blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 38
38 IFÓLK LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 blaóiö Notalegt að syngja undir berum himni SÁ SEM SKORAR FLEIRI MÖRK VINNUR! Það er ýmislegt sem fer f taugarnar á Smáborgaranum enda er hann smásál og með afbrigðum smámunasamur. Þannig erþaðaðhannvaraðhorfaá heimsmeist- arakeppnina í knattspyrnu um daginn. Leiknum lýsti magnaður þulursem náði að koma orðinu „magnað" að í nánast þriðja hverju orði. Skondugur skalli Almennt séð eru lýsendur kappleikja ein verst talandi stétt Islands. Þar hafa ótrúlegir gullmolar heyrst í gegnum árin, gullmolar á borð við „skondugan skalla til baka" en orðið „skondugan" var sett saman úr oröunum „sniðugur" og „skond- inn". Annað dæmi er það þegar Smáborg- arinn sat fyrir framan sjónvarpið, fyrir nokkrum árum, og horfði á knattspyrnu- leik. Þegar staðan var o-i var allt í einu sagt „Frakkar þurfa aðeins eitt mark til að jafna!" Lýsendur kappleikja eru þann- ig snillingar í að benda á hið augljósa og Smáborgarinn veit ekki alveg hvar hann væri ef ekki nyti við styrkrar leiðsagnar þeirra. Annað sem Smáborgarinn finnur að íþróttafréttamönnum er tilhneiging þeirra til að talsetja knattspyrnuleiki. Þannig leggja þeir leikmönnum, oftast reyndar dómaranum, orð í munn eins og um talsett íslenskt barnaefni sé að ræða. Það er kannski bara best að fá Ladda til að tala fyrir leikmenn og dómara og þeir gætu allir hljómað eins og Tfmon. Blaðrað allan tímann Eins og fram hefur komið hefur Smá- borgarinn mikið dálæti á knattspyrnu. Munurinn á íslenskum lýsendum og til að mynda breskum er alveg sláandi. Það er sennilega f kringum 70% minna þrugl hjá breskum þulum enda sjá þeir sig ekki knúna til að blaðra allan tímann. Annað sem Smáborgarinn hefur stundum hugs- að um er það hvort lýsendur sjái ekki leikinn sem þeir eru að lýsa. Það er alla vega ótrúlegt hversu mörgum nöfnum er hægt að klúðra og almennt klúðra lýsing- um á því sem er að gerast á vellinum. Þess verður að geta að þetta á ekki um stéttina í heild sinni en sumir mættu svo sannarlega taka þetta til sín. ,Ég er að fara utan til Ameríku í næstu viku og verð aðallega að und- irbúa mig fyrir það um helgina," segir ein ástsælasta söngkona lands- ins, Sigrún Hjálmtýsdóttir sem er betur þekkt sem Diddú. „Svo ætla ég líka að reyna að knúsa fjölskyld- una á milli æfinga.“ Diddú er með tvenna tónleika í St. Louis í næstu viku með amerískum tenór að nafni Hugh Smith. „Hugh er mjög þekkt- ur í Ameríku og víðar og þetta er því mjög spennandi verkefni. Ég og Hugh sungum saman í fyrra og það gekk svona ljómandi að þeir vilja endilega að við endurtökum leikinn núna.“ Tónleikarnir færðir inn í hús Diddú talar um að sennilega koma um tíu þúsund manns að sjá þau þar sem tónleikarnir eru haldnir úti við. ,Fólk situr bara í stólum og við erum á risasviði. Það er mjög vinsælt í Am- eríku að hafa svona stórtónleika und- ir berum himni á sumrin því það er svo heitt þar. Að vísu var það heitt í fyrra að við urðum að færa tónleik- ana inn í hús,“ segir Diddú og hlær sínum heillandi hlátri. „Það er svo- lítið sérstök tilfinning að syngja und- ir berum himni í svona góðu veðri, mér finnst það voðalega notalegt.“ HEYRST HEFUR... Mörgum fannst Guðna Ágústssyni illa brugðið þegar hann kom í Kastljós til að skýra hvers vegna hann lagði ekki í að bjóða sig fram gegn Jóni Sigurðssyni. Gamla glitið og glettnin var horfin úr aug- unum og mörgum fannst hann eiga í mestu erfiðleikum með að skýra ákvörðun sína. Sjálfur sagði Guðni að það hefði ráðið henni að meiri þörf væri á friði en framboði hans. 1 því ljósi þóttimönnum skrítið að Guðni hefði ekki - í þágu friðarins - lýst stuðningi við Jón. Ofur- bloggarinn Össur Skarphéðins- son var ekki í vafa um hvað olli ákvörðun Guðna í skáldlegum pistli (undir áhrifum Páls Ól- afssonar?) sem hann skrifaði greinilega undir Kastljósþætt- inum: „Brúnastaðahjartað brast. Guðni þorði ekki.“ Fylgið hrynur af Samfylk- ingunni og í könnun Fréttablaðsins naut Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formað- ur flokksins, ekki trausts nema þriðja hvers kjósanda Samfylking- arinnar. Sjálf sést hún varla í fjölmiðlum. Stuðningsmenn formannsins keppast við að skrifa greinar til að skýra hrakfarirnar með því að segja að hún standi sig víst vel og eigi ekki sök á óförum sínum og flokksins heldur einelti og árásir fjölmiðla. Björgvin Guð- mundsson, viðskiptafræðing- ur og stuðningsmaður hennar, skrifar grein í Fréttablaðið þar sem hann slær þennan tón og segir að formaðurinn hafi alls engin mistök gert. Björgvin seg- ir að ekki muni miklu á fylginu undir stjórn Össurar og hennar. Samfylkingin er því greinilega svo vel stödd að hún þarf ekki á þeim 10 prósentum að halda sem flokkurinn hefur tapað undir forystu Ingibjargar... Aðstoðar Kevin við ferilinn Þungun Britney Spears virðist svo sannarlega ekki hægja á henni. Þessa dagana er hún að undirbúa að fara í upptökustúdíó til að vinna með eiginmanni sínum, Kevin Federline. Kevin hefur einbeitt sér að tónlistarferli sínum undanfarið ár, reyndar við mjög dræmar undirtektir en það virðist ekki stöðva hann. Britney er stolt af eiginmanni sínum og vill endilega hjálpa til. „Ég er svo stolt af Kevin. Hann hefur unnið mikið að plötunni sinni síðan ég varð ólétt af Preston. Ég er svo heppin. Hann er algjört æði.“ Móðirin unga viðurkennir að hún getur ekki beðið eftir að fara að syngja á ný en segist þurfa að taka sinn tíma í það. „Ég verð að gera þetta vel og vera örugg.“ Einhverjir muna jafnvel eftir því að Britney sór að hún myndi ekki halda tónlistarferli sínum áfram eftir að hún eignaðist fyrsta barnið. Áætlanir hennar virðast því eitthvað hafa breyst. Láras Sr L#ras eftir Jim Unger 9-21 í(f © Jlm Unger/dlst. by Unltod Media, 2001 Góð byrjun, en reyndu núna að drífa aðeins lengra!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.