blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 8
8 I FRÉTTXR LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 blaöið TILBOÐ! 50% afsláttur smygli virðist vera ótakmörkuð,“ segir Jóhann en par var handtekið fyrir rúmri viku síðan með kíló af kókaíni í skósólunum. Hann segir að leiðirnar séu endalausar og hafa þeir til dæmis fundið allt mögulegt falið inni í tölvum, töskubotnum og jafn- vel hárkollum. Hann segir að mikil reynsla sé hjá tollgæslunni á flugvell- inum en það skiptir öllu máli þegar átt er við smyglara. Minnkun mansals Skýrsla Bandaríska sendiráðsins um mansal var gefin út í lok júní en dró upp ljótan veruleika og kom fram í skýrslunni að mansal væri napur raunveruleiki á Islandi. „Við höfum tekið upp þá stefnu að dæma fólk skilyrðislaust í fangelsi ef það er með falsaða pappíra," segir Jóhann en allt eftirlit með mansali eða þeim sem reyna að smygla sér á milli landa hefur verið stórlega hert undanfarin ár. Að sögn Jóhanns hefur dregið verulega úr tilraunum til þess að smygla fólki á milli landa og tekur fram að ekkert slíkt mál hefur komið upp á þessu ári. Aftur á móti hafi verið nokkuð um þessi mál frá 2002 til 2004. „Við erum komnir með nokkra reynslu í að kljást við þessi óhugna- legu mál og búnir að ná talsverðum árangri,” segir Jóhann og bætir við að skýrsla sendiráðs Bandaríkjanna sé ekki í samræmi við árangur þeirra undanfarið. Hann segir að alltaf muni svona mál koma upp og oftast er um einangruð tilvik að ræða sem eru þó of mikið. Vítisenglar hugðu á fíkniefnainnflutning Nokkuð hefur borið á því að fíkniefni séu flutt til landsins af Litháum og var Jóhann fyrstur manna til þess að benda á að þau mál bæru með sér vísi að skipulagðri glæpastarfsemi. Fimm Lit- háar sitja núna inn á Litla- Hrauni fýrir fíkniefnasmygl, tveir voru teknir þegar þeir reyndu að smygla 13 kílóum Jóhann R. Benediktsson sýslumaður á Keflavík- urflugvelli stendur vörð um landamæri islands með Norrænu í byrjun mánaðarins og verið er að réttayfir tveimur mönnum sem eru ákærðir fyrir að smygla inn amfetamínbasa. „Þetta er ekki í fýrsta sinn sem er- lendar glæpaklíkur reyna að komast inn á fíkniefnamarkaðinn því við vitum með vissu að Hell’s Angels ætluðu sér að flytja inn fíkniefni í stórum stíl,“ segir Jóhann en getur ekki útskýrt aukinn áhuga erlendra glæpamanna á íslandi. Vopnasmygl alvarlegt Þó fíkniefni og mansal séu vissulega flókið og tíðrætt vandamál þá er eitt stærsta vandamál tollgæslunnar á Leifstöð að koma í veg fyrir smygli á vopnum til landsins. „Við gerum hundruði vopna upptæk á hverju ári,” segir Jóhann og bætir við að oft sé um hugsunarleysi að ræða hjá fólki, „oftar en ekki eru þetta unglingar sem vita ekki betur.” Hann segir vopnin af öllum teg- undum allt frá kasthnifum upp í loftriffla. „Þvi miður þá tökum við oftar en ekki grófustu ofbeldistækin af mönnum sem tengjast fíkniefnaheim- inum,“ segir Jóhann áhyggjufullur um þróun mála en borið hefur á því að menn innan fíkniefnaheimsins séu vopnaðir. Nýr lögreglustjóri Það er nóg að gera hjá Jóhanni þessa dagana en sameining lögregluemb- ætta á landsvísu er i fullum gangi og mun Ijúka um áramótin. „Ég mun einnig verða lögreglustjóri á Suð- urnesjum,” segir Jóhann og telur að mikil búbót muni fylgjasamein- ingunni og það verði til þess að emb- \T ættið verði mun skilvirk- ara en það er nú. HARÐVIÐARVAL -þegarþú kaupir gólfefni Krókhálsi 4 110 Reykjavík Sími 567 1010 www.parket.is Á milli smyglara og íslands er Jóhann Benediktsson: Smyglskelfir í Leifsstöð SMÁAUGLÝSINGAR 5103737 KAURA/SELIA blaöiö S ■ Jóhann Benediktsson, nýr lögreglustjóri Suðurnesja ■ Vopnasmygl alvarlegt vandamál Eftir Val Grettisson Lagt hefur verið hald á um sextíu kíló af fíkniefnum sem reynt hefur verið að smygla í gegnum Leifsstöð frá áramótum en það er talsvert meira magn en þekkst hefur áður. Ástæðan fyrir því að svona mikið magn af fíkniefnum hafa náðst er að miklu leyti að þakka sýslumanni Keflavíkurflugvölls, Jóhanni R. Benediktssyni. Hann hefur verið sýslumaður á Kefla- víkurflugvelíi síðan 1999 og frá áramótum mun hann einnig vera lögreglustjóri Suðurnesja. Jóhann vill þó ekki eigna sér ár- angur tollgæslunnar einn. Hann segir að margir þættir hafi skilað skilvirk- ara eftirliti, „galdurinn er samhentur hópur gæslu- og lögreglumanna og vel þjálfaður mannskapur með góðan búnað," segir Jóhann. Hann segist ekki geta gefið upp fleiri leyndarmál tollgæslunnar því starfið gengur að öllu leytinu út á að vera skrefi á undan smyglurum. „Hugmyndaauðgin sem fylgir Margar aðferðir eru notaðar við smygl á fíkniefnum. Sumir ganga svo langt að gleypa efnin sem hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.