blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006 bla6iö VEÐRIÐ I DAG Urkoma Snjókoma eða éljagangur norðanlands, en dálítil rigning eða slydda sunnan til. Norð- austan 13 til 18. Él fyrir norðan og austan, en léttir til suðvestanlands. Kólnandi veður og frost 1 til 8 . Flugfélögin: Lægstu gjöld hækka jafnt „Eftir eigendaskipti hjá Iceland Express árið 2004 hafa flugfélög- in tvö verið algjörlega samstíga í verðhækkunum sínum. Því er útlit fyrir að hin góða samkeppn- isstaða sem upp var komin sé horf- in á nýjan leik,“ segir Stefán Ás- grímsson, ritstjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann bendir á að lægstu fargjöld flugfélaganna hafi hækkað samstíga um fimmtíu prósent ásamt því að skattar og gjöld hafi hækkað um tæplega hundrað og finrntíu prósent. Birgir Jónsson, framkvæmda- stjóri Iceland Express, viður- kennir að verðskrá flugfélagsins hafi hækkað á síðustu árum ■ . en þvertekur fyrir að um þær hafi ríkt samráð. Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir engin eigna- tengsl til staðar hjá félögunum. Símhleranir: Staðfesta átta hleranir Alls hafa Þjóðskjalasafninu borist þrettán íyrirspurnir þar sem óskað er eftir upplýsingum úr gögnum um símhleranir ffá því þau voru birt á Netinu í lok októb- ermánaðar. Að sögn Bjarna Þórðarsonar, fjármálastjóra safnsins, er búið að staðfesta að í átta tilvikum hafi annað hvort eða bæði vinnusími og heimasími viðkomandi verið hleraður. Þá hefur einnig verið staðfest að í fjórum tilvikum var ekki um hleranir að ræða. Ekki liggur fyrir hvort Ólafi Hannibalssyni, syni Hannibals Valdimarssonar, verði veittur ótakmarkaður aðgangur að gögnum um símhleranir. Olafúr lagði fram kröfú sína í síðustu viku en til vara krefst hann aðgangs að þeim gögnum er varða hleranir á föður hans. „Ég bíð eftir að fá að skoða,“ segir Ólafur. ÁMORGUN Eljagangur Norðan 10 til 15 og víða éljagangur, en lægir smám saman norðvestantil. Frost 2 til 10 stig, kaldast inn til landins. VÍÐA UM HEIM Algarve 20 Amsterdam 15 Barcelona 18 Berlín 7 Chicago 8 Dublin 11 Frankfurt 10 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 11 New Vork 11 Orlando -2 Osló 8 Palma 15 Paris 21 Stokkhólmur 5 Þórshöfn 14 11 2 24 12 0 8 Banaslys á Reykjanesbraut: Lögreglan rannsakar mögulegt manndráp ■ Óvíst hver ók bílnum ■ Lélegar vegamerkingar á slysstaö Danmörk: Kókaín í þinghúsinu Leifar af kókaíni fundust nýverið á þremur salernum í Kristjánsborgarhöll. Leifarnar fundust eftir að danska dag- blaðið Berlingske Tidende lét rannsaka sýni sem voru tekin á þrjátíu salernum í þinghúsinu. Salernin þrjú eru í þeim hluta byggingarinnar sem hýsir skrifstofur þingmanna og starfs- manna þingsins. Peter Skaarup, þingmaður Danska þjóðarflokks- ins, segist vilja taka málið upp í forsætisnefnd þingsins.„Það er ekki gott að vita til þess að nokkur noti kókaín í þinghúsinu. Ég á í miklum erfiðleikum með að trúa því að nokkur þingmað- ur eða starfsmaður þingsins hagi sér með þessum hætti.“ Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Tveir Pólverjar á þrítugsaldri sæta nú rannsókn vegna manndráps af völdum gáleysis í tengslum við bana- slys er varð á Reykjanesbraut síðast- liðið laugardagskvöld. Ekki liggur fyrir að sögn lögreglu hver sat undir stýri þegar slysið varð. Rannsóknin beinist einnig að aðstæðum á slys- stað en bæði lögreglan í Hafnarfirði sem og Umferðarstofa höfðu gert at- hugasemdir við götulýsingu og vega- merkingar löngu fyrir slysið. „Við höfum gert athugasemdir við þetta hjá lögreglunni. Við teljum þennan vegarkafla vera mjög hættu- legan í myrkri,“ segir Sigurður Helga- son, verkefnastjóri hjá Umferðar- stofu. „Það er grundvallaratriði að framkvæmdasvæði séu vel merkt. Stundum er bara erfitt að fá menn til þess að hafa þessa hluti í lagi.