blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 36

blaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 36
36 I DAGSKRÁ LAUGARÐAGUR 15. JÚLÍ 2006 blaAÍA Trúðu þínum eigin augum og eyrum þegar einhver kemur til þín og talarfrá hjartanu. Það geta einfald- lega ekki allir veriö sammála og sumir eru skritnari enaðrir. Naut (20. apríl-20. maí) Utanaðkomandi áhrif eru ekkert sérstaklega æski- leg fyrir þig i dag, þau gætu komiö i veg fyrir að þinn innri vilji kæmi fram. Þú skalt hlusta á þinar innri þarfir, þær eiga að koma fyrst. ©Tvíburar (21.maí-21.júní) PAD VAR FYRIR ÁTTA ÁRUM... T? é " Fjölmiðlar Kolbrún Bergþórsdóttir Ég hef gaman af fréttum af gömlum atburðum. Samt skildi ég ekki alveg fréttina á Stöð 2 á dögunum þar sem sagt var frá því að blaðakona Frétta- blaðsins hefði lent í bílslysi fyrir áttta árum og hryggbrotnað. Mér finnst að sú frétt hafi komið átta árum of seint. Kannski má segja að frétt RÚV, sem var í tíufréttum síð- astliðið fimmtudagskvöld, hafi líka komið of seint, þótt ekki sé við þá fréttastofu að sakast. Þar var skýrt frá því að Scotland Yard væri búin að finna Jack the Ripper eftir rúm- lega hundrað ára leit. Hann mun hafa verið pólskur innflytjandi. Ég beið spennt eftir nánari útskýringu en hún kom ekki. I mínum huga er þetta skúbbfrétt. Sama kvöld var þess getið i erlendum spjallþætti á einni sjónvarpsstöðinni að bréfasafn Einsteins hefði leitt í ljós að hann átti tíu ástkonur þegar hann var í seinna hjónabandi sínu - samt ekki samtím- is, held ég. Ég verð að segja eins og er að mér finnst töluvert mikið koma til þessa afreka hans og hefði viljað fá meira að heyra. kolbrun@bladid.net Allt fðlk er bæði gott og vont en takmarkið er að reyna að halda þessu vonda í algjöru lágmarki og vera eins góð(ur) og mögulegt er. Ef þú ert góð(ur) við aðra verða aðrir góðir við þig. ©Krabbi (22. júnf-22. júlf) ðvænt auka tóm í stundatbflunni þinni gefur þér ráðrúm til þess að sinna sjálfum eða sjálfri þér bet- ur. Notfærðu þér það og farðu til dæmis i heitt baö og hresstu þig við. ®Ljón (23. júlí- 22. ágúst) Hættu þessari óþarfa eyðslu, þú þarft að minnka þetta neyslufyllerí sem þú ert á og fara að hugsa eins og hagsýn húsmóðir. Ef þú gerir það ekki gætir þú ient (vanda. Meyja (23. ágúst-22. september) Það gætu orðið einhver átök um það sem öðrum finnst gott og um það sem þér finnst gott eða vel gert Skoðaðu málin gaumgæfilega og ekki horfa fram hjá neinu. Vog (23. september-23.október) Veittu hlutunum í kringum þig athygli. Ekki horfa fram hjá þvi ef þeir eru i óreiðu en ef það er allt i röð og reglu skaltu njóta þess. Horfðu með björtum augum til komandi vikna, þær verða þér ánægjulegar. Sporðdreki (24. oktober-21. núvember) Helgaðu daginn aðgerðum og fylltu hann af verkefn- um. Reyndu að áorka sem mestu sem fyrst því að þú átt líklega eftirað verða bensínlaus á leiðinni en það sleppur alveg ef þú ert dugleg(ur) fyrripart dags. