blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006 + blaðið UTAN ÚR HEIMI SUÐUR-KÓREA Munu ekki leita í skipum Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa lýst því yfir að þau muni ekki verða við kröfu Bandaríkjamanna um að þau stöðvi norðurkóresk skip til að hamla útbreiðslu gereyð- ingarvopna. Stjórnvöld í Seúl óttast að slíkar aðgerðir gætu leitttil vopnaðra átaka á Kóreuskaganum. SÁDI-ARABÍA Astandið i frak ógn við Mið-Austurlönd Innanríkisráðherra Sádi-Arabíu, Naif fursti, segir Irak vera griðland hryðjuverkamanna og að þeir geti notað sterka stöðu sína í landinu til þess að gera árásir á önnur ríki. Naif segir ástandið í landinu hríðversna frá degi til dags og það ógni stöðugleikanum við botn Miðjarðarhafs. iSRAELi Sannfærður um áframhaldandi stuðning Ehud Olmert, forsætisráðherra Israels, segist sannfærður um áframhaldandi stuðning Bandaríkjamanna við Israels- menn þrátt fyrir breytt pólitískt landslag í kjölfar þingkosn- inganna í síðustu viku. Olmert fundaði með George Bush Bandaríkjaforseta í gær og ræddu þeir málefni Palestínu, Róbert Wessmann: Á Harley í við- skiptatímariti Róbert Wessman, forstjóri Actavis, birtist vígalegur og leðurklæddur á Harley-Dav- idson mótorhjóli á forsíðu nóvemberútgáfu European Business. Tímaritið er gefið út af CNBC-viðskiptafréttastofunni. ítarleg umfjöllun er um Róbert í blaðinu þar sem afrek hans á viðskiptasviðinu og hlutverk í framgangi Actavis er reifað. Umfjöllunin i garð Róberts er ákaflega jákvæð og honum með- al annars lýst sem miklum keppn- ismanni sem eigi auðvelt með að hvetja samstarfsmenn sína áfram. Aðspurður um hið góða gengi Islendinga í alþjóðaviðskiptum á undanförnum árum segir Róbert skýringuna að finna í óblíðum náttúruöflum en þau hafi styrkt samkeppniseðli eyjarskeggja gegnum aldirnar. MEGA OMEGA-B 1300 mg foi) K<ýi h€ilsa “*6A>i<r fek.i? mk -haföu þaö gott Vopnaútflutningur Svía Þrátt fyrir að einungis megi framleiða vopn tit að verja sænska grund er útflutn- ingurinn meiri en nokkru sinni fyrr. Vopnaútflutningur Svíþjóðar hefur þrefaldast síðustu ár: Vopn fyrir 84 milljarða Þvert á reglur og stefnu stjórnvalda Framleiða mest miðað við höfðatölu Eftir Atla isleifsson atlii@bladid.net Vopnaútflutningur sænskra fyrir- tækjahefur þrefaldast frá árinu 2001. Þrátt fýrir að sænsk stjórnvöld hafi ávallt verið andsnúin hernaði hinna staðföstu ríkja, má fýrst og fremst rekja söluaukninguna til aukinnar eftirspurnar vegna Íraksstríðsins. Vopnasalan hafði um árabil numið um þremur milljörðum sænskra króna, en árið 2005 nam hún tæplega níu milljörðum, eða um 84 milljörðum íslenskra króna. Frá upphafi Ir- aksstríðsins árið 2003 hafa sænsk fyrirtæki selt staðföstum ríkjum vopn fyrir tæplega sextíu milljarða íslenskra króna. Þetta kom fram í Uppdrag granskning, fréttaskýringaþætti ivold á sænska ríkissjónvarpsins, sem var sýndur í síðustu viku. I Svíþjóð er bannað að flytja út vopn. Sam- kvæmt lögum og reglum má ein- ungis framleiða vopn sem eru notuð til að verja sænska grund, en í H§|v undantekningartilvikum er hægt að fá leyfi fyrir útflutningi vopna. Þá er { bannað að selja ríkjum ^f vopn þar sem stjórnvöld g|r kúga eigin þjóð, ríkjum Wr sem taka þátt í stríði og -Jltil ríkja á svæðum þar sem líkur á stríði eru miklar. I þætt- inum kom fram að ákvarðanir um undanþágur eru orðnar að reglu í útflutningsráði landsins. Síðustu þrjú árin hefur útflutn- ingsráð Sviþjóðar veitt um átta hundruð undanþágur sem stríða gegn þeirri stefnu sem tekin er í sænskum lögum. Vöxtur vopnaút- flutnings undanfarin ár hefur fært Brynbaninn Carl Gustav Er ein helsta söluvara sænska vopnaframleiðandans Bofors. Svíþjóð upp í tíunda sæti yfir mestu vopnaútflutningsríki í heimi og ef mið er tekið af höfðatölu eru Svíar í efsta sæti. Útflutningur vopna frá Svíþjóð til Bandaríkjanna og Bretlands, ríkjanna sem leiða hern- aðinn i Irak, hefur stóraukist á siðustu árum og hefur aldrei verið meiri. Sænsk vopn eru annars flutt út til rúmlega fjörutíu landa víðs vegar um heim. Carl Söderbergh, talsmaður Svíþjóðardeildar Am- nesty, gerir margar athugasemdir við að sænsk fyrirtæki fái leyfi til að flytja út vopn til ýmissa af þessum löndum og nefnir Brasilíu og Venesúela sérstaklega í því sam- bandi. „I þessum löndum hefur lögregla landanna staðið fyrir ótal dauðsfalla. Við gerum einnig at- hugasemdir við sölu vopna til Ind- lands og Pakistans, þar sem ríkin eiga í innbyrðis deilum í Kasmír- héraði. Útflutningur til Sádi-Ar- abíu orkar einnig tvímælis. Ríkið er á svörtum lista Amnesty þar sem stjórnvöld hafa gerst sek um sex af sjö mögulegum tegundum af mannréttindabrotum." Á heimasíðu þáttarins kemur fram að vopnaútflutningur sænskra fyrirtækja til íslands hafi numið hundrað þúsund sænskum krónum bæði árið 2004 og 2005. 20% afsláttur af gluggatjaldahreinsun í nóvember Gæóahreinsun Þekking Góó þjónusta EFNALAUG ÞVOTTAHUS Háaleitisbraut 58-60 • Sími 553 1380 Álfabakka 12 • Sími 557 2400 www.bjorg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.