blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 33

blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 33
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006 BÍLAR I 33 Margir vilja nagla! Mikil umferð skapast oft fyrir utan hjólbarðaverkstæöi á haustin. Nagladekk eru dýr kostur Það kostar borgarbúa tæpar 200 milljónir á hverju vori að endur- nýja malbikið eftir slitið á nagla- dekkjum yfir veturinn á undan. Gróflega reiknað geta það því verið um 5.000 krónur sem hver bíll á nagladekkjum kostar borgarbúa. Það finnst kannski einhverjum lítið og öðrum mikið. Mér finnst það mikið því það er svo sannarlega hægt að nota 200 milljónir á ári í margt skemmtilegra en malbik. Það mætti efna til alþjóðlegrar stutt- myndasamkeppni, efla sjálfstæðu leikhúsin, greiða niður frístunda- og íþróttastarf og byggja upp stíga- kerfi borgarinnar svo hjólreiðar geti orðið raunverulegur valkostur í samgöngum alls staðar innan borgarinnar. / Ytri kostnaður Kostnaður borgarinnar af nagla- dekkjanotkun er dæmi um óbeinan kostnað sem fellur ekki á notand- ann heldur á samfélagið. Það er samt ekki eini óbeini kostnaðurinn sem hlýst af nagladekkjanotkun og ekki sá alvarlegasti. Svifryk er alvar- legur samfélagskostnaður og ógn við heilsu fólks. Malbiksagnir sem nagladekkin tæta upp úr malbikinu eru langstærsti einstaki þátturinn í svifryki borgarinnar eða um 50- 60 prósent þegar svifryk er mest. Á þessu ári hefur magn svifryks í andrúmslofti farið 24 sinnum yfir heilsuverndarmörk. f Svíþjóð hafa verið gerðar rann- sóknir á loftgæðum og áhrifum svifryks á heilsu fólks. Niðurstaða þeirra er að jafnvel lítið magn svif- ryks í andrúmslofti hafi áhrif á heils- una og að svifryksmengun fækkar lífdögum Stokkhólmsbúa meira en umferðarslys í borginni. Hröð þróun naglalausra dekkja f nýjasta blaði Ff B er ítarleg úttekt og samanburður á ónegldum vetrar- dekkjum. Úttektin byggir á niður- stöðum ítarlegra prófana óháðra aðila sem framkvæmdar eru víða í Norður-Evrópu á hverju ári. Þar er hægt að velja um fjölda afbragðs- góðra dekkja en hin svokölluðu loft- bóludekk sem margir þekkja eru í efsta sæti að mati þeirra sem fram- kvæmdu rannsóknirnar í ár. Betra grip, styttri hemlunarvegalengd og meiri stöðugleiki í beygjum eru dæmi um árlegar framfarir en þróun í hönnun naglalausra vetr- ardekkja hefur verið mjög hröð og bestu dekkin í dag eru umtalsvert betri en bestu dekkin fyrir 5 árum. íslendingar hafa engu að síður lengi haft trölla- trú á negldum dekkjum og taliðþau öruggari en ónegld dekk. Negldu dekkin yfirleitt óöruggari Því miður hefur þróunin ekki orðið mikil í negldu dekkjunum af þeirri einföldu ástæðu að þau eru mjög víða bönnuð og á flestum stöðum afar illa séð. fslendingar hafa engu að síður lengi haft trölla- trú á negldum dekkjum og talið þau öruggari en ónegld dekk. Þessi trú skýrist ef til vill af fortíðinni þegar ónegld dekk voru verri en í dag en staðreyndin er sú að um nokkurra ára bil hafa ónegld dekk verið öruggari við langflestar vetr- araðstæður. Einungis á sléttu og blautu glærasvelli hafa negld dekk betra grip en góð vetrardekk. Þetta eru aðstæður sem aðeins skapast örfáa daga og jafnvel bara klukku- stundir á hverjum vetri. Við allar aðrar aðstæður eru nagladekk verri, hemlunarvegalengd lengri og grip í beygjum verra. Það ætti því að vera auðvelt að velja á milli þess að vera með aukið öryggi flesta daga eða ör- fáa daga. Akstur utan þéttbýlis Sumir aka á nöglum allan vet- urinn af því að þeir þurfa af og til að fara út á land og telja líklegt að þeir geti lent í aðstæðum þar sem nagladekkin veita meira öryggi en góð vetrardekk. Erfitt er að fullyrða að svo geti ekki verið í einhverjum tilvikum en rétt að benda á að í langflestum vetraraðstæðum utan þéttbýlis veita góð vetrardekk betra grip en nagladekk. Reynsla FÍB sem hefur ekið ónegfdum þjónustubíl út um allt land við allar aðstæður er sú að aldrei hafi komið upp þær að- stæður að naglar hefðu dugað betur. Fyrir þá sem vilja vera vel búnir í ófærð býður FÍB upp á dekkja- sokka, eins konar keðjur úr næloni sem auðvelt er að setja á dekkin í ófærð. Þetta er skemmtileg nýjung og hlýtur að verða jólagjöfin í ár til þeirra sem vilja vera vel útbúnir í akstri utan þéttbýlisins. EftirDofra Hermannsson Sá rauði var flottastur Bifreiðaumboðið Askja stóð fyrir allsérstakri keppni um helgina en þá var keppt í þvi hver væri falleg- asti Mercedes-Benz-atvinnubílinn á Islandi. Keppnin var haldin í tilefni af því að umboðið hefur hlotið form- lega viðurkenningu sem fullgildur sölu- og þjónustuaðili Mercedes- Benz á Islandi. Keppt var í þremur þyngdarflokkum; 2.000 - 6.900, 7.000 - 15.900 og svo bílar þyngri en 16.000 kiló. Fimm manna dóm- nefnd skipuð starfsmönnum Öskju og fulltrúum Mercedes-Benz völdu svo fegurstu bílana og hljóta vinn- ingshafar að launum ferð til Þýska- lands til að skoða verksmiðjur bíla- framleiðandans ásamt þvi sem nýtt Mercedes-Benz-safn verður skoðað. Rauði bíllinn vann. Eigandi erJökulfell hf. www.vdo.is Gegn framvisun þessa miöa fæst umfelgun á fólksbíl á aöeins kr 3.999,- Hjá VDO Borgardekk ^orgardekk Borggrtún 36 s:588.g747 Hágæða vetrardekk ónegld og negld fyrir fólksbíla og jeppa. Mikið skorin með grófu munstri og nöglum sem henta vel í snjó og hálku. Otrulefft verð á vetrardekkjum 1 Hagkaupum Skeifunni l i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.