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) Ef að þú leggur þig alla(n) fram átt þú ekki eftir að vera I vandræðum með útkomuna og þú getur horft stolt(ur) yfir dagsverkið. Þú skalt gæta þess að ekkert verði óklárað I kvöld. Steingeit (22. desember-19. janúar) Hættu að hugsa „allt eða ekkert". Það er sjaldnast besta lausnin. Dagurinn þinn mun einkennast af málamiðlunum og það er þarf ekkert að vera slæmtfyrirþig. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Þúert með forgangsröðina þina rétta í dag. Treystu þinni innri sannfæringu og horfðu til þess að þú veist best hvað þér er fyrir bestu. ©Fiskar (19.febrúar-20.mars) Gamlir og Ijótir ávanar munu banka á dyrnar þínar i dag og þú þarft að venja þig af þeim. Þú héist aö þú værir búin(n) að losa þig við þetta en það þýðir ekki að sópa vandamálunum undir mottuna því þá feralltíklessu. LAUGARDAGUR ■tOð. SJÓNVARPIÐ 08.00 Morgunstundin okkar 10.25 Latibær 10.50 Kastljós 11.20 Fótboltaæði (6:6) (FIFA Fever 100 Celebration) 11.50 Formúla 1 13.15 fslandsmótið í vélhjólaakstri (1:4) e. 13.45 Gullmót í frjálsum íþróttum 16.35 (þróttakvöld 16.50 Opna breska 17-50 Táknmálsfréttir 18.00 Hope og Faith (57:73) (Hope & Faithlll) 18.25 Búksorgir (1:6) (Body Hits) e. 18.54 Lottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.40 Kvöldstund með Jools Holland (1:6) (Later with Jools Holland) 20.45 Vinnukonan (Cotton Mary) 22.45 Gattaca 00.30 Tveir dagar í dalnum (2 Days in theValley) 02.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok n l SIRKUSTV 18.30 Fréttir NFS 19.00 Friends (12:17) (e) (The One With Phoebe's Wedding) 19-30 Friends (13:17) (e) (The One Where Joey Speaks French) 20.00 Þrándur bloggar (5:5) (e) 20.30 Sirkus RVK(e) 21.00 Clubhouse (11:11) (e) 21.45 Falcon Beach (6:27) (e) 22.30 Supernatural (22:22) (e) 23.15 X-Files (e) (Ráðgátur) Sirkus sýnir X-files frá byrjun! Einhverjir mest spennandi þættir sem gerðir hafa verið eru komnir aftur í sjónvarpið. Mulder og Scully rannsaka dularfull mál. 00.00 THENAMEOFTHEROSE(e) STÖÐ2 07.00 Engie Benjy (Véla-Villi) 07.10 Ruff's Patch 07.20 Andy Pandy 07.25 Barney 07.50 Töfravagninn 08.15 Kærleiksbirnirnir (28:60) (e) 08.30 Gordon the Garden Gnome 09.00 Animaniacs (Villingarnir) 09.20 Leðurblökumaðurinn (Batman) 09.40 Kalli kanína og félagar 10.05 Titeuf 10.30 Scooby Doo 2: Monsters Unleas- hed (Scooby Doo 2: Ófreskjan) 12.00 Hádegisfréttir 12.25 The Bold And The Beautiful 14.10 Idol - Stjörnuleit 15.35 Monk (5:16) (Mr. Monk Gets Drunk) 16.20 TheApprentice(i:i4) 17.10 Örlagadagurinn (5:12) 17.45 Martha 18.30 Fréttir, íþróttir og veður 19.00 íþróttir og veður 19.05 Lottó 19.10 My Hero (Hetjan mín) 19.40 Oliver Beene (12:14) 20.05 Það var lagið 21.15 House ofSandand Fog 23.15 The Bread, My Sweet (Brauðstrit og brúðkaupsvonir) 01.00 Johnny English 02.25 Benny and Joon (Benny og Joon) 04.00 Terminator 3: Rise of the Machi- nes (Tortímandinn 3) Hasarmynd af allra bestu gerð. Enn er reynt að ryðja John Connor úr vegi og fram undan er barátta upp á líf og dauða. Aðalhlutverk: Arnold Schwarze- negger, Nick Stahl, Claire Danes. Leikstjóri: Jonathan Mostow. 