blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006 MaöÍA naunga er menning@bladid.net George Burns „petta er sjotta Dokin sem ég hef skrifað en það er Afmælisbörn dagsins REMBRANDT VAN RIJN, HOLLENSKUR MÁLARI, 1669. IRIS MURDOCH, ÍRSKUR RITHÖFUNDUR, 1919. JACQUES DERRIDA, FRANSKUR HEIMSPEKINGUR, 1930. Listakonan með auga- brúnirnar ógurlegu Collage eftir Gelitin. „Hugris" í Kling & Bang í kvöld mun myndlistarhopurinn Gelitin opna sýninguna „Hug- ris“ í Kling & Bang gallerí að Laugavegi 23. Þá mun hópurinn frumflytja gjörninginn „Hugris“ ásamt þeirri umgjörð sem hann hefur sett saman til að skapa sem bestar aðstæður en gjörn- ingurinn krefst víst gífurlegrar einbeitingar. Gelitin-hópurinn samanstendur af fjórum listamönnum frá Austur- ríki, þeim Tobias Urban, Wolf- gang Gantner, Florian Reither og Ali Janka. Hafa þeir þekkt hver annan síðan árið 1978 og starfað saman síðan árið 1993 og sýnt víða um heim í helstu söfnum og galleríum. Hópurinn Gelitin er búinn að vera á ferð um ísland að safna orku og andlegri reynslu til að undirbúa sýninguna í Kling & Bang gallerí. Sjón er sögu ríkari og allir eru velkomnir. Herlegheitin hefjast klukkan 19.30. Kling & Bang gallerí er opið fimmtudaga til sunnudag frá kl.14-18 og stendur sýningin til sunnudagsins 13. ágúst. Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju Ji-Youn Han leikur á Klais-orgelið á tvennum tónleikum um helgina í Hallgrímskirkju á vegum Alþjóð- legs orgelsumars. Ji-Youn er frá Suður-Kóreu en hefur undanfarin misseri verið við nám í Freiburg í Þýskalandi. Hún lauk einleikara- prófi þaðan árið 2003 og er núna í framhaldsnámi. Fyrri tónleikarnir fara fram (dag klukkan 12.00 en þeir seinni verða annað kvöld klukkan 20.00. Á efniskrá hádegistónleikanna leikur Ji-Youn Han fyrst Fant- asíu í f-moll eftir Mozart en verk hans eru áberandi á tónleikum sumarsins í tilefni af Mozart-árinu, Síðara verk hádegistónleikanna er Prelúdía og fúga eftir Felix Mendelsohn. Fyrir hlé á aðaltónleikum helg- arinnar, á morgun, leikur Ji-Youn Han fyrst Konsert í a-moll sem J. S. Bach umritaði eftir konsert Vi- valdis. Annað verkið er Fantasía í f-moll eftir Mozart. Siðasta verk fyrir hlé er Prelúdía og fúga um nafnið Alain eftir Maurice Duruflé. Eftir hlé leikur Ji-Youn Sónötu eftir Julius Reubke. argir hafa látið heillast af litríkum og súrrealískum verkum mexíkósku hstakonunnar Fridu Kahlo. Konan sjálf var ekki minna litrík og heillandi en verkin og ævi hennar var um margt óvenjuleg. Verk hennar voru ekki í miídum metum lengi framan af en á síðustu áratugum hafa feminískir listfræð- ingar öðrum fremur veitt henni upp- reisn æru. Lífshlaup Fridu komst sérstak- lega í hámæli árið 1983 eftir að list- sagnfræðingurinn Hayden Herrera skrifaði ítarlega ævisögu hennar og árið 2002 leikstýrði leikstjórinn knái Julie Taymor mynd um ævi Fridu þar sem leikkonan dökk- brýnda Salma Hayek fór með hlutverk listakonunnar. í gær voru 52 ár síðan Frida lést aðeins 47 ára að aldri. Frida Kahlo er tvímælalaust ein af fremstu listakonum tuttugustu aldar. Hún var þokkafull og óræð, sérstök í fasi og framkomu og fór ót- roðnar slóðir í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Útlit hennar vakti alla tíð mikla at- hygli hvert sem hún kom. Frida hafði óvenjulega mikinn hárvöxt í andliti og var með dágott yfirvaraskegg sem hún harðneitaði að fjarlægja og samvaxnar augabrúnir sem hún ýkti alltaf til muna þegar hún málaði sjálfsmyndir sínar. Lömunarveiki og afdrifaríkt slys Frida fæddist í úthverfi Mexíkó- borgar árið 1907. Foreldrar hennar bjuggu í óhamingjusömu hjóna- bandi en faðir hennar hafði í hasti gengið að eiga móður hennar eftir að hann missti fyrri konu sína af barnsförum. Frida glímdi alla ævi við mikla heilsubresti. Aðeins sex ára gömul fékk hún lömunarveiki sem setti varanlegt mark á líkama hennar en hægri