blaðið - 10.11.2006, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006
blaöiA
INNLENT
Dólgur handtekinn
Lögreglan í Reykjavík handsamaði ungan mann
sem lét ófriðlega í austurbænum um miðjan
dag á miðvikudaginn. Sá hafði meðal annars í
hótunum við lögreglumennina. I fórum hans
fundust tveir hnífar sem voru haldlagðir.
HÁLFS ÁRS FANGELSI
Sló mann með bjórflösku
Hæstiréttur dæmdi karlmann í sex mánaða fangelsi í
gær fyrir að hafa slegið annan karlmann í andlitið með
bjórflösku á skemmtistaðnum Players. Við það brotnaði
flaskan og hlaut maðurinn meðal annars áverka á auga
í árásinni. Hluti dómsins er skilorðsbundinn.
HAFNARFJÖRÐUR
Rannsókn á lokastigi
Mál Franklíns Steiner er á lokastigi rannsóknar en hann var
handtekinn 14. september síðastliðinn. Þá var gerð húsleit á
heimili hans og hjá öðrum einstaklingi og þar lagt hald á fíkniefni.
Einnig fundust skotvopn ásamt meintu þýfi. Franklín var sleppt
eftir yfirheyrslur en eftir á að taka ákvörðun um málsókn.
Síbrotamaður ók undir áhrifum áfengis:
Dæmdur í fangelsi
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm
héraðsdóms þess efnis að karl-
maður skuli sæta sextíu daga fang-
elsi og sviptur ökurétti ævilangt
fyrir umferðarlagabrot með því að
hafa ekið bíl án ökuskírteinis og
undir áhrifum áfengis. Hann var
stöðvaður við ölvunaraksturinn í
desember síðastliðnum, en hann
hefur í fjölda tilfella verið sviptur
ökuleyfi til lengri eða skemmri
tíma.
Krafa hins ákærða um ómerk-
ingu héraðsdóms var reist á þvi að
héraðsdómur hafi átt að vera fjöl-
skipaður um meðferð opinberra
mála og að verulegir annmarkar
hafi verið á mati hans á sönnun-
argildi munnlegs framburðar og
öðrum sönnunargögnum.
.alltaf opiö!
Opnunartimi:
Virka daga 16 - 22
Um helgar 12-22
Hækkaðu þig
upp um einn
PfiPINOS
Reykjavíkurvegi 62
Hafnarfirði
Núpalind 1
Kópavogi
Hverafold 1 -5
Grafarvogi
Við eigum næsta leik
Reykvíkingar - munið prófkjör Samfylkingarinnar
Veljum vel á S-listann!
Mörður Arnason
4,- 6. sæti a listanum
www.morclur.is
Opiö öllum stuöningsrnönnum kosiö d morgun i Próttarheimilinu, LauqarcJal.Jd 1
Einföld markmið Vinstri grænir
taka stökk i fylgi og mælast vel
yfir kjörfylgi. Formaður flokksins
segir hann ekki vera bótu og
stefnir á að gera hann að þridja
stærsta flokki landsins.
Mynd/BrynjarCmi
Vinstri gr
Stefnála'aðlvc
stærsti flóKKu
Síðustu kosningar vonbrigði
Skýr valkostur með öfluga talsmenn
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Þetta er fín niðurstaða fyrir Vinstri
græna og þeir komu líka vel út úr síð-
ustu sveitarstjórnarkosningum. Ct
frá þessu tvennu má gera ráð fyrir að
þeir bæti nokkuð við sig fylgi í næstu
kosningum," segir Baldur Þórhalls-
son, prófessor í stjórnmálafræði við
Háskóla Islands.
I nýjasta þjóðarpúlsi Capacents
taka Vinstri grænir stórt stökk og
mælast verulega yfir kjörfylgi sínu
frá síðustu kosningum. Flokkur-
inn bætir við sig ellefu prósent- <
ustigum á landsvísu.
Steingrímur }. Sigfús-
son, formaður Vinstri
grænna, er ánægður með
mælinguna og segir niður-
stöður síðustu kosninga von-
brigði. Hann segir fylgisgrunn
flokksins traustari en þar birtist.
„Mælingar flokksins hafa verið mjög
stöðugar og virka trúverðugar," segir
Steingrímur. „Fyrir síðustu kosn-
ingar duttum við í örlitla lægð og
náðum okkur seint upp úr henni.“
Ofmetin staða
Aðspurður segir Baldur að staða
Vinstri grænna hafi mælst töluvert
sterkari í könnunum fyrir síðustu
kosningar heldur en skilaði sér á end-
Mælingar
flokksins hafa
veríð mjög stöð-
ugar og virka
trúverðugar.
Stelngrímur J. Sigfússon
FormaðurVinstri grænna
anum. Úrslitin hafi því verið ákveðin
vonbrigði og hann veltir fyrir sér
hvort fylgið nú sé svipuð bóla og
fyrir síðustu kosningar. „Fylgi flokks-
ins var verulega ofmetið síðast og þá
fékk hann ekkert sérstak-
lega góða útkomu," segir
Baldur. „Kostur flokksins
er hins vegar sá að hann
hefur mjög skýra afstöðu
í flestum málum. Jafn-
framt hefur hann mjög öfl-
uga talsmenn og kjósendur
velkjast ekkert í vafa um hvað
þeir standa fyrir.“
Steingrímur segir holt undir
þeirri kenningu að flokkurinn sé
bóluflokkur og að sú kenning ríg-
haldi í síðustu alþingiskosningar.