2003. Stranglega bönnuð börnum. 05.45 Fréttir Stöðvar 2 06.30 Tónlistarmyndbönd frá Popp TÍVÍ © SKJÁR EINN SkjárEinn 12.00 Dr.Phil(e) 14-15 South Beach (e) 15.00 Point Pleasant (e) 15.50 One Tree Hill (e) 16.45 Rock Star. Supernova (e) 19.00 Beverly Hills 90210 19.45 Melrose Place 20.30 Kelsey Grammer Sketch Show - lokaþáttur Bráðfyndinn sketsa- þáttur þar sem Kelsey Grammer fer á kostum. Grammer skemmti áhorf- endum í tvo áratugi f Staupasteini og síðar Frasier. 21.00 RunoftheHouse 21.30 The Contender - Rematch 23.30 The Bachelorette III (e) 00.20 Law & Order. Criminal Intent (e) 01.05 Wanted (e) 01.50 Beverly Hills 90210 (e) 02.35 Melrose Place (e) 03.20 Tvöfaldur Jay Leno (e) ^^SÝN 12.00 HM 2006 (Brasilía - Króatía) 13.40 4 4 2 Sýn endursýnir nú hina marg- rómuðu442. 14.40 Kraftasport (Suðurlandströllið 2006) 15.10 US PGA í nærmynd 15.40 World Poker (Heimsbikarinn í pó- ker) 17.10 KB banka mótaröðin í golfi 200 (Carlsberg mótið) 18.10 Sterkasti maður í heimi 1982 19.10 Kóngur um stund (1.16) 19.40 Maradona - heimildamynd 20.40 Box - J. Calzaghe vs. J. Lacy 21.45 Box J- Oscar De la Hoya vs. Ri- cardo Mayor 23.30 Box - Ricky Hatton - Luis Call 01.00 Box-Shane Mosley vs. Fernando Vargas r r 1 »/> NFS 10.00 Fréttir 10.10 Óþekkt 11.00 Fréttavikan 12.00 Hádegisfréttir 12.00 Fréttir 12.25 Skaftahlíð 13.00 Dæmalaus veröld - með Óla Tynes 13.10 Óþekkt 14.00 Fréttir 14.10 Fréttavikan 15.10 Skaftahlíð 15-45 Hádegisviðtalið 16.00 Fréttir 16.10 Vikuskammturinn 17.10 Óþekkt 18.00 Veðurfréttir og íþróttir 18.00 Fréttayfirlit 18.30 Kvöldfréttir 19.10 Fréttavikan 20.10 Kompás (e) 21.00 Skaftahlíð 21.35 Vikuskammturinn 22.30 Kvöldfréttir 23.10 Síðdegisdagskrá endurtekin í h F4EEISTÖÐ 2 ■Bíó 06.00 There's Something About Mary (Það er eitthvað við Mary) 08.00 Kangaroo Jack (Kengúran Jack) 10.00 Interstate 60 (Þjóðvegur 60) 12.00 Adventures Of Priscilla, Queen Ofthe Desert(e) 14.00 Kangaroo Jack (Kengúran Jack) 16.00 Interstate 60 (Þjóðvegur 60) 18.00 Adventures Of Priscilla, Queen Ofthe Desert(e) 20.00 There's Something About Mary) 22.00 Broken Arrow (e) (Brotin ör) 00.00 2 Fast 2 Furious 02.00 TheGood Girl (Góða stelpan) 04.00 Broken Arrow (e) (Brotin ör) RAS1 92,4 / 93,5 • RAS 2 90,1 / 99,9 • Kiss FM 89.5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarp saga 103,3 • Talstöðin 90,9 Brot úr dagskrá Rásar 2: Sniglabandið, alltaf i beinni Sniglabandið spilar í beinni útsend- ingu á Rás 2 alla sunnudaga í sumar og viðtökurnar hafa verið mjög