blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 23
blaöiö LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2006
MATURI 23
/7 MATRl
Ragga Omars
Gratínerað brokkólí
Kona sendi mér tölvupóst um daginn og spurði hvort ég væri
með einhverja sniðuga hugmynd að því hvernig hægt væri að
gera eitthvað sniðugt við brokkólí. Henni finnst brokkólí svo
gott en engum öðrum á heimilinu. Hún vildi því prófa eitt-
hvað annað en bara að sjóða það. Ég hef reyndar oft heyrt
að margir borði ekki brokkólí og margt annað ferskt græn-
meti. Reyndar var ég ekkert skárri sjálfur þegar ég var að
byrja að læra kokkinn fyrir nokkrum árum, sennilega
vegna þess að það var bara grænmeti í dósum heima hjá
mér í æsku og maður kunni ekkert að meta þetta. Ekki
það að úrvalið hafi verið svo mikið þá en það var ein-
göngu gulrætur, blómkál og brokkólí notað með aðal-
réttum þar sem ég var að læra kokkinn. Síðan var bara
kiwi notaður í eftirréttina, alveg meiriháttar! 1 dag er
þetta svolítið annað og úrvalið af grænmeti er orðið al-
veg ótrúlegt. Mér finnst að fólk eigi að leika sér meira
með þessar tegundir sem eru í boði, eins og ferskan
aspas, steinseljurót, sellerírót og alla þessa sveppi svo
eitthvað sé nefnt. En aftur að brokkólíinu, það er nú
eitt og annað sem hægt er að gera við það. Til dæmis
má krydda það með hvítlauksolíu og ferskum söxuðum
kryddjurtum eða velta því upp úr smá sojasósu og engifer.
Önnur skemmtileg aðferð er að þynna dijonsinnep með
smá vatni og blanda saman við soðið brokkólíið og saxa
ferskt estragon út á, þetta er agalega gott. Síðan er hægt að
gratínera brokkólíið og það er einmitt uppskriftin sem ég læt
fylgja með í dag. í uppskriftinni nota ég hvítlauksost en það er
hægt að nota hvaða ost sem er.
ostur
Ijuffengur kostur!
Fyrir fjóra
Ca. 400 g brokkólí (magnið fer eftir þvi hve hrifið fólk af brokkólíi)
1 msk sýrður rjómi
Idl mjólk
'h stk hvítlauksostur (rifmn)
1 msk parmesanostur (fínt rifinn)
1 tskdijonsinnep
Sjóðið brokkóliið í 2 mínútur í soðnu vatni (segir sig kannski sjálft), þerrið
það og kryddið með salti og pipar. Setjið brokkólíið í eldfast mót, blandið
öllu öðru saman í potti eða í örbylgjuofni þangað til allt er blandað vel
saman. Hellið blöndunni yfir brokkólfið og bakið inni í 220 g heitum ofni eða
undir grilli þangað til ostasósan fer að gullinbrúnast. Þetta er gott með öllum
mat fiski, kjöti eða grænmeti.
Kveðja Raggi
Ferskt sushi við Reykjavíkurhöfn
Vinsældir sushi hafa borist eins
og eldur í sinu um hciminn og
fsland hefur ekki farið varhluta af
því. Nýverið opnaði Sushismiðjan
lítinn og sjarmerandi stað við
Reykjavíkurhöfn. Á staðnum er
hægt að panta og taka einstaklega
bragðgott sushi með heim.
Stefanía Ingvarsdóttir
rekur Sushismiðjuna
ásamt eiginmanni j
sinum og
f ö ð u r .
H ú n
smakk-
a ð i
s u s h i
fyrst í New
York árið 1997
og kolféll fyrir því. „Mér
fannst það geðveikislega
gott. Við stofnuðum fyrirtækið
í febrúar 2003 enda erum við mikið
áhugafólk um sushi. Við byrjuðum
í samstarfi við aðila í Finnlandi en
þangað sendum við frosið sushi. Við-
skiptin þróuðust svo út í það að við
vorum eingöngu með ferskt sushi á
innanlandsmarkaði.
Betra með hverjum bita
Samkvæmt Stefaníu hafa vin-
sældir sushi vaxið ört á Vestur-
löndum síðustu ár og það sér ekki
fyrir endann á því ennþá. „Yfirleitt
er það þannig að ef fólk smakkar
sushi þá finnst þeim það betra og
betra með hverjum bita, segir Stef-
anía og hlær. „Mér hefur
fund- ist sem
fólki
finnist hug-
myndin um sushi
skrýtin en um leið
og það smakkar sushi þá
er það undrandi á hve gott það er.
Enda hafa viðtökurnar verið rosa
fínar og við erum æðislega ánægð.
Fólki finnst þetta spennandi og það
skemmir ekki fyrir að vera niðri
á bryggju. Það er alltaf skemmti-
leg stemning á bryggjunni og við
erum með barborð og barstóla þar
sem fólk getur tyllt sér og horft út á
sjóinn."
Hollt og létt í maga
Stefanía talar um að laxinn og tún-
fiskurinn séu vinsælustu réttirnar í
Sushismiðjunni en rúllurnar séu líka
vinsælar. „Sushi saman-
stendur af nokkrum
mismunandi
bragðteg-
undum og
það er allt
ferskt. Fisk-
*v , ■ urinn verður
að vera fyrsta
flokks og glænýr,
grænmetið verður að
vera ferskt og þar fram
eftir götunum. Þetta er vit-
anlega mjög mikil ferskvara.
Eins er sushi hollt og létt í
maga,“ segir Stefanía og bætir við að
í Sushismiðjunni selja þau ekki ein-
ungis sushi heldur einnig fiskisúpur,
kaldar japanskar núðlur og fleira.
,Við erum alltaf að þróa okkur áfram
og bæta fleiri tegundum við.“
Sushi
Sushi er hefðbundinn japanskur rétt-
ur sem á sér yfir 1300 ára langa sögu.
Öldum saman var sushi notað sem varð-
veisluaðferð þegar ekki var um margt að
velja við varðveislu matvæla. Sushi leik-
ur ekki aðeins við bragðlaukana, heldur
er það einnig mjög hollt. Það er saman-
sett úr nokkrum mismunandi hráefnum
sem hvert um sig aðstoðar líkamann við
mismunandi daglegar þarfir.