blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006
blaðið
ÞAU SÖGÐU
FRJÁLS FÖR VERKAFÓLKS í PÓLITÍK
Fólk flykkist í flokkinn og ég hef ekki undan
99 að senda málefnaskrá til nýrra féiaga.”
MARGRÉT SVERRISDÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI
FRJÁLSLYNDRA, I FRÉTTABLAÐINU I GÆR.
ÞARF AÐ HALDA UPP Á EITTHVAÐ FLEIRA?
í Mýrinni lifir ekkert eftir af íslenskum
99 hefðum utan einn sviðakjammi.”
BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR f
SAMA BLAÐI SNÚAST UM KVIKMYNDIR.
Bandaríkjastjórn skoðar meiri samvinnu:
Vill sátt um Íraksstríð
Súdan:
Vígamenn á
ferð í Darfúr
Um þrjátíu voru myrtir og
um fjörutíu særðir eftir að
hópur vígamanna á hestum og
kameldýrum gerði árás á þorp
í Darfúr-héraði í gær að sögn
friðargæsluliða Afríkubanda-
lagsins. Janjaweed, arabískir
vígamenn sem njóta stuðnings
stjórnvalda, eru grunaðir um
að bera ábyrgð á árásinni.
180 milljónir til Malaví:
Tvö hundruð
nýjar borholur
Þróunarsamvinnustofnun
Islands er að ráðast í mikið vatns-
og hreinlætisverkefni í Malaví og
er það unnið í samstarfi við þrjú
ráðuneyti í Malaví og héraðs-
stjórnir í suðurhluta landsins.
Verkefnið er til fjögurra ára
og hefst fyrir áramót og lýkur
í árslok 20io. Kostnaður ÞSSl
vegna verksins er áætlaður 180
milljónir króna. Meginmark-
miðið er að styðja við bakið á
stjórnvöldum í Malaví í viðleitni
þeirra til að ná þúsaldarmarkmið-
um Sameinuðu þjóðanna. Stefnt
er að því að bora hundrað nýjar
borholur, endurbæta fimmtíu
aðrar og tryggja verndun vatns-
bóla til að fækka dauðsföllum
í héraðinu sem rekja má til
heilsuspillandi drykkjarvatns.
■ Bush fundaöi meö þverpólitískri íraks-nefnd
■ Viöræður viö írana ekki útilokaðar
Eftir Örn Arnarson
orn@bladid.net
Ríkisstjórn George Bush Banda-
ríkjaforseta hefur gefið sterklega til
kynna að hún sé opin fyrir nýjum
hugmyndum varðandi lausnir á
ástandinu í írak. Hún hefur sýnt áður
óþekktan vilja til þess að mynda þver-
pólitíska sátt í málefnum Iraks.
Bush fundaði með þverpólitískri
rannsóknarnefnd um Irak í gær en
störf nefndarinnar eru leidd af James
Baker, fyrrum utanríkisráðherra. Fjöl-
miðlar hafa greint frá því að nefndar-
menn muni leggja til að stjórnvöld
slaki á harðlínustefnu sinni gagvart
Sýrlendingum og írönum gegn
því að þeir beiti áhrifum sínum til
þess að mynda stöðugleika í Irak og
blása nýju lífi friðarferlið fyrir botni
Miðjarðarhafs.
Josh Bolten, starfsmannastjóri
Hvíta hússins, sagði við fjölmiðla á
sunnudag að stjórn-
völd myndu ekki
útiloka neinar
1 a u s n i r
varðandi
ástandið
í írak.
T o n y
B 1 a i r,
forsætis-
ráðherra
Bretlands
og helsti
b a n d a -
maður Bush
í hinu hnatt-
stríði gegn hryðjuverkum, sagði í
ræðu í London í gærkvöldi að nauð-
synlegt væri að stjórnvöld í Damaskus
og Teheran beittu sér í Iraksmálum
en varaði þau við að grafa undan til-
raunum Bandaríkjamanna og Breta
til að koma böndum á ástandið.
Þrátt fyrir að rannsóknarnefnd
Bakers muni ekki skila niðurstöðum
strax er talið að hún geti myndað far-
veg sáttar milli repúblikana og demó-
krata um stefnu gagnvart Irak. Demó-
kratar vilja að byrjað verði fljótlega
að kalla bandaríska hermenn heim
frá írak en ekki er samstaða þeirra
á meðal hvernig eigi að standa að
framkvæmdinni.
Stefna George Bush hefur falist í því
að „halda kúrsinn” en repúblikanar
óttast að írak sökkvi endanlega í fen
borgara- og trúarbragðastriðs hverfi
bandarískir hermenn á brott áður en
ríkisstjórn landsins geti tryggt öryggi
þess. Baker hefur sagt í viðtölum að
nefndin muni leggja til stefnu sem
tekur mið af áherslum demókrata
og repúblikana ásamt því að taka
upp viðræður við Irana og Sýr-
lendinga. Vandamálið verði
ekki leyst án þess að taka
tillit til heildarhagsmuna
svæðisins. Bandarísk
stjórnvöld og klerka-
stjórnin í Teheren
eiga ekki í stjórn-
málasambandi.
Hinsvegar var
náið samstarf á
bak við tjöldin
í kjölfar þess
að Banda-
r æ n a
Neyddur til að skipta
um skoðun Ósigur repú-
blikana í þingkosningun-
um i siðustu viku og nöt-
uriegt ástand i irak gerir
að verkum að George
Bush Bandarikjaforseti á
um fáa aöra kosti að velja
en að ihuga aðrar leiðir í
iraksmálum.
Daglegt brauð Syrgjenduríjarð-
arför í Najaf í gær. Ekkert tát er
á skálmöldinni f landinu.
ríkjamenn steyptu
stjórn talibana af
stóli í Afganistan.
Auk þessa hafa
samskipti Banda-
ríkjamanna og
Sýrlendinga
verið stirð und-
anfarin ár.
Talsmaður
utanríkisráðu-
neytis frans
sagði í gær að
klerkastjórnin
myndi taka öll
tilboð Banda-
ríkjamanna
um viðræður til
greina. Sýrlenski
sendiherrann í Banda-
rikjunum sagði í gær
að stjórnvöld í Damaskus
væru reiðubúin að beita sér í
málefnum Iraks.
Bretland:
Milljónir með
salernisfælni
Herferð til að efla vitund
manna um salernisfælni
er hafin á Bretlandseyjum.
Samtök fælnisjúklinga hafa
gefið út bók og myndband
til að vekja athygli á vanda
þeirra sem eiga við salern-
isfælni að stríða. Forsvars-
menn samtakanna telja að
allt að fjórar milljónir Breta
eigi í einhvers konar sálar-
kreppu þegar kemur að því
að nota almenningssalerni.
Þeir sem þjást af salernis-
fælni eiga erfitt með að nota al-
menningssalerni og salerni á
opinberum stöðum. I flestum
tilfellum eru einkennin væg
og felast aðallega í því að vera
illa við að nota slík salerni.