blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 6
6IFRÉTTZR
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 blaöiö
llla hefur gengið að veiða uppsjávar-
fisk það sem af er ári. Betur gengur
með botnfiskinn.
Sjávarútvegur:
Minni fiskafli
Heildarafli íslenskra skipa í
júnímánuði síðastliðnum var
rúmum io% minni en í sama
mánuði í fyrra. Aflinn nam alls
tæplega 134 þúsund tonnum, en
árið áður nam aflinn rúmum 155
þúsundum tonna. Þetta kemur
fram í nýjum tölum frá Hagstofu
fslands.
Ef aflinn það sem af liðið er ári
er skoðaður kemur í ljós að hann
hefur dregist saman um 9,4%
milli ára.
Nikótíntyggjói
Dýrt að hætta
að reykja
Nicotinell nikótintyggjó hækkaði
í verði um rétt tæplega 500 krónur á
einu bretti í verslunum Lyfja &heilsu
á dögunum. Fyrirtækið Ice Farma
sér um innflutning á Nicotinell
tyggjói og að sögn Arnmundar
Jónassonar, markaðsstjóra Ice
Farma, spilar gengi krónunnar hér
stórt hluverk.
„Við kaupum þessa vöru af fyrir-
tæki í Danmörku og vorum þar með
samning um innkaup í íslenskum
krónum. Verðið var búið að standa
óbreytt í a.m.k. tvö ár en þegar
gengi dönsku krónunnar styrktist
miðað við íslensku krónuna var
hið danska fyrirtæki í raun farið
að tapa á þessum viðskiptum við
okkur. Þeir tilkynntu því að breyt-
ing yrði á þessu fyrirkomulagi milli
okkar og þeirra. Þegar vinna við
þær breytingar voru nýlega hafnar
var hins vegar skipt um lykilstarfs-
menn ytra og það tafði málið. Þegar
það var síðan klárað þurftum við
því að hækka verðið talsvert á einu
bretti. Hið jákvæða í málinu er
hins vegar að neytendur nutu þess í
millitíðinni að geta keypt vörur frá
þessu fyrirtæki, til að mynda þetta
tiltekna nikótíntyggjó, á mun lægra
verði en annars hefði verið,“ segir
Arnmundur.
Leiðtogafundur átta helstu iðnríkja heims:
Fundað í skugga óvissu
■ Ástandið við botn Miðjarðarhafs og kjarnorkuógnin í brennidepli að tjaldabaki
■ Greitt fyrir aðild Rússa að WTO
Leiðtogafundur átta helstu
iðnríkja heims hefst í Péturs-
borg í Rússlandi í dag. Þegar
leiðtogarnir hafa lokið að taka í
hönd hvor annars brosandi fyrir
augum fjölmiðla heimsins taka
við fundahöld um brýnustu mál-
efni samtímans. Það er með öllu
óljóst hvort að leiðtogarnir sitji
brosandi við þær viðræður þar
sem mörg viðkvæm málefni eru
á dagskrá.
Talið er líklegt að fundurinn
verði til þess að Rússar fái aðild að
Alþjóðaviðskiptastofnuninni og að
árangri verði náð í viðræðum um
orkuviðskipti. Hins vegar er líklegt
að fundurinn muni fyrst og fremst
mótast af þeim málum sem eru nú í
brennidepli í alþjóðasamfélaginu.
Eldfimt ástand
Viðbrögð ísraelska hersins við
mannránum palestínskra víga-
manna, sem tengjast Hamas-sam-
tökunum, á Gaza-svæðinu og Hiz-
bollah í suðurhluta Líbanon hefur
gert það að verkum að ástandið er
við suðumark. Meint aðkoma stjórn-
valda í Iran og Sýrlandi að málinu
gerir úrlausn þess enn flóknari og
eykur líkurnar á að ófriðarbálið
breiðist út. Sökum hins eldfima
ástands á svæðinu telja stjórnmála-
skýrendur afar brýnt að leiðtogarnir
sjá sameiginlega hagsmuni i því að
grípa til aðgerða til þess að minnka
spennuna á svæðinu og koma í veg
fyrir að styrjöld brjótist út.
Afar mikilvægt er að leiðtogarnir
komi sér saman um að beita áhrifum
sínum á stríðandi fylkingar til þess
koma böndum á ástandið. Tals-
maður Hvíta hússins sagði í gær að
George Bush, forseti Bandaríkjanna,
myndi ekki þrýsta á Israelsmenn til
þess að hætta hernaði í Líbanon.
Vladímír Pútín, forseti Rússlands,
var loðnari í svörum í gær og hvatti
stríðandi fylkingar til þess að leggja
niður vopn. Ljóst er að þau Evrópu-
ríki sem eiga fulltrúa á fundinum
tali ekki einni rödd í málinu. Þar
af leiðandi verður að teljast ólíklegt
að fundahöldin leiði til aðgerða sem
mun draga úr spennu á svæðinu.
Kjarnorkuvá
Deilan um kjarnorkuáætlun
klerkastjórnarinnar í Iran verður
án efa í brennidepli á fundinum.
Fimm af þeim ríkjum sem standa
að tilboði um efnahagslegar
ívilnanir og samvinnu gegn
því að klerkastjórnin í
Teheran láti af auðgun
úrans sitja fundinn,
en það eru Banda-
ríkin, Frakkland,
Bretland, Rússland
og Þýskaland. Það
sjötta, Kína, hefur
áheyrnarfulltrúa
á fundinum. I
vikunni breyttu
Kínverjar og
Rússar um afstöðu
í málinu og sam-
þykktu að ályktun
yrði borin upp í ör-
yggisráði Sameinuðu
þjóðanna sem bannar
Irönum áframhaldandi
auðgun úrans. Ályktunin
felur ekki í sér hótanir um
aðgerðir eins og viðskipta-
þvinganir fari klerkastjórnin
ekki eftir henni. Því þarf að sam-
þykkja aðra ályktun innan ráðsins
um slíkt. Sökum hagsmuna og við-
skiptatengsla Kínverja og Rússa við
írana er ólíklegt að þeir muni styðja
slíkar aðgerðir.
