blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006 blaðið ALLT Á EINUM STAÐ 32 I BÍLAR • VETRARDEKK • HEILSÁRSDEKK • OLÍS SMURSTÖÐ • BÓN OG ÞVOHUR • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • BREMSUKLOSSAR • PÚSTÞJÓNUSTA SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 *í' ELLUR.um ,.i piwum grænum Víð bjóðum heildarlausnir j í snjókeðjum Vlðgerðlr Breytlrtgar ÞJónusta Súðavogi 6 104 Reykjavfk Sími S77 6400 -i PUSTÞJOIMUSTA Smiöjuvegur 50, Kóp., sími: 564 0950 Setjum jpÚStkerfl i allar geróir bila Ef við eigum það ekki til þá bara búum við það til! 1564 0950 Ólafur Guðmundsson er alþjóðlegur dómari Dæmir Grand Touring í Dubai Ólafur Guðmundsson sem hefur getið sér gott orð sem dómari í Formúlu í kappakstrinum er á leið- inni til Dubai til að dæma úrslita- mótið í Grand Touring-mótaröð- inni sem fram fer 16.-18. nóvember. Á mótinu er keppt í bæði GTi og GT2 flokkum og fer keppnin fram á Dubai Auto Drom kappakst- ursbrautinni. Brautin í Dubai er hönnuð af Clive Bowen og hefur hann einnig hannað brautina sem er verið að reisa við Reykjanesbæ. Margir þekktir bílaframleið- endur eiga bíla sem keppa í Grand Touring-mótaröðinni og sem dæmi má nefna Ferrari, Aston Martin, Porsche og Lamborghini. Bílarnir sem keppa eru mikið breyttir en þeim er skipt í flokka eftir því hversu mikið þeir eru breyttir. Þeir bílar sem eru í GT2 flokknum eru minna breyttir og eru áþekkir þeim bílum sem fólk kaupir af um- boðum en bílarnir sem keppa i GTi eru mikið til handsmíðaðir bílar en hafa þó útlit venjulegra bíla. Ól- afur segir að margir fyrrverandi Formúlu 1 ökumenn noti þá í móta- röðinni og nefnir þá til sögunnar menn eins og Karl Wendlinger og Mika Salo. Aðspurður játar Ólafur því að hann hafi lítið fylgst með fram- gangi mótaraðarinnar. „Égpæli ekk- ert í hver er að vinna þetta, ég fer bara og dæmi þetta.“ Það er í mörg Ólafur við störf á Monza Flakkar heimshorna á milli og dæmir aksturskeppnir. horn að líta þegar dæma skal mót á borð við þetta. „Við erum tveir sem erum skipaðir af FIA og síðan einn sem er skipaður af mótshöldurum. Við erum þrír sem sitjum upp í stjórnturni og tökum á öllum vafa- atriðum sem koma þarna upp. Við fylgjumst með því að bílarnir séu í lagi, að þeir hleypi öðrum fram úr, keyri ekki hver utan í annan, keyri ekki of hratt í pittinum eða að menn séu með ólöglegan búnað.“ Ólafur segir að þetta sé nokkurn veginn sams konar dómgæsla og hann sinnir í Formúlunni nema að reglurnar og bílarnir séu aðeins öðruvísi, grunnurinn sé sá sami. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ólafur dæmir í Grand Touring því hann hefur áður dæmt kappakstur á Nurburgring í Þýskalandi, Brno í Tékklandi og á Silverstone. Af hverju að velja nagladekk þegar ioftbóludekk veita þér sama öryggi? ...og eru mun hljóðlátari mýkri og auka þannig á akstursánægju umhverfisvænni og slíta malbikinu mun minna með styttri hemlunarvegalengd ZJniDDESTOflE LOF-FBQLmEM!l Loftbóludekkin eru /dan/eg í öllum stœrðum, fyrir allar qerðir bila 03 fóst á dekkjaverkstœðum um land allt. Multicell gúmmíefnið varvísindalega þróað af Bridegstone, einum virtasta hjólbarðaframleiðanda heims. Multicell myndar undirþrýsting við veginn, dekkið sýgur sig að vegyfirborðinu og framkallar þannig framúrskarandi gott grip. Betragrip___ Lágmúli 9, 108 Reykjavík Þeir sem einu sinni hafa reynt loftbóludekkin vilja ekkert annað. Sími: 5 333 999 Sérhæfing í vélaviðgerðum Vélaverkstæðið Kistufell að Tangarhöfða 13 hefur verið starf- rækt samfellt í 54 ár og hefur fyrir- tækið sérhæft sig í vélaviðgerðum og vélavarahlutum fyrir flestar gerðir bíla. Fyrirtækið er með öfl- ugan lager þar sem fáanleg eru til dæmis hedd fyrir flestar gerðir evrópskra og amerískra bíla. Þeir bjóða einnig upp á hraðpöntunar- þjónustu frá bæði Ameríku og Evr- ópu þannig að ef varahluturinn er ekki til hjá verkstæðinu, þá er hægt að panta hann á fljótan og ör- uggan máta. Hvað varahlutina varðar er fyrir- tækið með varahluti frá mörgum þekktum framleiðendum. Til dæmis Kistufell með stimpla frá Mahle sem er stærsta stimpla- merki í heiminum og er talið að 70 prósent allra bílvéla í heiminum séu með Mahle-stimpla. Þeir eru líka með hedd frá AMC sem eru fyrir flestar gerðir dísilvéla. Guð- mundur Ingi Skúlason, einn af eigendum vélaverkstæðisins, segir líka að FAI-merkið sem þeir eru að selja sé einstaklega gott en þar bjóða þeir upp á pakkningar, ventla, vatnsdælur og tímareimasett. Verkstæðið og starfsmenn eru sérhæfðir í vélaviðgerðum og eru þeir vel tækjum búnir til að vera í takt við kröfur nútímans. Þó má alltaf gera betur og hafa þeir unnið að því að endurnýja tækjabúnað til að vera enn betur í stakk búnir til að glíma við hverslags verkefni. Þeir til dæmis renna sveifarása, bora blokkir, þrýstiprófa hedd, renna ventla og ventilsæti. Fyrirtækið er alltaf að leitast við að stækka við sig og bjóða upp á betri þjónustu og eru þeir núna farnir að bjóða upp á túrbínuvið- gerðir og vinna þeir nú hörðum höndum við að setja upp forláta bekk sem gerir þeim kleift að jafn- vægisstilla túrbínur. Til gamans má geta þess í tengslum við mikla reynslu fyr- irtækisins að einn starfsmaður Kistufells, Leifur Eiríksson, hefur unnið hjá fyrirtækinu frá upphafi og hefur því 54 ára reynslu í véla- viðgerðum. Hann er nú 78 ára gam- all og vinnur sem aldrei fyrr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.