blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 14
14 I VÍSXNDI
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 blaAÍ6
,Ný smásjártækni býður upp
á mikla mögulelka," segir dr,
Kristján Leósson, vísindamai
ur við Raunvísindastofnun
Háskóla Islands.
Ný smásjártækni
lítur dagsins Ijós
Ný smásjártækni hefur verið
þróuð sem gerir rannsóknarfólki
kleift að greina betur starfsemi við
yfirborð frumna. Dr. Kristján Leós-
son, vísindamaður við Raunvísinda-
stofnun Háskóla Islands, segir þetta
bjóða upp á marga möguleika. Það
er danska sprotafyrirtækið Lumisc-
ence A/S sem þróað hefur tæknina.
Smásjártæknin er hluti af tveimur
rannsóknarverkefnum sem hlutu
styrk úr sjóði Selmu og Kaj Lang-
vad við Háskóla íslands árið 2006
að fjárhæð 100.000 þúsund danskra
króna. Ýmsar íslenskar og danskar
stofnanir koma að verkefnunum
og dönsk sprotafyrirtæki þar að
auki. Einnig taka þátt meistara- og
doktorsnemar.
Efnaflutningur í gegnum
frumuhimnur
„I staðinn fyrir að nota hefðbundin
smásjárgler eins og fólk notar venju-
lega þá hefur fyrirtækið Lumiscence
þróað nýja tegund af smásjárgleri
sem hefur ljósleiðandi yfirborð. Það
þýðir að hægt er að leiða ljós inn í
smásjárglerið en ljósið er bundið
við yfirborðið og lýsir eingöngu upp
þann hluta sýnisins sem liggur þar
upp að. Þetta er atriði sem er mjög
praktískt að geta nýtt sér þegar
skoða á til dæmis efnaflutning í
gegnum frumuhimnur því þær
liggja alveg upp að yfirborðinu,"
segir Kristján.
Með því að lýsa upp yfirborðið
kemur í ljós hvað er að gerast undir
himnunni og engin truflun frá
öðrum hlutum sýnisins. „Frumur
eru ræktaðar beint á þessar flögur
og siðan eru þær litaðar á sérstakan
hátt og á endanum skoðaðar í smá-
sjá. Það er annaðhvort hægt að skoða
lifandi frumur, dauðar frumur eða
frystar. Þetta veitir möguleika á því
að halda frumum lifandi á yfirborð-
inu og athuga hvernig þær bregðast
við ytri áhrifum. Þetta er tækni
sem nýtist í það að skoða hvernig
fruman festir sig á yfirborðið, rann-
sóknir á því hvað gerist inn í sjálfri
frumunni og hægt er að rannsaka
bindingu efna við yfirborð," segir
Kristján.
Hægt að nýta í margvís-
legar rannsóknir
Kristján segir að erfitt sé að koma
með yfirlýsingar um hvernig tæknin
verði nákvæmlega notuð og leggur
áherslu á að þetta sé ákveðin aðferð
en það er þá undir öðrum komið í
hvaða tilgangi hún verður nýtt. „Við
vorum í samstarfi við stórt fyrir-
tæki um að framleiða nema til að
mæla hvort líkur fólks á hjartaáfalli
hefðu aukist. Þá voru mæld ákveðin
efni í blóðinu og hvernig þau bund-
ust við yfirborð með þessari tækni.
Þá er þetta tækni sem maður getur
hugsað sér í lyfjaþróun, að at-
huga hvernig frumur bregðast við
ákveðnum lyfjum og þess háttar.
jon@bladid.net
Kemur í veg fyrir og eyðir: Bólgum, þreytuverkjum og harðsperrum
á ferðalögum og við álagsvinnu. fþcYRA vw
Styrkir varnir húöarinnar gegn skaösemi sólar. Húðin veröur fyrr fallega brún ^
í sól og Ijósabekkjum, með reglulegri inntöku helst húöin lengur brún.
l/llúW
Vaxandi meðvitund
um fæðuofnæmi
„Það skortir rannsóknir á algengi fæðuof- '
næmis," segir Sigurveig Þ. Sigurðardóttir
m !
