blaðið - 10.11.2006, Side 38

blaðið - 10.11.2006, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2006 blaðið Wasabi Wasabi er ómissandi með sushi. Hægt er að fá wasabi í duftformi og þá er auðvelt að blanda það eftir eigin smekk sem er gott fyrir þá sem vilja hafa það þurrara og sterkara. matur Ekki bara spari Sushi er ekki bara fínn matur í Japan þar sem hefðirnar er hafðar i hávegum. Sushi er í raun bara ein leið til að gera mat og þar tíðkast að gera sushi úr kjötbollum og öllu mögulegu og allt leyfilegt í þeim efnum. matur@bladid.net Allt leyfilegt í sushi Unnur Bergsveinsdóttir er mikil áhugakona um sushi og gerir sushi reglu- lega. Hún leyfir gjarnan hugmyndafluginu að ráða för og er óhrædd við að prófa sig áfram. „Ætli þetta hafi ekki byrjað á því að ég fékk sushi á veitingastað fyrir 4 árum og fannst það svo ótrúlega gott. Það er nú svolítið dýrt að fara alltaf út að borða til að fá sushi þann- ig að ég ákvað að ég þyrfti að læra að gera það sjálf, maður þarf að geta hámað það í sig,” segir Unnur um hvernig hún byrjaði að gera sushi. „Það er svo frábært við þessa matar- gerð að þegar maður er kominn upp á lagið með að gera það sjálfur þá er þetta mjög einfalt og skemmtilegt. Þetta er fallegur matur og gaman að bjóða fólki í mat. Best er að gera sushi klukkutíma áður en gestirn- ir koma þannig að fiskurinn þorni ekki og allt bragðist sem best. En það er hægt að gera rúllurnar með fyrirvara og undirbúa ýmislegt.” KJÖTBOLLU-SUSHI Unnur hefur lesið sér til og hún á dágott safn sushi-matreiðslubóka auk þess sem hún finnur upplýsing- ar um sushi á Netinu. „Það er skemmtilegast að prófa sig áfram og þegar maður er búinn að gera sushi nokkrum sinnum þá verður maður öruggari og djarfari í að prófa nýjar og spennandi sam- setningar. Eg reyni alltaf að gera eitthvað nýtt þegar ég bý til sushi og fer að búa til djarfar hugmyndir sem kitla bragðlaukana. Ég prófaði til dæmis um daginn að gera rúllur sem voru með laxi og mangóchutn- ey og ferskri basiliku og það var mjög gott.” Margir halda að sushi fylgi mikl- ar reglur og hefðir en Unnur segir að það sé alrangt og allt sé í raun- inni leyfilegt í sushi-gerð. Ég hef komist að því að sushi sem þekkist á Vesturlöndum er í raun mjög takmörkuð útgáfa af því sem sushi hefur upp á að bjóða. Japan- ar gera sushi úr soðnum jafnt sem hráum fiski og þar þekkist að setja kjötbollur í sushi og hvaðeina. Sushi í Japan er bara leið til að búa til mat. fullkomnunarAr- Attunni sinnt Unnur segir að fagurfræðin sé jafn mikilvæg og bragðið. „Þetta er góður matur fyrir þá sem eru með fullkomnunaráráttu og það er gott að finna henni farveg þarna, og í staðinn fyrir að þurfa að hafa alltaf fínt heima hjá sér geta þeir búið til sushi öðru hvoru.” Unnur segist yfirleitt búa til bæði rúllur og bita og notar þá lax og tún- fisk. „Mér finnst líka mjög gott að búa til rúllur með krabbasalati. Ég uppgötvaði um daginn að gera svo- kallað herskipasushi, en öll formin á sushi eiga sér nafn á japönsku með vísun í útlit sitt. Hersícipasushi er kúlur sem eru vafðar með þangi og fyllingunni mokað inn í en þang- ið heldur bitanum saman. Kúlurnar eru eins og lítil herskip sem sigla um á diskunum. Það er síðan mjög gott að setja laxahrogn á herskipin.” Það er mikið að gera hjá Unni þessa dagana en hún er að skrifa mastersritgerð um pönkið og vinn- ur auk þess að undirbúningi mið- stöðvar munnlegrar heimildar sem verður opnuð í janúar. Unnur segist þó alltaf hafa tíma til að búa til sus- hi þar sem um mikið áhugamál sé að ræða. „Nú bíð ég eftir að gera sus- hi þar sem ég er með svo skemmti- lega hugmynd að nýju sushi sem ég þarf að athuga hvort virki.” loa@bladid.net LANCÖME P A R I S Lyf&heilsa Við hlustum!

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.