“ Vegaframkvæmdir á Reykjanes- braut gegnt verslun Ikea í Urriða- holti hafa staðið yfir í nokkurn tíma og hefur umferð á svæðinu raskast töluvert. Síðastliðið laugardagskvöld varð banaslys á svæðinu þegar bifreið keyrði á steypta klossa á mótum S| Hættulegur Ipfe- -» „ ® vegarkafli M Sigurður Helgason, V-,; . V verkefnastjóri hjá M Umferðarslofu vegarins þar sem umferð er beint af nýjum vegarkafla til norðurs. Pólverji á þrítugsaldri lét Hfið en tveir landar hans sluppu með minni- háttar meiðsl. Var þá ekki kveikt á aðvörunarljósum á framkvæmda- svæðinu en vitni segja bílnum hafa verið ekið mjög hratt. Að sögn Kristján Ó. Guðnasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í rann- sóknarlögreglunni í Hafnarfirði, beinist rannsókn slyssins meðal annars að ölvunarakstri. „Það liggur ekki fyrir hver ók bílnum. Rannsóknin lýtur meðal annars að manndrápi af gáleysi vegna ölvuna- raksturs og þá einnig að meintum hraðakstri og aðstæðum á slysstað." Mennirnir voru færðir í fanga- klefa lögreglunnar eftir að búið var að taka blóðprufu og huga að meiðslum þeirra. „f ljósi rannsókn- arhagsmuna voru þeir færðir í fanga- klefa og tekin af þeim skýrsla daginn eftir," segir Kristján. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku en hafa báðir verið úrskurðaðir í farbann til 30. nóvember næstkomandi. EgillBjarnason.yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði, sagð- ist í samtali við Blaðið fyrir helgi ekki geta útilokað að aðstæðurnar á framkvæmdasvæðinu kynnu að hafa valdið einhverjum umferð- arslysum. Hann sagði lögregluna hafa fundað með verktökum fyrir nokkru vegna málsins. Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri segir að embættið muni á næstu dögum skoða hvort verktaki hafi farið að öllum settum reglum varð- andi vegamerkingar. „Við ætlum okkur að skoða þetta mál en ég verð því miður að segja að við höfum verið að slást í því lengi að bæta merkingar." Verktakafyrirtækin Glaumur og Klæðning skipta með sér verkum á svæðinu og að sögn Halldórs Ingólfs- sonar, framkvæmdastjóra Glaums, voru lýsingar í góðu lagi þegar Blaðið setti sig í samband við hann síðastliðinn föstudag. „Við höfum starfað með lögreglunni og menn vinna saman í þessu. Ég held að það sé full lýsing núna.“ A1 Kaída í Líbanon: Ætla aö steypa stjórn af stóli I tilkynningu sem er sögð runn- in undan riíjum A1 Kaída-hryðju- verkanetsins er hótað að steypa núerandi ríkisstjórn Líbanons af stóli sökum spillingar og náinna tengsla hennar við Vesturlönd. Til- kynningin birtist í arablsku dag- blaði sem er gefið út í Lundúnum. I tilkvnningunni kemur fram að útsendarar A1 Kaída eru komnir inn fyrir landamæri Libanons og hafa hafist handa við að steypa stjórnvöldum. Upplýsingamálaráðherra Líb- anons, Ghazi Aridi, gerði lítið úr hótuninni þegar fjölmiðlar spurðu hann út I málið í gær. Fjögur námskeið að eigin vali á aðeins 1.870 kr. á mánuði* ‘áskrífendur skuldblnda slg i 12 mánuði Microsott f / Microsott 5 i Outlook Lnr PowerPoint ca Microsoft W'C'osoft SfU3 Word LS Excel 4-, \ Microsoft | Mic,0s0tt 2fu Access I FrontPage Adobc’Photoshop Lotus. notes TÖLVUNÁM Á NETINU WWW.TOLVUNAM.IS WWW.TOLVUNAM.IS • SÍMI: 552-2011 • TOLVUNAMéTOLVUNAM.IS Vindhraðinn upp í tuttugu metrar á sekúndu: Samgöngur röskuðust víða Bárujárnsplötur fuku í Svínadal 1 Dölunum i óveðri sem gekk yfir landið í gær og þurfti Vegagerðin að biðja vegfarendur sérstaklega um að keyra með gát á svæðinu. Biörgunar- sveitir voru kallaðar út á Ólafsvík í gærmorgun vegna þaks sem var að losna af Gistiheimili Ólafsvíkur en björgunarsveitarmönnum tókst að negla þakið niður aftur. Þorsteinn Jónsson, veðurfræð- ingur á Veðurstofunni, segir að mikið hvassvirði hafi verið á Vestur- og Norðurlandi, verst á Vestfjörðum. „Lægðasvæði austur af landinu hefur dregið þennan vindstreng yfir landið. Vindhraði var um og yfir 20 metrar á sekúndu. í kortunum er norðlæg átt og má reikna með að það verði kalt næstu daga með rHi Óveður víða á landinu Samgöngur röskuðust mikið vegna veðursins. einhverri ofankomu 1 flestum lands- fjall og Klettsháls og mikið óveður hlutum. Það á þó eitthvað að hlýna á sunnanverðu Snæfellsnesi, Holta- með helginni." vörðuheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Óveðrið hafði talsverð áhrif á sam- Víkurskarði og Ljósavatnsskarði. Þá göngur, en mikil hálka var á vegum sigldi ferjan Baldur ekki yfir Breiða- í Strandasýslu. Ófært var um Eyrar- fjörð vegna óveðursins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.