blaðið - 10.11.2006, Síða 12

blaðið - 10.11.2006, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 blaðið UTAN UR HEIMI AFGANISTAN Daprir yfir afsögn Rumsfeld Ráðamenn í Afganistan segjast daprir yfir afsögn Don- alds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, en afar þakklátir fyrir stuðning hans við afgönsku þjóð- ina. Bandaríkjaforsetí segir að stefnan breytist ekki þó nýr maðurtaki við emþættinu. UMillHllff? Látin kona vinnur kosningar Mary Steichen sigraði í kjöri til sýslufulltrúa í litlum bæ í Suður-Dakóta á þriöjudag. Steichen bauð sig fram á sínum tíma en lést úr krabbameini í sept- ember. Þrátt fyrir þá staðreynd ákváðu kjósendur að styðja hana til góðra verka í embætti. Sýnagóga opnuð í Miinchen Samkomu- og bænahús gyðinga hefur verið opnað í Múnchen sextíu og átta árum eftir að Adolf Hitler fyr- irskipaði að það sem stóð fyrir skyldi rifið. Samkomu- húsið er í miðborg Munchen og er opnun þess sögð til marks um blómlegt samfélag gyðinga á síðari tímum " ii _ Skattrannsóknarstjóri: Fjórir sóttu um embættið Fjórar umsóknir bárust fjár- málaráðuneytinu um embætti skattrannsóknarstjóra sem var laust til umsóknar. Bryndís Krist- jánsdóttir, forstöðumaður lög- fræðisviðs skattrannsókarstjóra- embættisins, Gísli H. Sverrisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri flutningadeildar varnarliðsins, Guðrún Björg Bragadóttir skatt- stjóri og Guðrún Jenný Jónsdótt- ir, deildarstjóri úrskurðardeildar réttarsviðs ríkisskattstjóra, sóttu um. Fjármálaráðherra skipar í stöðuna til fimm ára frá ára- mótum. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri lætur af stöfum um áramót og mun taka við embætti ríkisskattstjóra. Enn er ekki búið að selja afurðirnar af langreyðunum sem veiddust: Reynt að liðka fyrir sölu ■ íslensk stjórnvöld ræöa við Japana ■ Bjartsýnn á aö kjötið seljist ■ Reglugerðir flækjast fyrir Óformlegar viðræður standa nú yfir milli íslenskra og japanskra stjórnvalda til að reyna að liðka fyrir sölu hvalkjöts til Japans. Ásta Einarsdóttir, lögfræðingur hjá sjávarútvegsráðuneytinu, segir ekki um söluviðræður að ræða heldur snúi þær fyrst og fremst að samræmingu reglugerða. „Þetta eru óformlegar viðræður varðandi fyrirkomulag verslunar með hval- kjöt og hvernig við eigum að aðlaga okkur að eftirlitskerfi Japana." Það sem af er veiðiárinu hafa verið veiddar sjö langreyðar sem hafa skilað af sér um eitt hundrað tonnum af hvalkjöti. „Ekkert vesen að losna viðþetta“ Kristján Loftsson, útgerðarmaður Kristján segir mikið hafa breyst varðandi reglugerðir á þeim árum sem hafa liðið síðan Islendingar Kristján Loftsson útgerðar- maður segist fyrst og fremst horfa til markaða í Japan með sölu á kjötinu. „Þetta eru stórir hvalir og kjötið er of gróft til þess að það henti mörkuðum í Nor- egi og Færeyjum." I T»L stóðu síðast í hvalveiðum. Hann er þó bjartsýnn á að hægt verði að selja allt kjötið til Japans. „Það hefur aldrei verið neitt vesen að losna við þetta til Japans. Ætli þetta skýrist ekki betur eftir tvo Áá v til þrjá mánuði." J Hvalskurður í Hvalfirði nt i ák Um hundrað tonn af hval- y i kjöti biða nú sölu ■1 . HKiMBWX . Jógvan viö Keldu: Allir tali sænsku iH ké Allir Norðurlandabúar eiga að læra og tala sænsku í samskiptum sínum. Þetta sagði Jógvan við Keldu, fulltrúi Færeyinga á þingi Norður- landaráðs, í ræðu á þinginu fyrr í mánuðinum. „Sænskan er útbreiddasta Norður- landamálið og því er eðlilegast að allir Norðurlandabúar læri það. Ef við ætlum að standa af okkur yfir- gang ensku tungunnar verðum við að hrinda þessu í framkvæmd. Ef ekki, þá munum við Norðurlanda- búar tala ensku hverjir við aðra og þannig missum við sameiginleg nor- ræn einkenni okkar.“ Helmingurinn af ánægjunni KEF KHT3005 Fyrir vikið stækkar sæti bletturinn heima hjá þér (sweet spot) og hljómurinn dreifist um mun stærra svæði í rýminu. KEF hefur einkaleyfi á þessari tækni og kallar hana „Sit-any- where Uni-Q“ tækni. Hljómurinn verður jafnari (hljóðdreifmg, ekki hávaði) og upplifunin á bæði mynd og hljóði verður öll miklu betri. Fyrir utan háþróaða tækni hefur KEF lagt mikla áherslu á glæsilegt útlit, nútímalega og stflhreina hönnun sem fyrir marga er hinn helmingurinn af ánægjunni. Njóttu til fulls ánægjunnar af því að horfa á gott sjónvarp með KEF heimabíói. KEF hefur þróað þá einstöku tækni að staðsetja „tweeter" hátalarann í miðju bassa- hátalarans. Hljómurinn hefur því eina uppsprettu, í staðinn fyrir tvær; eins og í hefðbundnum hátölurum. WKEF. Bílar skemmdir: Spreyjaöir og beyglaðir Skemmdarverk voru unnin á tólf bílum við Iðavelli í Kefla- vík. Spreyjað var með svartri málningu á alla bílana og einnig var einn bíll með dældað bretti, líklega effir spark eða högg. Farið var inn i einn bílinn og rótað til í honum en engu var stolið. Talið er að skemmdarverkin hafi verið framin á tímabilinu frá klukkan 21 á þriðjudagskvöld til miðvikudagsmorguns. Lögregl- an í Reykjanesbæ segir að tjón vegna skemmdarverkanna hafi verið töluvert en ekki sé búið að meta hversu mikið það var. Unicef: Lofað 60 milljónum UNICEF á íslandi skrifaði í gær undir samstarfssamning við fimm af stærstu fyrirtækj- um landsins. Baugur Group, FL Group, Fons, Glitnir og Samskip skrifuðu undir samn- ing þess efnis að þau myndu styrkja samtökin um fjórar milljónir á ári, næstu þrjú árin. Þessi samningur skilar UNICEF 60 milljónum í heild- arstyrki. UNICEF er búið að starfa á tslandi í rúm tvö ár.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.