blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006
blaðið
fólk
folk@bladid.net
HVAÐ FINNST ÞER?
Gerði Russell Crowe gæfumuninn?
„Nei, ég hugsa nú ekki en það var gaman að þessu. Þetta var bara
húmor og allur húmor er jákvæður. Annars held ég að fólkið sjálft
hafi gert gæfumuninn."
Arni fohnsen,fyrrum þingmaður
Árni hlaut um síðustu helgi góða kosningu í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Fyrir helgi birtist
auglýsing þar sem Hollywood-hetjan Russell Crowe lýsti
yfir stuðningi við Árna.
HEYRST HEFUR...
Dúkkur með persónueinkenni
Ellen Stefánsdóttir með nokkrum
af dúkkunum sem hún hefur búið
til í gegnum tíðina
Blam/Frlkkl
ASkjá einum er hægt að fylgj-
ast með „frægum“ íslend-
ingum koma sér í
form. Þátturinn
er að erlendri fyr-
irmynd en þáttur
um fræga Ástrala
í átaki var á dag-
skránni ekki alls
fyrir löngu. Reyndar voru Ástr-
alarnir ekki neitt frægir, alla
vega ekki á íslandi og ekki einu
sinni einn einasti nágranni
með í hópnum, þó að allir ættu
þátttakendurnir það sameig-
inlegt að vilja verða grannir.
Frægir í form er þáttur með
sama sniði og ástralska fyrir-
myndin og eins og sá ástralski
eru einstaklingarnir í átakinu
ekkert svo frægir ... og sumir
bara alls ekki
neitt frægir. Þeir
frægustu eru
Gaui litli, Árni
Johnsen og Þor-
grímur Þráins
en þar með eru
þeir frægu upp-
taldir. Þrátt fyrir
skort á frægum er
þátturinn ágætis
viðbót við raun-
veruleikaþátta-
flóruna sem vex
eins og villtur arfi á dagskrám
sjónvarpsstöðvanna.
*
Arni Johnsen er ekki bara
í góðu líkamlegu formi
heldur er hann, eftir prófkjör
helgarinnar, greinilega í góðu
pólitísku formi líka. Hvort það
er hneyksli eða dramasaga
sem best á heima í bíómynd
um mann sem lætur ekkert
á sig fá og stendur uppi sem
sigurvegari eru spekúlantar
ekki sammála um. Ein sagan
er sú að þetta séu samantekin
ráð Vestmannaeyinga um að
kjósa manninn inn á þing
svo að hann eyði meiri tíma
uppi á landi en úti í eyju, en
gárungarnir telja að það muni
ekki skila árangri þar sem
bjálkavillan hans Árna í Eyjum
er með gríðarlegt aðdráttarafl.
Býr til dúkkur úr afgöngum
Ellen Stefánsdóttir hefur undan-
farin 20 ár búið til dúkkur úr ýmsu
sem fellur til á heimilinu. Dót sem
aðrir myndu kannski flokka sem
drasl og setja í tunnuna hefur Ellen
nýtt til að búa til skemmtilegar kerl-
ingar og reyndar einn og einn karl.
Þegar blaðamann ber að garði er
Ellen í óðaönn að undirbúa sýningu
fyrir kvennakvöld á vegum Kvenfé-
lags Bústaðakirkju. Dúkkur af öllum
stærðum og gerðum standa á stofu-
skápnum og í stólum og sófum eru
portrettmyndir af hverri og einni.
Allar hafa dúkkurnar ákveðin per-
sónueinkenni sem skín fram í útliti
þeirra þótt ólíkar séu.
Byrjaði sem tiltekt
„Það er nú ósköp hversdagslegt að
segja frá því hvernig ég byrjaði að
gera dúkkurnar. Ég ætlaði að taka til
og grynna aðeins á því sem ég hafði
sankað að mér af tuskum og dóti. Ég
hef alltafverið lítið fyrir að henda og
sankað að mér öllu mögulegu. Áður
en ég vissi af var ég búin að gæða
gömlu tuskurnar lífi með því að búa
til dúkkur úr dótinu og segja má að
þetta hafi bara komið mjög eðlilega,”
segir Ellen.