Að mörgu leyti eru vandamálin
w
vorur m m
FLOKKI
MJÓLKURVÖRUR
( SÉRFLOKKI
Er mataræðið
óreglulegt?
LCC+ erfyrirbyggjandi vörn!
Skyndibitafæði, sætindi, óreglutegar
máltiðir - altt þetta dregur úr innri
styrk, veldur þróttteysi, kemur
meltingunni úr lagi og stuðlar að
vantíðan. Regluleg neysta LGG+
vinnur gegn þessum áhrifum
og flýtir fyrir þvi að jafnvægi
náist á ný. Dagleg
neysta þess tryggir
futla virkni.
varð-
andi íran lík þ e i m
sem stafa af Norður-Kóreu. Þrátt
fyrir að öll stórveldin sem funda
í Pétursborg séu sammála um að
þrýsta á stjórnvöld í Pjongjang um
að setjast aftur að samningaborð-
inu í hinum svokölluðu sex-ríkja
viðræðum eru Kínverjar og Rússar
því andvígir að málinu verði vísað
til öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna. Kínverjar óttast sérstaklega
að harkalegar þvingunaraðgerðir
gegn Norður-Kóreumönnum myndi
leiða til þess að stjórn landsins
myndi hrynja með fyrirsjáanlegum
flóttamannastraumi yfir kínversku
landamærin.
Staða Rússlands
Ljóst er að Bandaríkin ásamt
öðrum Evrópuríkjum muni láta
í ljós áhyggjur sínar um stöðu
mannréttinda í Rússlandi. Spennan
í samskiptum Bandaríkjanna og
Rússlands hefur aukist undanfarið
og þungavigtarmenn í bandarískum
stjórnmálum hafa sakað stjórnvöld i
Moskvu um að virða ekki mannrétt-
indi þegna sinna og nota sterka stöðu
sína á alþjóðlegum orkumörkuðum
til þess að viðhalda óeðlilegum
áhrifum á innanlandsstjórn-
mál nágrannaríkja sinna.
Spennan á milli Banda-
ríkjamanna og Rússa
er ekki síst tilkomin
vegna málefna
Hvita-Rúss-
lands, Georgíu
og Moldaviu.
Bandaríkin
og aðildar-
ríki Evrópu-
sambands-
ins saka
i Rússa um að
í halda hlífi-
skildiyfirsíð-
asta einræðis-
herra Evrópu,
Alexander
Lúkasjenkó, for-
seta Hvíta-Rúss-
lands. Stjórnvöld
í Washington styðja
einnig tillögur um að
héruð sem hafa sagt sig úr
lögum við Georgíu og Mold-
óvu verði aftur innlimuð í ríkin.
Um er að ræða héruðin Ajaria, í Ge-
orgíu, og Transnistria, í Moldaviu.
Rússar styðja þessi útlagahéruð og
saka Bandarikjamenn um að vera að
seilast til áhrifa á hefðbundnu áhrifa-
svæði sínu.
George Bush og Vladímír Pútín í Pétursborg í Rússlandi í gær.
Reuters
Greg Meyers frá USA predikar á samkomum
íKrossinum lauqardaginn 75. júli kl. 20:30
ogsunnudagtnn ló.júlikl. 16:30.
Allireru hjartanlega velkomnir.
Ath. að þriskipt barnagæsla er á meðan
á samkomu stendur.
KKOSSINN, HI IÐASMARA 5 7. /01 KOP. S. 5S4 3.?7/WWW.KROSSINN.IS
Pabbi Elmos í herinn
Hinir skrautlegu og skemmtilegu þjóð á erlendri grundu. I þættinum
íbúar við Sesam-stræti hafa gengið er pabbi einnar ástsælustu brúð-
til liðs við bandaríska varnarmála- unar á Sesam stræti, Elmos, kall-
ráðuneytið. Aðstandendur hinna aður til þjónustu á erlendri grund.
vinsælu barnaþátta leggja nú loka- Fjallar þátturinn um hvernig Elmo
hönd á þátt sem á að hjálpa börnum bregst við þeim fréttum,
hermanna að skilja af hverju for- Þátturinn verður gefinn út á
eldrar þeirra þurfa að þjóna landi og DVD-diski ókeypis.
Brottreknir yfirlæknar:
Ákvörðun
ólögmæt
Stjórnendur Landspítalans
fóru óhöndulega í máli yfir-
læknanna Tómasar Zoéga og
Stefáns E. Matthíassonar að
mati Gunnars Ármannssonar,
hæstaréttarlögmanni og fram-
kvæmdastjóra Læknafélags Is-
lands. Þetta kemur fram í grein
sem Gunnar birti á heimasíðu
Læknafélagsins.
Að mati Gunnars voru Tómas
og Stefán sviptir yfirlækna-
stöðu sinni með ólögmætum
hætti og ráða verður þá aftur í
stöður slnar án skilyrða.
Stefán og Tómas voru báðir
knúnir til að láta af yfirlækna-
stöðu sinni hjá Landspítalanum
eftir að þeir vildu ekki fallast á
að hætta að stunda sjálfstæðan
stofurekstur utan spitalans.