blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006 blaAið SftMElNUDU ÞJÓÐIRNflR: frj) Klofningur á loftslagsráðstefnu UTAN ÚR HEIMI Klofningur er kominn upp meðal ríkja heims á lofts- lagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Keníu. Deilt er um hvernig beri að stýra jöfnunarsjóði sem á að styrkja þróunarlönd til aðgerða gegn losun gróðurhúsalofttegunda. GEORGÍA: Héraðsbúar vilja aðskilnað (búar Suður-Ossetíu samþykktu með yfirgnæf- andi meirihluta að lýsa yfir sjálfstæði frá Georgíu. Stjórnvöld í Georgíu segja kosningarnar vera marklausar og benda á að alþjóðasamfélagið viðurkenni ekki sjálfstæði héraðsins. ÚSBEKISTAN: Aframhaldandi þvinganir Ráðamenn Evrópusambandsins hafa komið sér saman um að beita stjórnvöld i Úsbekistan áframhaldandi þvingunaraðgerðum vegna morða öryggissveita landsins á óbreyttum borgurum í Andijan í fyrra. Rúmenar í gæsluvarðhaldi fyrir kortasvindl: Kortalesaramál til rannsóknar Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Búið er að hneppa tvo Rúm- ena í gæsluvarðhald fyrir að hafa komið falskri framhlið fyrir á hraðbanka í þeim tilgangi að stela upplýsingum af kortunum og nota þau. Framhliðin er sér- smíðuð og aðlöguð að íslenskum hraðbönkum sem krefst þónokk- urrar kunnáttu. Bankarnir sem höfðu framhlið- arnar voru annars vegar i Kópa- vogi og hinsvegar i Reykjavík. Ekki er ljóst hvort mennirnir hafi komist yfir einhverjar upplýsingar eða fé. Þjófnaðir af þessu tagi eru vel þekktir úti í heimi. Fyrstu fréttir af þeim bárust upp úr 1998 í Bandaríkjunum en í dag er talið að bankar í Bretlandi tapi fleiri hundruð milljónum vegna svika af þessu tagi. Vandinn er nýtilkom- inn á íslandi en samkvæmt Ómari Smára Ármannssyni, aðstoðaryf- irlögregluþjóni í Reykjavík, kemst fljótt upp um hraðbankasvik Fölsk framhlið Nær ógjörningur er að sjá hvort um falskan hrað- banka er að ræða eða ekki. vegna virks eftirlits bankanna. Fyrr á árinu reyndi erlendur maður að koma með lesara til landsins með Norrænu en hann var handtekinn við komuna til landsins. Málið er í rannsókn en ekki er vitað hvort búið er að gera við- skiptavinum bankanna viðvart. EFUNG STÍTTARFÉLAC Efling - stéttarfélag Félagsfundur veröur haldinn fimmtudaginn 16. nóvember kl. 18:00 í Kiwanishúsinu við Engjateig. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Niðurstöður Gallup könnunar 3. Önnur mál. Félagar: Mætum vel og stundvíslega. Stjórn Eflingar - stéttarfélags. w~ - f■ r? L. ■ - Æ’ ■i OK^illlNPw | 1 Löng bið eftir hjúkrunarrými: Eitt og hálft ár á sjúkrahúsi ■ Algjör neyðarlending ■ Færni ekki viðhaldið Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net ,Það er nýkominn vistmaður hingað til okkar sem hafði legið á sjúkrahúsi í eitt og hálft ár. Þetta er ekki einsdæmi. Það getur verið margra ára bið eftir hjúkrunarrými í Reykjavík fyrir sjúkling í mjög brýnni þörf. Þegar við opnuðum 2002 kom til okkar einstaklingur sem hafði dvalist í 20 ár á sjúkra- húsi,” segir Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri hjúkrunarheim- ilisins Sóltúns. