blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 28
28 I BÍLAR Draumabíllinn ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006 blaöiö Fátt jafnast á við Benz „Ég er reyndar afspyrnu lélegur í þessum bílamálum, en ætli ég verði ekki að segja Benz-jeppi GL500,“ segir knattspyrnuþjálfar- inn Logi Ólafsson, aðspurður um draumabílinn. „Ef ég fengi að uppfylla drauma mína hvað bíla varðar og hefði efni á slíkum draumi myndi ég eflaust fjárfesta í einum slíkum.” Fegurðin kemur að innan Logi kveðst myndu kjósa góðan bíl sem á sjaldan erindi á bifreiða- verkstæðin, en slíkar heimsóknir eru honum ekki að skapi. „Það pirrar mig alveg út í hið óendan- lega að þurfa að fara á allt sem heitir bíla- eða hjólbarðaverkstæði og þess vegna reyni ég að komast hjá lélegum bifreiðum,” segir hann og bætir við að Benz-bílarnir tróni að hans mati á toppnum hvað þetta varðar. „Ástæðan fyrir því að ég myndi kjósa Benz er einfaldlega sú að fátt jafnast á við það vörumerki. Að auki eru þeir sérstaklega flottir í útliti, sem er auðvitað stór kostur. Annars er það nú reyndar þannig, eins og Bubbi söng hérna forðum, að fegurðin kemur að innan og því ekki hægt að taka útlitið eitt og sér. Það má kannski horfa frekar á allt kramið í bílnum og vélarstyrkinn, sem er mjög heillandi, auk þess sem allt innihaldið er í toppi. Bílunum fylgir líka ákveðinn lúxus og þægindi fyrir ökumann og far- þega. Sannkallað þýskt eðalstál.” Sáttur við eigin bíl í dag Logi segist hafa þokkalegt vit á bílum, en tekur þó fram að hann sé ekki einn þeirra sem búi yfir gryfju í bílskúrnum hjá sér fyrir bifreiða- stúss. Hann er ekki haldinn bílad- ellu og myndi seint leggja í að gera upp heilan skrjóð. „Þó ég sé alls ekki bíladellukarl þá hef ég áhuga á góðum og skemmti- legum bílum. Ég tel mig hafa þokka- legt vit á bílum, en það ristir ekki mikið dýpra en það. Til dæmis er ég ekki með sérstaka aðstöðu fyrir bílastúss eða annað slíkt og get sagt hreint út að ég myndi aldrei kaupa skemmdan bíl og gera hann upp. Þegar kemur að svona hlutum verð ég einfaldlega að viðurkenna van- mátt minn,” segir Logi. Þrátt fyrir drauma um Merzedes Benz-jeppa segist hann afar ánægður með þá bif- reið sem hann ekur á í dag. „Núna er ég á Volvo-jeppa sem hefur reynst mér alveg gríðarlega vel og er fyrir- taksbíll. Framleiðendur og fleiri kjósa nú að kalla þetta fasteign á hjólum og ætli ég verði ekki bara að taka undir það.” Knattspyrnuþjálfarinn Logi Tekur undir með Bubba um að feguröin komi að innan. Gæði bíls- ins skipta því meira máli en úttitið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.