Barnabörn Ellenar hafa notið
góðs af dúkkuframleiðslunni en
einnig hefur hún gefið dúkkur á
leikskóla. „Börn hafa mjög gaman af
dúkkunum þar sem þau eru vön að
fá hluti sem eru tilbúnir upp í hend-
urnar og þeim finnst gaman að sjá
hluti sem þau þekkja úr daglegu lífi í
öðru hlutverki.”
Ellen býr einnig til dúkkuhúsgögn
úr mjólkurfernum sem hún prjónar
utan um og hún gerir líka púða og
smáhluti fyrir dúkkurnar. Hún hefur
gert ýmislegt annað úr gömlum
hlutum í gegnum tíðina, eitt sinn bjó
hún til garðhúsgögn úr gömlu grind-
verki og í blómapotti fyrir utan heim-
ili hennar er skemmtilegur skúlp-
túr sem hún hefur gert úr gömlum
töppum. Síðan gerir hún líka háls-
men úr fiskbeinum.
Ein er tilhöfð, önnur þreytt
Dúkkurnar eru fjölþjóðlegar í út-
liti og þær eru af öllum stærðum og
gerðum. Allar eiga þær samt sameig-
inlegt að hafa mjög sterk persónuein-
kenni sem skín fram í útliti þeirra. El-
len segist ekki hafa neinar ákveðnar
manneskjur í huga og persónuein-
kenni hverrar og einnar komi af
sjálfu sér þegar hún býr þær til.
„Dúkkurnar hafa engin nöfn en eru
í öllum mögulegum hlutverkum og
saga hverrar dúkku kemur ósjálfrátt.
Ein er til dæmis alltaf mjög tilhöfð
og heldur sér vel. Önnur hefur unnið
hörðum höndum allt sitt líf og er
orðin þreytt og kannski örlitið beisk
en ætlar að fara að hressa sig við og
fá sér nýjar tennur, önnur er harkan
uppmáluð og lætur ekki spila með
sig,” segir Ellen þegar hún kynnir
blaðamann fyrir dúkkunum á portr-
ettunum og það er greinlegt að henni
þykir vænt um kerlingarnar sem eru
komnar til af nýtni en gerðar af alúð
og sköpunarkrafti.
SU DOKU talnaþraut
Lausn síðustu gátu:
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum
frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða
lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan hvers níu
reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út
frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
1 6 9 3 7 5 2 4 8
8 2 7 6 1 4 5 3 9
3 4 5 8 2 9 6 7 1
4 3 8 7 6 2 1 9 5
9 7 6 1 5 8 3 2 4
5 1 2 4 9 3 7 8 6
6 9 4 2 3 1 8 5 7
7 5 3 9 8 6 4 1 2
2 8 1 5 4 7 9 6 3
Gáta dagsins:
6 2 8 1
8 4 1 7
5 7 9 8
6 8 3 4
8 9
2 5 9
2 1 5 9
9 6 5
7 4 2
eftir Jim Unger
12-29
O Jlm Unger/dist. by Unlted Medla, 2001
Þvílík heppni
Á förnum vegi
Hvaða bók
lastu síðast?
Ásbjörn Magnússson,
eldri borgari
Ég bara þori ekki að fara með
það hvaða bók það var.
Hjördís Harðardóttir, bóndi
Ég las bókina eftir Andra Snæ
Magnússon, Draumalandið, og
mérfannst hún góð.
Sofffa Ákadóttir,
hjúkrunarfræðingur
Ég hef lesið nokkrar, þar á með-
al Draumalandið og mér fannst
hún mjög fín.
Runólfur Jónsson,
búsettur í Svíþjóð
Biblíuna og mér fannst hún
leiðinleg.
Óskar Þór Kristjánsson,
sjómaður
Ætli það hafi ekki bara verið
Tinnabók, Svaðilför til Surtseyjar,
fyrir 30 árum síðan.