fóturinn var alla tíð mun rýr- ari en sá vinstri. Stóra áfallið í lífi hennar skall svo á árið 1925 en þá ók flutningabíll á strætisvagn sem Frida var farþegi í og slasaðist hún alvarlega. Áverkanir höfðu m.a. það í för með sér að Frida var ófær um að ganga með börn og var hún alla tíð síðan ákaflega upptekin af þeirri staðreynd og tjá mörg verkin hennar þá óhamingju sem barnleysið hafði í för með sér. Holdið er torvelt að temja Árið 1929 gekk Frida að eiga risa- vaxna listamanninn Diego Rivera en hann var þá orðinn 42 ára en Frida aðeins rétt skriðin yfir tvítugsald- urinn. Þau voru oft kölluð „fíllinn og dúfan“ sökum hins mikla stærð- armunar en Diego var stórskorinn með afbrigðum. Diego var mikill kvennamaður og átti erfitt með að sýna Fridu þá trú og tryggð sem hjónabönd krefjast og gekk því á ýmsu i þeirra hjónabandi. Þótt samband þeirra hafi alla tíð verið mjög stormasamt þá eru flestir þeir sem rannsakað hafa ævi Fridu sammála um það að þau hafi verið ákaflega ástfangin og fundið í hvort öðru ýmsa eignleika sem þeim gekk illa að finna annars staðar. Frida og Diego skildu árið 1939 en gengu aftur í hjónaband ári síðar. Frida hneigðist einnig til kvenna og átti í nokkrum ástarsamböndum við konur í gegnum tíðina, ein þeirra sem hún átti vingott við var þeldökka stjarnan Josephine Baker. Frida reyndi aldrei að fela þessar kenndir sfnar fyrir eig- inmanninum og umbar hann þessi sambönd hennar með herkjum þó afbrýðisemin gerði oft og tíðum vart við sig. Hann hafði þó ekki efni á því að agnúast út í fjörugt ástarlíf Fridu þar sem hann sjálfur var iðinn við að gista önnur rúm en sitt eigið. Diego var m.a. í tygjum við systur Fridu, Cristinu, og var það Fridu ákaflega þungbært að komst að því Byltingin og börnin hennar Frida var ákaflega heillandi kona - greind, hugsandi og falleg á sinn sérstæða hátt. Hún drakk flesta fuflvaxna karlmenn undir borðið þegar sá gállinn var á henni, hafði gaman af að segja gamansögur í góðra vina hópi og söng gjarnan bylt- ingarsöngva hásri röddu meðan hún sveiflaði litríku pilsinu í kringum sig. Frida var forfallinn kvikmynda- áhugakona og meðan hún dvaldi um hríð í Bandaríkjunum með manni sínum sat hún tímunum saman stjörf í kvikmyndasölum og sá m.a. King Kong og Tarzan-myndirnar ótal sinnum. Frida varð snemma veik fyrir hug- myndafræði kommúnismans og var byltingarleiðtoginn Trotsky góður vinur hennar.og segja sögur að þau hafi átt f stuttu ástarsambandi. Frida var iðin við að mála sjálfsmyndir og ýkti hún þá gjarnan augabrúnirnar til mikilla muna. Mexíkó í hávegum höfð Af þeim 143 verkum sem Frida mál- aði eru 55 sjálfsmyndir. Verkin ná að heilla flesta sem berja þau augum en það er erfitt að festa nákvæmlega hönd á hvað það er sem nær til svo margra. Flest verkin eru ákaflega litrík og endurspegla atvik úr lífi hennar sjálfrar. Ekki síst er þar að finna allan sársaukann sem Frida upplifði á sinni stuttu ævi. Mynd- irnar standa styrkum fótum í mexí- kóskri menningu en heimalandið var Fridu alla tíð ákaflega kært. Sá fyrsti sem sýndi myndum hennar einhvern áhuga og keypti af henni verk var kvikmyndastjarnan Edward G. Robinson, en hann heim- sótti hana árið 1938 og keypti af henni fjórar myndir á 200$ hverja. Frida naut ekki mikillar velgengni í list sinni meðan hún lifði en það hefur heldur betur orðið breyting þar á . Verk hennar eru ákaflega eft- irsótt til sýninga um allan heim og þau fáu sem ganga kaupum og sölum seljast dýrum dómum. Lífshlaupið var harmrænt en gat af sér ómetanlega myndlist. Ævi listakonunnar mögnuðu Fridu Kahlo er enn eitt dæmi um það að sitt er hvað gæfa eða gjörvileiki. Frida lenti I alvariegu strætisvagnaslysi árið 1925 sem setti mark sitt á hana æ slðan. Mynd/lmSmart Ji-Youn Han orgelleikari leikur á tvenn- um tónleikum í Hailgrímskirkju

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.