litum og lít varla við öðrum. Þannig hefði þetta Bobbi Brown augnskuggasett ekki endað í minni eigu nema vegna þess að mér var gefið það. Brúnir litirnir hefðu aldrei komið mér til að taka upp veskið. Ég var því hálfhikandi þegar ég byrjaði að nota litina en satt best að segja var ég ekki lengi að komast að þeirri niðurstöðu að dökkbrúni liturinn í kassanum er sá allra besti sem ég hef notað. Líklega er það vegna þess hversu dökkur hann er en ekki síður vegna þess að pens- illinn sem fylgir með er sérlega hentugur til að skyggja augabrúnirnar með, mynda línu alveg við augnhárin eða gefa grunn að skyggingu sem er svo lýst með ljósari tónunum. Þessi kassi er líklega með allra bestu augn- skuggaboxum sem ég hef prófað og kennir mér að jafnvel þó maður sé ánægður með það sem maður hefur útilokar það ekki tilbreytinguna.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.