Margir telja sig hafa fæðuofnæmi
en rannsóknir hafa sýnt fram á að
aðeins Htill hluti þeirra sem svo er
ástatt um hafa raunverulegt ofnæmi.
Þetta segir Sigurveig Þ. Sigurðar-
dóttir, barnalæknir og sérfræðingur
í ofnæmis og ónæmislækningum.
„Við erum með heilmikla rann-
sókn í gangi á fæðuofnæmi, sem
nefnist EuroPrevall, en við fengum
styrk til þess að vera með nokkrum
evrópuríkjum í þeirri rannsókn.
Fæðuofnæmi nýtur vaxandi athygli
en hvort fjöldi tilfella sé vaxandi er
ekki alveg ljóst því við höfum ekki
gert nægilega góðar rannsóknir í
gegnum tíðina. Aftur á móti er með-
vitundin um fæðuofnæmi vaxandi
en ofnæmið getur verið mjög alvar-
legt og flókið að lifa með,“ segir
Sigurveig.
í rannsókninni er leitast við að
skoða allar tegundir fæðuofnæmis
en hún er þrískipt. „Rannsóknin sem
ég stýri tekur til ungbarna þar sem
fólk kemur inn í rannsóknina fyrir
fæðingu og ég fylgi þeim eftir í tvö
og hálft ár. Fólk kemur þá einungis
ef barnið fær einkenni um ofnæmis-
sjúkdóm og við athugum hvort það
geti verið tengt fæðu. Síðan eru tveir
aðrir armar, annars vegar skólabörn
sem Michael Clausen stýrir og að
lokum er verið að rannsaka fæðu-
ofnæmi hjá fullorðnum. Þá er fólk
prófað og síðan gefin viðkomandi
fæða. Þannig fáum við góða mynd
af algengi fæðuofnæmis og hvernig
það er samsett. I gegnum spurninga-
listana og mælingarnar sem við
erum að gera munum við vonandi
geta varpað ljósi á hvað veldur því
að sumir fá fæðuofnæmi og aðrir
ekki,“ segir Sigurveig.
Sigurveig segir að allt að 25% fólks
telji sig hafa einhvers konar fæðu-
ofnæmi en það er mjög hátt hlut-
fall. „Síðan er það kannski á bilinu
2-5% sem reynast hafa fæðuofnæmi
þegar fæðan er gefin. Eins og með
annað ofnæmi þá er þetta samspil
á milli erfða og umhverfis,“ segir
Sigurveig.
Helstu þekktu fæðuofnæmis-
valdarnir eru hnetur, egg, mjólk,
fiskur og skelfiskur. „Ofnæmi fyrir
eggjum og mjólk hverfur mikið til
hjá fullorðnum en ofnæmi fyrir fisk,
skelfisk og hnetum hefur tilhneig-
ingu til að vera viðvarandi. í staðinn
kemur oft ofnæmi fyrir ávöxtum
en kiwi er til að mynda þekktur
ofnæmisvaki.
jon@bladid.net
Microsoft sektað af
Evrópusambandinu
Bandaríska hugbúnaðarfyrir-
tækið Microsoft hefur verið sektað
um 280,5 milljónir evra, eða um
26,9 milljarða íslenskra króna, af
samkeppnisyfirvöldum innan Evr-
ópusambandsins. Sektin kemur í
kjölfar þess að árið 2004 ályktaði
Evrópusambandið að Microsoft
hefði misnotað markaðsráðandi
stöðu sína en Microsoft hefur ekki
brugðist við þeirri ályktun. Micro-
soft sættir sig ekki við niðurstöð-
una og hyggst áfrýja ákvörðun
Evrópusambandsins.
Samkeppnisyfirvöld Evrópu-
sambandsins hafa einnig hótað að
sekta Microsoft um þrjár milljónir
evra á dag ef fyrirtækið hlítir ekki
ákvörðun sambandsins.
Svipaðar ásakanir voru settar
fram gegn fyrirtækinu í Banda-
ríkjunum árið 2000. Það er þó enn
beðið eftir málalyktum þar sem
Microsoft meö Bill Gates f fyrirrúmi
hefur verið sakað um að misnota mark-
aðsráðandi stöðu sína
Microsoft hefur enn ekki komið
fram með fullnægjandi gögn en
beðið var um þau árið 2002.