blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 16
16 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 blaðiö tungumál „Það er auðvitað draumurinn að geta lifað af tónlistinni einni saman en ég veit ekki hvað verður" BlaílS/Frikki ákaflega skemmtilegt. Það er það sem mestu máli skiptir en auðvitað er alltaf frábært að fá góðar viðtökur og lesa falleg orð um tónlistina sína á prenti. Mammút er eins skipuð og í Músíktilraunum 2004 að því frá- töldu að Gunna bassaleikari er ekki lengur með okkur. I hennar stað höfum við fengið frábæra stelpu sem heitir Ása.“ Kata segir þó langt frá því að eitt- hvert ósætti innan bandsins sé rótin að mannabreytingunum. „Fólk kemur og fer, þannig er það bara í þessum bransa sem og öðrum. f þessari viku erum við að hefja nýja vinnu, semja efni og koma okkur af stað á ný þannig að það eru spenn- andi tímar framundan. Við vitum auðvitað ekkert hvernig hljóm- sveitin mun þróast en ég er ákaflega spennt hvað varðar framhaldið." „Létt, einföld, poppuð og látlaus" Kata segir að hinn íslenski tónlistar- heimur hafi farið nokkuð mjúkum höndum um Mammút enn sem komið er. „Þessi heimur finnst mér hafa verið frekar viðkunnanlegur en hitt og allt hefur gengið vel hjá okkur það sem af er. Ég hef aldrei fundið sérstaklega mikið fyrir því að aðrir íslenskir tónlistarmenn líti á okkur okkur sem börn og beri minni virðingu fyrir tónlistinni okkar fyrir vikið. Tónlistin er sér- stakt tungumál og meðan hún er flutt skiptir ekkert annað máli.“ fslenskt tónlistarlíf er nokkuð fjör- ugt þessa dagana og þar er margt að gerast sem er Kötu að skapi. „Mér finnst heilmikið vera að gerast í ís- lensku tónlistarlífi. Ég hef reyndar verið frekar löt að sækja tónleika í sumar en það er fullt af flottum Katrína Mogensen söngkona sveitarinnar Mammút Tónlistin er sérstakt Sumir telja hana eina efnileg- ustu söngkonu sem ísland hefur alið af sér hin síðari ár. Kraftmikil og blæbrigða- rík röddin hefur heillað flesta þá sem á hana hafa hlýtt þó stúlkan sé aðeins 17 ára gömul. Hún heitir Kat- rína Mogensen, yfirleitt kölluð Kata, og þenur raddböndin með hljóm- sveitinni Mammút. Blaðamaður Blaðsins hitti söngkonuna ungu á kaffihúsi i miðborginni og ræddi við hana um þungstíga loðfíla, trega- blandna takta og rigningu í borginni Reykjavík. Katrína Mogensen bíður þolin- móð á efri hæð gamla skemmtistað- arins 22 þar sem nú hafa aðrir andar hreiðrað um sig undir nýju nafni. Hún heilsar glaðlega og biður lið- legan þjón um vatnsglas á meðan Morrissey ómar úr glymskratta staðarins. Loðfíllinn kveður sér hljóðs Hljómsveitin Mammút er flestum þeim sem fylgjast með íslensku tón- listarlífi að góðu kunn. Krakkarnir hafa getið sér gott orð fyrir frumlega tónlistarsköpun á síðustu mánuðum og nú í apríl leit fyrsta platan þeirra dagsins ljós og hefur hún hlotið frá- bæra dóma. f dag er sveitin skipuð þeim Arn- ari Péturssyni, Alexöndru Baldurs- dóttir og Ándra Bjarti Jakobssyni auk Kötu. Guðrún Heiður ísaks- dóttir bassaleikari hefur nýlega sagt skilið við bandið. Árið 2004 bar hljómsveitin sigur úr býtum í Músíktilraunum. Keppnin sú hefur reynst ungum hljómsveitum ágætis stökkpallur inn í framtíðina og hafa t.d. sveit- irnar Mínus, Botnleðja og Maus vermt fyrsta sætið á liðnum árum. Þegar Kata og félagar stigu á svið keppninnar í mars 2004 höfðu þau aðeins spilað saman í þrjá mánuði, kunnu frekar litið á hljóðfæri og áttu aðeins örfá lög í sarpinum. Þau létu það ekki aftra sér og heilluðu áheyrendur upp úr skónum með kraftmiklu, tregaþrungnu rokki og kjarnyrtum, íslenskum textum og stóðu uppi sem ótvíræðir sigurvegar í lok kvölds þar sem hljómsveitin var valin sú besta og Kata uppskar titilinn besta söngkonan. „Það var auðvitað alveg frábært að vinna Músíktilraunir," segir Kata. „Tilfinningin var yndisleg og við vissum varla hvað á okkur stóð veðrið. Við vorum bara 14 og 15 ára og þetta var í raun í fyrsta skiptið sem við komum fram saman opinberlega. Sigurinn auðveldaði okkur mjög allt framhaldið. Um leið og keppninni lauk fór síminn að hringja og við vorum beðin að spila út um allt. Við þurftum ekki að hafa fyrir neinu nema bara mæta á staðinn og spila. Sigurinn var því heilmikill stökkpallur fyrir okkur og kom okkur strax á kortið. Verð- launin voru 20 klukkustundir í Sigur Rósar-stúdíóinu og svo fengum við að gera flott myndband sem er auðvitað ómetanlegt tækifæri fyrir svona nýja hljómsveit.“ „Fólk kemur og fer" Mammút hefur ekki aðeins vakið athygli fslendinga. Þau spiluðu á Iceland Airwaves 2005 og uppskáru þar aðdáun mikilsvirtra poppskrí- benta úti í heimi, t.d. hins knáa rit- stjóra Rolling Stone, David Fricke, en hann lýsti yfir hrifningu sinni á hljómsveitinni eftir að hafa heyrt hana spila í Smekkleysubúðinni. Þann 3. aprí sl. kom fyrsta plata Mammút út á vegum Smekkleysu. „Ég hugsaði ekkert um það meðan við vorum að vinna plötuna hvaða dóma platan myndi fá. Við vönd- uðum okkur við það sem við vorum að gera og fannst þetta allt saman

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.