blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006 blaöiö Höskuldur tekur við Höskuldur H. Ólafsson hefur verið ráðinn forstjóri VISA (slands - Greiðslumiðlunar. Höskuldur tekur við af Halldóri Guðbjarnasyni sem hefur starfað hjá fyrirtækinu undanfarin sjö ár og lét af störfum í síðustu viku. Höskuldur hefur um árabil starfað hjá Eimskip, síðast sem aðstoðarforstjóri. Brottkast eykst Brottkast þorsks hefur verið 2.594 tonn á síðasta ári, eða 1,27 prósent af lönduðum afla, samkvæmt mælingum Hafrannsóknastofnunar. Það er talsvert meira en síðustu þrjú ár. Brottkast ýsu var 4.871 tonn, eða 5,24 þrósent af lönduðum afla. Góð sala á mjólkurafurðum Góð sala var á mjólkurafurðum í október og nam aukn- ingin, miðað við sama mánuð í fyrra, 9,8 prósentum á svo- nefndum prótíngrunni en 13,9 prósentum á fitugrunni, að sögn Landssambands kúabænda. Samdráttur hefur hins vegar verið í skyri, tólf prósent og jógúrt, sjö prósent. Veður: Sendibíll valt Mbl.is Sendibíll valt á Vesturlands- vegi við bæinn Fiskilæk skömmu fyrir klukkan tíu í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi var ökumaður einn í bílnum og slapp hann með minni- háttar áverka. Bíllinn er mikið skemmdur, en mjög hvasst var í veðri og mikil hálka. ,---- r í camet ^ \W W\n scnve JlVUIl REALITY WEAR Gabor www.xena.is x€na SPÖNGINNI S: 587 0740 MJÓDDINNI S: 557 1291 GLÆSIBÆ S: 553 7060 BORGARNESI S: 437 1240 Jóhannes í yfirheyrslu Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað Jóhannes i Bónus til yfirheyrslu vegna brota á skattatögum. Hann furðar sig á því að málið sé til rann- sóknar á tveimur stöðum. Jóhannes í Bónus kallaður til yfirheyrslu hjá ríkislögreglustjóra: Óhæfir menn ■ Málið til rannsóknar á tveimur stöðum ■ Enginn fær sérmeðferð Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Ég tjáði að sjálfsögðu sakleysi mitt enda búið að henda út sömu sakar- giftum fyrir dómstólum. Ég sætti mig ekki við að forsjá þessa máls sé aftur komin í hendur óhæfra manna sem engan veginn eru starfi sínu vaxnir,“ segir Jóhannes Jónsson verslunarmaður sem í gær var boðaður til yfirheyrslu hjá ríkislögreglustjóra vegna brota á skattalögum. Málið er einnig til rannsóknar hjá yfirskattanefnd og Jóhannes furðar sig á því að málið sé til rannsóknar á tveimur stöðum í einu i sama réttarkerfinu. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra, stýrir rannsókninni og ábyrgðar- maður hennar er Haraldur Johann- essen ríkislögreglustjóri. Á að vera hjá okkur Jón vildi lítið tjá sig um mál sem eru til rannsóknar. Hann vísar áskökunum Jóhannesar alfarið á bug og skilur ekki hver hefði átt að rannsaka málið ef ekki starfsmenn ríkislögreglustjóra. „Þegar grunur um brot liggur fyrir er eðlilegt að embætti ríkislögreglustjóra rann- saki máli. Áttu kannski björgun- arsveitirnar að fara ofan í málið?“ segir Jón. „Þau mál sem eru til skoð- unar hjá okkur eiga að vera til skoð- unar hjá okkur, meira hef ég ekki um það að segja.“ Algjör niðurlæging Aðspurður er Jóhannes undrandi yfir því að til yfirheyrslunnar sé boðað þar sem yfirskattanefnd sé enn að rannsaka málið. Hann telur eðlilegt að bíða þeirrar niðurstöðu. „Það eru sömu menn sem standa bak við þessar yfirheyrslur nú og stóðu að baki málarekstrinum fyrir dómstólum. Þeir voru með stórar yfirlýsinga: um glæpamennsku minnar fjölskyldu og eru nú komnir aftur af stað,“ segir Jóhannes. „Ætli þessar aðgerðir nú séu ekki einhver vonlaus tilraun til upphafningar þessara manna því að niðurlægingin var náttúrlega algjör þegar málinu var visað frá.“ Erum að rannsaka refsimál Jón bendir á að yfirskattanefnd rannsaki ekki brot á skattalögum heldur sé þar að einsúrskurðað um skatta- greiðslur. Hjá nefndinni fáist aðeins skattalegar niðurstöður. „Nefndin tekur aðeins á því hversu mikið á að borga í skatt, ef menn eru ekki ánægðir með niðurstöður ríkisskatt- stjóra. Þetta hefur hins vegar ekkert með refsimál að gera,“ segir Jón og vildi lítið tjá sig um orð Jóhannesar um óhæfi forsvarsmanna rannsókn- arinnar. „Ef einhver brýtur af sér á þessu sviði þá lendir hann hjá okkur til rannsóknar. Menn geta ekkert valið Jón eða Gunnu til að stýra rannsókninni og hér fær eng- inn sérmeð- ferð, hvort sem hann er snauður eða ríkur oghvort sem hann afgreiðir kjöt- fars eða ekki. Svona er þetta bara,“ segir Jón. Jón H.B. Snorrason Ef einhver brýtur af sér á þessu sviði þá lend- ir hann hjá okkur ti/ rannsóknar. Samfylking: Ágúst getur vel við unað {prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík um helgina var harðast barist um fjórða sætið sem Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður hlaut. „Ég held að almennt verði menn að túlka þessa kosningu fyrir hann sem ágæta. Hann er náttúr- lega að berjast um fjórða sætið við sjö aðra og hann tryggir sér það sæti sem hann biður um,” bendir Einar Mar Þórðarson, stjórnmála- fræðingur og verkefnastjóri hjá Fé- lagsvísindastofnun, á. „Það voru leiðinlegar umræður í kringum varaformannskjörið og Ágúst hefur sýnt að flokksmenn eru ánægðir með hann,” segir Einar Mar. Hann telur að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, geti einnig vel við unað en hún hlaut 70 prósent gildra atkvæða í fyrsta sæti. „Ég held að það breyti svo sem engu um hennar stöðu þótt hún hefði sjálfsagt viljað fá betri kosningu. Kannski eru einhver sárindi eftir frá því í formannskjörinu.” Bílainnflutningur: Tuttugu þús- und innfluttir Á árinu 2005 voru skráðir 20.875 nýir bílar, en það sem af er árinu hafa verið nýskráðir 18.472 bílar. Bílainnflutningur hefur vaxið jafnt og þétt frá árinu 2002 og var árið 2005 metár þar sem samtals 26.000 bílar voru fluttir inn. Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, segir að innflutningurinn hafi dregist miklu minna saman en menn bjuggust við. „Samdrátt- urinn hjá umboðunum er frekar lítill en þetta er mjög áberandi hjá þessum svokallaða gráa markaði,“ segir Özur og á þá við einkainnflutning. Hreint ehf. var stofnaö áriö 1983 og er eitt elsta og stærsta ræstingarfyrirtaeki landsins. Er HREINT hjá þínu fyrirtæki Hreint býður upp á ókeypis ráðgjöf Hneint Auðbrekku 8, 200 Kópavogi, sími 554 6088, hreint@hreint.is, www.hreint
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.