blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 37

blaðið - 10.11.2006, Blaðsíða 37
blaöiö FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 37 * jólalag. Okkur fannst mjög íyndið að taka amerískt bárujárnslag og gera jólatexta við það þannig að við tókum lagið Crazy, Crazy Night með Kiss og kölluðum það fóla-, jólasveinn," segir Guðmundur og bætir við að síðan hafi þeir sent frá sér nýtt jólalag á hverju ári og síðastliðin tvö ár einnig aðventulag. „Jólalög lifa mjög skammt, kannski tvær til þrjár vikur og svo er það búið. Með því að gefa út aðventu- lag fær maður kannski eina viku í viðbót.“ Auk jólalaga sendi sveitin frá sér stuðningslag fyrir íslenska landsliðið, hvatningarsöng til Vigdísar Finnboga- dóttur um að bjóða sig aftur fram til forseta, sumarlag og páskalag svo nokkuð sé nefnt. Guðmundur segir að i kjölfarið hafi menn verið orðnir áhugasamir um að gera heila plötu. „Þá duttum við niður á þessa hug- mynd að það væri í raun og veru gat á markaðnum fyrir kántrítónlist. Það lá beint við. Það var enginn að sinna henni og þetta er tónlist sem mjög margir hafa gaman af þó að fáir viður- kenni það,“ segir Guðmundur. Djókerar stela tónlistarverðlaunum Platan Pabbi þarf að vinna í nótt hlaut mjög góðar viðtökur en Guð- mundur segir að margir hafi ekki tekið þá alvarlega sem tónlistarmenn í ljósi fyrri afreka. „Við fengum samt þrjár tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir Pabbi þarf að vinna og fengum verðlaunin fyrir lag ársins. Þetta fór fyrir brjóstið á mörgum, að það væru einhverjir „djókerar" að stela verðlaun- unum af alvöru tónlistarmönnum. Við fengum þarna frábæra flytjendur með okkur og lögðum heilmikið í þetta. Tónlistin er náttúrlega misjöfn og misdjúp en við vorum alla vega mjög ánægðir með þessa plötu,“ segir Guðmundur. Síðastliðið sumar kom út önnur plata Baggalútsflokksins sem heitir Aparnir í Eden. Þar er hljómsveitin enn á kántríbuxunum en með dálitlu Havaí-ívafi. Kúvending á næstu plötu Guðmundur segir að hljómsveitin hafi þróast mikið á milli platnanna tveggja og hugsanlega muni þróunin verða allt önnur á þeirri næstu. „Við erum að ræða um hvað við gerum næst. Það eru ýmsar hug- myndir í gangi og það gæti þess vegna orðið alger u-beygja eða kúvending," segir Guðmundur sposkur. Margir landsfrægir tónlistarmenn hafa unnið með Baggalúti í gegnum tfðina og nægir þar að nefna gömlu brýnin Rúnar Júlíusson og Björgvin Halldórsson. Guðmundur segir að það hafi verið frábært að vinna með þessu fólki og fá að kynnast því. „Það hafa allir tekið þessu svo ro- salega vel og viljað vera með sem er náttúrlega dásamlegt. Ég vona að það sé viss gæðastimpill fyrir okkur. Eða gæðastimpill fyrir þá.“ Að sögn Guðmundar voru flytj- endur valdir með hliðsjón af lög- unum og þau hafi kallað á ákveðna karaktera. „Það lá til dæmis alveg beint við að Rúnar myndi syngja Pabbi þarf að vinna. Það var hreinlega samið með hann í huga. Það var sama sagan með Allt fyrir mig. Það kom enginn annar til greina en Björgvin. Okkur fannst það alveg steinliggja fyrir hann. KK söng líka lag sem okkur fannst kalla á hann. Það var sama sagan með Borg- ardætur,“ segir Guðmundur. Fóru yfír strikið á Rás tvö Baggalútsmenn sitja síður en svo auðum höndum fyrir þessi jól. Á dög- unum gáfu þeir út lagið Brostu til styrktar Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna (UNICEF), von er á safnplötu með hinum sívinsælu jóla- og að- ventulögum þeirra og síðast en ekki síst eru þeir sestir á nýjan leik fyrir framan hljóðnemann á Rás tvö þar sem þeir verða með vikulega þætti. Fyrir tveimur árum voru þeir með dagleg gríninnslög í dægurmálaút- varpi Rásarinnar en Guðmundur segir að nýi þátturinn sé á öðrum nótum. „Þetta eru eins konar fréttaskýr- ingar. Við tökum það sem er