blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 29

blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 29
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006 BÍLAR I 29 Draumabíllinn Land Cruiser sem minnir á geimskip „Draumabíllinn er án efa splunku- nýr Toyota Land Cruiser íoo á 38” dekkjum með öllu draslinu sem tilheyrir - öllum mögulegum köst- urum, öllum mögulegum græjum, DVD, talstöðvum og bara nefndu það,“ segir Þröstur Gestsson, dag- skrárstjóri Kiss FM, betur þekktur undir nafninu Þröstur 3000, að- spurður um þann bíl sem hann vildi helst eignast. „Þegar þú kemur inn í bílinn þá heldurðu að þú sért að koma inn í geimskip, það er bara ekki flóknara. Reyndar kostar hann eflaust um 10-12 milljónir en ef maður verður ríkur á útvarpsbrans- anum fer maður út í svona kaup. f rauninni er þetta ekki spurning hvort, heldur hvenær.“ Bensíneyðslan seinni tíma vandamál Þröstur segist bjartsýnn á þennan stóra draum sinn en hann stendur fast við þá trú sína að peningarnir fari að streyma inn og geri honum kleift að fjárfesta í bílnum. „Ég hef góða tilfinningu fyrir því að fjárstreymið fari að beinast að mér. Ég er búinn að vera ungur drengur svo lengi, svo að ég hlýt að vera á uppleið í lífinu núna,“ segir Þröstur, sem mælir eindregið með útvarpsbransanum þegar kemur að tekjum. „Það eru svo svimandi há laun í þessum bransa að maður bara veit ekki hvort maður er að koma eða fara! Ættu allir að leggja þetta fyrir sig,“ segir hann og hlær. Aðspurður um bíladellu segist Þröstur veikur fyrir flottum bílum og tekur fram að hann eigi bíla sjaldnast lengur en í tvo mánuði. Hann viðurkennir þó að bílaáhuga- mennskan geti kostað ófáan skild- inginn. „Ég er algjör dellukarl. Síð- ustu þrjú árin hef ég átt bílana mína í kannski tvo mánuði áður en ég fæ leiða á þeim. Auðvitað er þetta dýrt sport, en það er nú bara þannig að ef þig langar í bil þá bara kaupirðu hann. Svo bara vinnurðu meira fyrir vikið. Bensíneyðsla og fleira er bara seinni tíma vandamál. Ef ég er spurður hvað bíllinn eyðir miklu, þá svara ég „bensíni“ og ekki orð um það meir.“ Fljótur á fæðingardeildina Blaðamaður innir eftir upplýs- ingum um afstöðu Þrastar þegar kemur að mikilvægustu þáttum bíl- anna. Þó svo að margt renni stoðum undir að hann leggi mest upp úr út- litinu viðurkennir hann að gæði og notkunargildi hafi auðvitað sitt að segja. „Jú, notkunargildið skiptir að sjálf- sögðu máli. Einu sinni átti ég Por- sche Carrera 2 sportbíl, einn þann flottasta sem ég hef séð eða nokk- urn tímann átt. En hann var mjög lít- ill og kannski ekki sá hagkvæmasti þegar kemur að þægindum. Ég man til dæmis eftir einu atviki þegar ég sótti konuna mína á fæðingardeild- ina og setti barnabílstólinn aftur í. Þegar konan mín var komin með andlitið klesst upp við framrúðuna áttaði ég mig á því að Porche væri kannski ekki alveg málið. En ég var hinsvegar fljótur upp á fæðingar- deild, það verður að segjast!” Að síðustu rifjar útvarpsmaður- inn upp gamla tíma, þegar hann átti 12 manna bíl af gerðinni Ford Econo- line. „Þetta var rosalegur bíll, svona 7,3 powerstroke og algjör eðalkerra. Það var nú bara þannig að Svali var að plötusnúðast á neðri hæðinni og Þröstur á þeirri efri. Á þessum bíl var límdur miði sem á stóð: „Sá sem á mest dót þegar hann deyr - hann vinnur.” Þetta er svo auðvitað orðið mottóið mitt.“ • ' ; ■. ■ : ■ "• ■; ' ■' "■■'■ ■■■' 'Cr ;■ AUGLJÓS KOSTUR VIÐ BÍLAKAUP Glitnir Fjármögnun býður fjölbreytta kosti við fjármögnun bíla og atvinnutækja, Eigð’ann Eignastu bílinn með hjálp Glitnis • Bílalán • Bílasamningur Leigð’ann Greiddu aðeins fyrir afnot af bílnum • Einkaleiga • Rekstrarleiga Hafðu samband í síma 440 4400 eða kynntu þér málið á www.glitnirfjarmognun.is GLITNIR FJÁRMÖGNUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.