.Útkoma okkar í sveitarstjórnarkosn-
ingunum er vísbending um að svo
sé ekki. Þar vorum við að fá það sem
kannanir mældu okkur,“ segir Stein-
grímur. „Flokkurinn er stofnaður
með þann tilgang að vera skýr val-
kostur til vinstri og við teljum okkur
vera trú þeirri grunnhugsun."
Mælast hærra
Ágúst Ólafur Ágústsson
Varaformaður Samfylkingarinnar
Það er í eðli flokka
sem eru yst á kant-
inum að mælast
hærra en þeir fá
í kosningum. Það
hefur gerst áöur hjá
Vinstri grænum og
virðist ætla að gerast
núna. Nýjasta útspil
Frjálslynda flokksins viröist ætla að taka
dálítið frá Vinstri grænum enda hafa þeir
byggt meir á þjóðrembu hingað til en
aðrir flokkar.
Fengið meðbyr
Guðjón A. Kristjánsson
Formaður Frjálslynda flokksins
Fyrir síðustu kosningar
mældust Vinstri grænir
töluvert yfir kjörfylgi.
Hvort það gerist í
næstu kosningum skal
ég ekki segja. Miöað
viö þessar tölur er Ijóst
að þeir bæta vel við
sig fylgi. Mikil umræða
um virkjanir og náttúrumál undanfarið
hefur hjálpað þeim. Málstaður flokksins í
umhverfismálum hefur fengið töluverðan
meðbyr.
Haffa ekkl traust
HjálmarÁrnason
Þingflokksformaður Framsóknar
Eins og yfirleitt er
staða Vinstri grænna
góð í könnunum. Þeg-
ar nær dregur alvör-
unni, hinni eiginlegu
skoðanakönnun sem
kosningarnar eru, þá
virðast kjósendur
ekki treysta þeim til
að fara með fjármál ríkisins. Mér sýnist
sú þróun hafin og farið að síga undan.
Frekar skýr stefna
Guðlaugur Þór Þórðarson
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Vinstri grænir mega eiga
að þeir eru fastir á sín-
um hugmyndafræðilega
grunni. Þeir hafa verið
töluvert leiðandi í stjórn-
arandstöðunni. Þeir eru
ekki eins viðkvæmir fyrir
tískusveiflum og hinn
vinstri flokkurinn. Af
þeim sökum er stefna Vinstri grænna skýr-
ari og það skilar þeim auknu fylgi.
Þurfa að halda
sinum megin-
baráttumálum í
umræðunni.
Baldur Þórhallsson
prófessorí
stjórnmálafræði
SAMANBURÐUR Á FYLGI:
Október 2006 Kosningar2003
■ Alls: 20% ■ Alls: 9%
■ NV: 18% ■ NV: 11%
■ NA: 21% ■ NA: 14%
■ S: 16% ■ S: 5%
■ SV: 17% ■ SV: 6%
■ RS: 21% ■ RS: 9%
■ RN: 23% ■ RN: 10%
Stærsta mál samtímans
Baldurbendiráaðumhverfismálin
hafi verið mjög áberandi á árinu og
þar standi flokkurinn sterkur vegna
einarðrar afstöðu sinnar. „Þetta þarf
hins vegar ekki að þýða að umhverf-
ismálin verði eitt af meginkosninga-
málunum. Fyrir síðustu kosningar
datt botninn úr umræðunni um um-
hverfismálin," segir Baldur. „Forysta
flokksins þarf að gæta þess að halda
sínum meginbaráttumálum í umræð-
unni því það skiptir sköpum.“
Steingrímur er sammála því að um-
hverfismálin hafi fallið í skuggann
fyrir síðustu kosningar og segir um-
ræðunni þá hafa verið spillt. Hann er
þeirrar skoðunar að umhverfismálin
séu eitt stærsta mál samtímans. „ And-
rúmsloftið í umhverfismálum er allt
annað nú. í síðustu kosningum var
þeim snúið upp í neikvæða umræðu,"
segir Steingrímur. „Þá sameinuðust
allir í því að berja á okkur.“
Hefur ekki áhyggjur af
Samfylkingunni
Aðspurður segir Baldur Vinstri
græna hingað til hafa getað leyft
sér að vera einir lengst til vinstri
en nú virðist Samfylkingin halla
sér meira til vinstri. Hann spáir
því að mikið muni mæða á flokks-
forystunni í komandi baráttu. Stein-
grimur er þeirrar skoðunar að á
meðan Samfylkingin halli sér til
vinstri í sumum málaflokkum halli
hún sér lengra til hægri í öðrum.
Hann hefur þvi ekki áhyggjur af því
að Samfylkingin taki af flokknum
fylgi og er sannfærður um gott gengi
í komandi kosningum. „Okkar
markmið er að halda okkur í góðu
tveggja stafa fylgi, ná mönnum inn
í öllum kjördæmum og fella ríkis-
stjórnina. Við viljum gera Vinstri
græna að þriðja stærsta stjórnmála-
flokki landsins," segir Steingrímur.
„Meira þarf ég ekki til þess að vera
ánægður eftir kosningar."