blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 17
blaðiö LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006
i :xr
VIÐTAL I 17
„Ég byrjaði bara að syngja"
Tónlist er víða í fjölskyldu Kötu og
hún á ekki langt að sækja hæfileik-
ana. Faðir hennar, Birgir Mogensen,
tryllti landslýð í upphafi níunda
áratugar tuttugustu aldar með
pönkhljómsveitinni Kuklinu. „Ég er
ekki tónlistarmenntuð. Þegar ég var
lítil voru foreldrar mínir reyndar
alltaf að senda mig í einhverja tón-
listartíma en ég entist aldrei lengi
í neinu einu. Ég söng reyndar i kór
nokkuð lengi í barnaskóla og hafði
gaman af. Það ef heilmikil tónlist í
stórfjölskyldunni, aðallega á klass-
íska sviðinu. Eldri systir mín er
t.d. í framhaldsnámi í sellóleik út í
London þannig að það er mikil tón-
list í kringum mig.“
Sjálf hefur Kata ákaflega fjölbrey ti-
legan tónlistarsmekk. „Ég hlusta
á allt mögulegt. Það er asnalegt að
segja frá því en þessa dagana er ég
eiginlega ekki að hlusta á neitt. Ég
er í algjörri eyrnahvíld. En annars er
ég ákaflega hrifinn af Nick Drake og
undanfarið hef ég verið mjög heilluð
af einfaldri kassagítartónlist. Það er
svona það tímabil sem er að ganga
yfir.“
Rödd söngkonunnar gleymist
seint þeim er einusinni hafa á hana
hlýtt og það er ekki einfalt að lýsa
henni með orðum. „Ég byrjaði frekar
snögglega að syngja með Mammút
og hafði þá ekki sérlega mikið feng-
ist við að syngja. Ég tók mér engan
tíma í það að hugsa hvernig ég ætl-
aði að gera þetta eða móta einhvern
sérstakan stíl. Viku áður en Músík-
tilraunir áttu að hefjast þá ákváðum
við að taka þátt og þá þurftum við
bara að setja undir okkur hausinn
og semja tónlist. Ég bara byrjaði að
syngja og þetta var útkoman.“
Kata semur nær alla texta
Mammút. „Mér finnst erfitt að út-
skýra hvernig hlutirnir verða til. Ég
fer í hálfgerðan trans þegar ég sem
tónlist. Allt í einu er lagið bara til-
búið og maður getur ekki almenni-
lega rakið sköpunarsöguna. Við
höfum aðeins verið að leika okkur
að því að semja enska texta en ég vil
alls ekki gefa íslenskuna upp á bát-
inn. Mér finnst líka yfirleitt betra að
syngja á íslensku.11
„Draumurinn að lifa af tónlistinni"
„Ég er á í. ári við Menntaskólann við
Hamrahlíð en ætla að taka mér frí
frá námi næsta vetur til að sinna
tónlistinni betur,“ segir Kata sposk
á svip. „Þessa dagana er ég að svip-
ast um eftir skemmtilegri vinnu
fyrir næsta vetur. Það er auðvitað
draumurinn að geta lifað af tónlist-
inni einni saman en ég veit ekki
hvað verður. Það heillar mig svolítið
að læra að verða leikskólakennari
og kannski fer ég í það einhvern
daginn en eins og er þá er tónlistin
númer eitt.“
Krúttkynslóðin er hugtak sem
haft hefur verið í nokkrum há-
vegum undanfarin misseri. Þá er
hlutum í gangi. Það er ekki endi-
lega efni sem hefur verið gefið út,
ungir krakkar nota netið heilmikið
til þess að koma músíkinni sinni á
framfæri.“
Söngkonunni ungu vefst eilítið
tunga um tönn þegar hún er beðin
um að lýsa þeirri tónlist sem rennur
undan rifjum loðfílsins. „ Mér finnst
okkar tónlist vera frekar létt, einföld,
poppuð og látlaus. Annars finnst
mér alltaf svo erfitt að reyna að
koma tónlistinni í orð og festa raun-
verulega hönd á henni. Þetta kemur
allt svo mikið af sjálfu sér þegar við
erum að semja og við erum mjög
lítið fyrir það að greina músíkina
mjög mikið. Við í Mammút hlustum
á ákaflega ólíka tónlist og því erfitt
að nefna einhverja sérstaka áhrifa-
valda sem hafa mótað hljómsveitina
öðrum fremur. Við hlustum á alla
flóruna, allt frá hörðu metal-rokki
og upp í létt popp. Við tölum mjög
lítið um tónlist þegar við erum að
semja. Ég hef aldrei upplifað ein-
hverjar miklar samræður um tónlist-
armenn, strauma og stefnur þó það
hljómi kannski undarlega."
yfirleitt verið að vísa til ákveðins
hóps ungmenna sem svipar eilítið
til álfa þar sem þau vappa um stræti
og torg með lopahúfur og hlusta á
draumkennda tónlist sem virðist
ekki vera af þessum heimi. Þegar
Kata er spurð um hina títtnefndu
krúttkynslóð vefst henni aftur
tunga um tönn. „Það hefur oft verið
sagt við mig að ég tilheyri þessum
hópi en ég veit það satt að segja ekki.
Það er ábyggilega nokkuð til í því að
Mammút sverji sig að einhverju leyti
í ætti við þetta en ég verð að viður-
kenna að ég hef aldrei almennilega
skilið merkinguna þó ég kannist við
þessi ákveðnu einkenni."
Kata hefur ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum og reynir að
fylgjast sem best með því sem efst er
á baugi. „Pólitík er svo stór hluti af
öllu að maður getur ekki annað. Ég
Mynd/Sverrir Vilhelms
Hljómsveitin Mammút heillaði viðstadda uppúr skónum á Músíktilraunum árið 2004
er mjög á móti þessum stórfelldu menn fslands hafa kosið að fylgja
virkjanaframkvæmdum sem eru í þessum efnum. Mér finnst alveg
í gangi og þeirri stefnu sem ráða- grátlegt hvernig þessi mál hafa þró-
ast. En svo gerir maður sjálfur ekki
nærri því nógu mikið til að hindra
þetta, maður ætti auðvitað að láta
miklu meira til sín taka en maður
gerir. Skilaboðin verða að vera skýr.
Eg vona að með tónlistinni getum
við haft áhrif á fólk, ekki endilega á
pólitískan hátt, heldur snert hvern á
einn sem á okkur hlýðir þannig að
hann gleymi því ekki í bráð.“
Þrátt fyrir beljandi rigninguna seg-
ist Kata vera skotin í borginni Reykja-
vík. „Mér líður vel hér þó Reykjavík
sé oft hrikalega lítil. Ég held ég
muni alltaf koma aftur hingað en oft
langar mig bara að bruna út til Kefla-
víkur og taka fyrstu vél eitthvað út
í heim. En mér þykir engu að síður
ákaflega vænt um Reykjavík og hér
á ég heima.“
hilma@bladid. net