góð- ar að sögn Pálma Sigurhjartarsonar. „Allar linur hafa verið rauðglóandi í þáttunum og viðbrögðin hafa almennt verið góð. Maigir hafa hringt, sent skilaboð eða tölvupósta til að lýsa ánægju sinni með þætt- ina og fólk er duglegt að koma með athugasemdir," segir Pálmi. Hann segir ennfremur að aldur þeirra sem hringdu inn vera dreifðan og það hafi komið honum skemmti- lega á óvart hve margir krakkar eða unglingar hafi haft samband. Það sé sérlega ánægjulegt vegna þess að sérstakar, og í raun sérhannaðar útvarpsstöðvar, séu til fyrir þenn- an aldursflokk en greinilegt er að krakkarnir láta ekki mata sig. Ann- ars segir hann það augljóslega leggj- ast vel í landsmenn að enda helgarn- ar með Sniglabandinu. Pálmi segir þá vera hinu bestu ferðafélaga, þótt hann segi sjálfur frá, og vonar bara að fólk keyri varlega þegar mestu hláturgusurnar ríða yfir. Þegar Pálmi er spurður um skemmtilegar uppákomur í þátt- unum vefst honum örlítið tunga um tönn og segir það vera erfitt að ákveða eitthvað eitt atriði. Það sem honum þykir kannski hvað vænst um gerðist á árunum 1993 og 1994. Þá hringdi ungur strákur frá Dal- vík í hvern einasta þátt, stundum oftar en einu sinni, og var mjög vilj- ugur að syngja með. „Það var bara eitthvað að ef hann hringdi ekki í hverjum þætti,“ segir Pálmi og skellir upp úr. Þessi ungi drengur er einn af efnilegustu söngvurum ís- lands í dag, enginn annar en Friðrik Ómar. Annað eftirminnilegt atvik segir Pálmi vera þegar þeir spiluðu á nýársnótt árið 1994. Þá mættu þeir rétt eftir miðnætti og héldu part- íum landsmanna gangandi fram til klukkan þrjú um nóttina. Hann segir viðbrögðin þá nótt hafa verið frábær og segir þetta alveg vera í anda Rásar 2 að halda gott partí á nýársnótt. Pálma finnst það skemmtilegasta við þættina að allt er óundirbúið og það sem gerist, gerist bara og það getur allt gerst. Honum finnst fólkið sem hringir vera jákvætt, skemmti- legt og yfirleitt í miklu stuði. í sumar hafa meðlimir hljómsveit- arinnar tekið inn fasta liði í þættina og nefnast þeir „Hljóðfæri dagsins“ og „Rispan mín“. „1 liðnum Hljóð- færi dagsins erum við að rifja upp löngu gleymd hljóðfæri eins og t.d. loðflautu, þvaglútu og tvöfaldan bassa. í Rispunni minni biðjum við hlustendur um að rifja upp með okk- ur hvar eftirminnilegasta rispan var á uppáhalds vínyl plötunni. Þetta er eitthvað sem margir kannast við og oft kemur eitthvað skrautlegt og skemmtilegt upp úr krafsinu.“ Næstkomandi sunnudag, íó.júlí, spilar Sniglabandið á Akureyri á skemmtistaðnum Rocco og að sjálf- sögðu í beinni útsendingu. Opið verður fyrir gesti og gangandi og hvetur Pálmi alla sem eiga leið hjá að koma og kíkja á þá. „Þetta er ekki síður sjónrænn útvarpsþáttur, það gerist oft eitthvað sem margir hefðu gaman af því að sjá,“ segir Pálmi að lokum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.