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra kynnti á dögunum áætlun um byggingu 174 nýrra hjúkrunarrýma fyrir aldraða á árunum 2006 til 2010 sem munu dreifast á sjö sveitarfélög. Þegar hafði verið tilkynnt um bygg- ingu 200 rýma í Reykjavík. Aðstand- endafélög aldraðra segjaþetta engan veginn nóg. Anna Birna tekur undir þau orð. „Aldrei hafa heyrst svona kröftug mótmæli frá aðstandendum enda ætti enginn að liggja á sjúkrahúsi sem er í þörf fyrir hjúkrunarrými. Það þýðir að viðkomandi er ekki á réttu þjónustustigi,” bendir hún á og tekur um leið fram að það séu ekki sérlega mikil lífsgæði fólgin í langri sjúkrahúsvist. Slikt sé algjör neyðarlending. Af þeim 250 til 300 sem eru á biðlista eftir hjúkrun- arrými dvelja nú tæplega sextíu á sjúkrahúsi í Reykjavik vegna skorts á öðrum úrræðum, flestir á öldrun- ardeildum en tíu á bráðadeildum. Sex hafa verið lengur en eitt ár á sjúkrahúsi. „Þar er sjúklingurinn kannski fluttur á milli deilda og síðan milli húsa spítalans. Yfirleitt er hann á fjöl- býlisstofum með mismunandi stofu- félögum. Þetta er ekki fólki bjóðandi,” leggur Anna Birna áherslu á. „Þjónustan á sjúkrahúsi er öðru- vísi en á hjúkrunarheimili. Það er ekki búist við sérstakri lækningu á hjúkrunarheimili en því meira sem gert er til að viðhalda færni sjúk- lingsins þótt lítil sé, þeim mun be- tra er það fyrir sjálfsvirðingu og lífs- gæði einstaklingsins. Ef hann getur á hann kost á að taka þátt í leikfimi, tómstundaiðju og fara í gönguferðir. Félagslega þættinum er nánast ekki til að dreifa inni á spítalanum.” Að sögn Önnu Birnu var mestur kostnaður á sólarhring 14 til 18 þús- und krónur í Sóltúni í fyrra fyrir hvern vistmann. Samkvæmt upp- lýsingum frá Landspítala - háskóla- sjúkrahúsivarsólarhringskostnaður á hjúkrunardeildum með lægsta viðbúnaðarstigi 21 þúsund til 31 þús- und krónur á sólarhring í fyrra. Vinsældir Árna Johnsen drógu Árna Mathiesen niður: Hörð samkeppni nafnanna Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur _________ingibjorg@bladid.net Árni Johnsen, fyrrverandi þing- maður, veitti Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra hörkusamkeppni í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suð- urkjördæmi um síðastliðna helgi. Árni M. Mathiesen fékk 2.659 atkvæði í fyrsta sæti en Árni Johnsen 1.877 í fyrsta sæti af 5.461 gildu atkvæði. Þrír þing- menn lentu talsvert neðar en þeir vonuðust til. „Mér sýnist sem lesa megi út úr þessu að sjálfstæðismenn á Suðurlandi hafi ekki verið mjög hrifnir af sínum þingmönnum. Þeim hefur ekki fundist þeir nógu virkir,” segir Einar Mar Þórðarson, stjórnmála- fræðingur og verkefnastjóri hjá Fé- lagsvísindastofnun um úrslitin. „Það sést að þessi stóri hluti sem kýs Árna Johnsen á annað borð kýs hann i fyrsta sæti. Þetta kemur kannski einhverjum á óvart en hann hefur greinilega verið vin- sæll. Það eru greinilega ein- hverjir ósáttir við að Árni M. Mat- hiesen sé fluttur inn í þetta kjör- y dæmi úr öðru * kjördæmi. Það er örugglega það Einhverjir ósáttir Fékk það sem hann bað Greinilega vinsa Árni M. Mathiesen um Ágúst Ólafur Agústsson i Árni Johnsen sem skemmir fyrir honum auk mik- illa vinsælda Árna Johnsen.” Kjartan Ólafsson þingmaður lenti í þriðja sæti en þingmennirnir Drífa Hjartardóttir, Guðjón Hjörleifsson og Gunnar Örn Örlygsson lentu í sjötta, sjöunda og tíunda sæti. ^ ''
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.