ofarlega á baugi í umræðunni og reynum að kafa aðeins dýpra,“ segir Guðmundur. Grínið verður f fyrirrúmi að vanda og segist Guðmundur litlar áhyggjur hafa af því að eitthvað kunni að fara fyrir brjóstið á yfirmönnum stöðvar- innar en eins og kunnugt er þurfti einn starfsmaður hennar nýverið að taka pokann sinn vegna óheppilegs gríns. „Við höfum farið yfir strikið á Rás tvö og fengum að heyra það þegar það gerðist. Það voru ákveðin velsæm- ismörk sem við fórum y fir. Skilst mér. Þetta var um miðjan dag þannig að það er kannski ekki skrýtið að ein- hverjum hafi verið misboðið. Okkur fannst það ekki á sínum tíma. Okkur Þó að stjórnmálamenn geti verið hörundsárir og taki gríni misvel seg- ist Guðmundur aldrei hafafengið neikvæð viðbrögð frá þeim. fannst það bara fyndið og skemmti- legt þannig að ég ætla alls ekki að vera að afsaka það.“ Gengur einhvern veginn upp Af umsvifum Baggalúts að dæma kynnu einhverjir að halda að þeir fé- lagar gerðu ekki annað en að sinna starfseminni. Svo er alls ekki enda vinna þeir allir fulla vinnu og sinna öðrum áhugamálum aukþess að vera fjölskyldumenn. Það liggur því bein- ast við að spyrja Guðmund hvernig þetta gangi allt upp. „Þetta hefst einhvern veginn. Við erum náttúrlega með frábæra sam- starfsmenn í tónlistinni. Guðmundur Kristinn í Geimsteini sem spilar með okkur í hljómsveitinni hefur verið aðalmaðurinn í þessu tónlistarbrölti og þetta væri náttúrlega ekki hægt ef hann væri ekki með okkur. Hann skipuleggur þetta allt saman og raðar upp verkefnum,“ segir Guðmundur og bætir við að sjálfur sé hann því miður ekki sérlega skipulagður. „Við erum líka búnir að þekkj- ast það lengi og vitum hvenær við þurfum að fara af stað til að ná að klára hlutina. Stundum mætum við til dæmis í stúdíó með enga texta og við klárum þá bara á staðnum. Stundum er tíminn of naumur en þetta reddast alltaf.“ Guðmundur óttast ekki að fólk fái nóg af Baggalúti þegar hann er orð- inn jafnáberandi og raun ber vitni. Ekki er heldur að sjá að komin séu þreytumerki í samstarfið „Þetta er bara svo rosalega skemmti- legt og meðan svo er heldur maður áfram og gerir eins mikið og maður getur,“ segir Guðmundur Pálsson að lokum. einar.jonsson@bladid.net HÚS OG HÍBÝLI HÖNNUNARBLAÐIÐ ER KOMIÐ ÚT! G HIBYLI LEIKFÖNG FYRIR LISTAVERKASAFNARA ísmm HURNUÐIR Honnun er í blóma á íslandi og með hverju arinu fjölgar þeim sem hafa nað fullkomnum tdkum á hinum ýmsu sviöum hennar. i blaöinu er litið á nokkra islenska hónnuöi úr mismunandi áttum sem allir eru á kafi i sínu fagi og lofa góöu i framtiðinni. Skreytiá§ameisáajT _áSelfossi"-' !188 Hvernig á að kaupa myndlist? ÉÉftJm L’ >w Einajr og Svala Björgvins Sveinn og Viöar Eggerl PRE.YMIRUM AÐBÚA FYL6IFISKAR í LOS ANGELES Í'FOSSVOGINUM -; m ' I / ÁrniJohnsen / MEÐ DÝR Á / ÖLLUMVEG'GJUM Sigurjón Sigurgeirsson elskar rauðvín og vindla. Hann býr í frábærri íbúð við Laugaveginn sem er eins og sérsniðin fyrir piparsveina með góðan smekk. 9 ístenskir hönnuðir ræða verk sín og gróskuna í íslenskri hönnun. Fagurkerinn Guðbjörg Anna Árnadóttir á einstaklega fallegt heimili á Selfossi. Hún rekur Tilefni.is ásamt systur sinni og er nú á fullu við jólaskreytingar útumallt land. Víða í heiminum bíður fólk í röðum eftir því að kaupa lítil hönnunarleikföng úr plasti sem eru framleidd í takmörkuðu upplagi og oft á himinháu verði. Leiðarvísir Húsa og híbýla fyrir leikmenn og lengra komna. Hvað ber að varast, hvert á að leita og hvernig á að velja? Rut Káradóttir innanhússarkitekt valdi Skildinganes 40 sem uppáhaldshúsið sitt. Hún segir það látlaust en fágað og sérlega vel staðsett. Hvaða blað ert þú að lesa? Kynntu þér frábær áskriftarkjör (s(ma 515 5555, á www.birtingur.is eða sendu okkur póst á askrift @birtingur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.