blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 40

blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 40
blaöið JUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006 Skáldaspírukvöldin eru löngu orðin fastur liður í menningarlífi borgarinnar. I kvöld klukkan 20 verður blásiö til leiks í sjötugasta og annað sinn i bókarými Iðu við Lækjargötu. Skáld kvöldsins er Óskar Árni Óskarsson og einnig munu bræðurnir Jón Hallur og Hermann Stefánssynir fremja nokkur hljóðverk. Félagið Island-Palestína efnir til sýningar á myndinni Gaza Strip á Kaffi Kúltúra klukkan 20:30. Þetta er 74 mínútna heimildarmynd frá árinu 2002 sem vakið hefur verðskuldaða athygli, meðal annars á kvikmyndahátíðum víða um heim. Myndin er á arabísku, en með enskum texta. Dagskráin hefst klukkan 20 með nokkrum lögum Retro Stefson. Aðgangur er ókeypis. Frjáls framlög og ágóði af söluvarningi, bolum, nælum og geisladiskum, renna til stuðnings konum í hertekinni Palestínu. Mannvinur með mikilfenglegan boðskap tr'tpxn uMrvtui Tónlist ★★★ Söknuður Jóhann Helgason Tilfinningaríkur bautasteinn Jóhann Helgason er einn af mestu hæfileikamönnum íslenskrar dægurtónlistar og eftir hann liggja fjölmargar perlur.Á plötunni Söknuður má heyra nýjar út- gáfur af nokkrum af þessum lögum í útsetningu Jóns Ólafssonar. Jóhann söng lögin sjálfur og um undirleik sá einvalalið manna. Útsetningarnar eru lágstemmdar og draga fram hversu faglega flest lögin eru samin. Lög sem margir þekkja í frekar leiðinlegum júrósvisjón-útsetn- ingum, lög eins og Karen, Karen og I blíðu og stríðu, ganga í endurnýjun lífdaga við slíka meðferð. Söngur Jóhanns er einlægur og ber- sýnilegt er hversu vænt honum þykir um mörg þessara laga. Diskósmell- urinn í Reykjarvíkurborg gengur aftur eins og vofa: Ekki í Ijósum loga diskóhelvítisins heldur sem íhugull bragur þroskaðs manns. Kúlutyggj- ópoppslagarinn Yaketi yak, smac- ketty smack missir þó kjarnann í þessari lágstemmdu meðferð. Platan nær hæstu hæðum í flutningi laganna Sail On og Söknuði. Flutn- ingur þessara frábæru laga stendur samfætis upprunalegu útgáfunum þótt ólíkur sé. Lagið Ástarsorg hefur verið losað úr fjötrum fortíðar með frábærum flutningi.Platan Söknuður er ánægjulegur bautasteinn um æviverk mikils hæfileikamanns sem vonandi mun halda áfram að leyfa hlustendum að njóta hæfileika sinna lengi og vel. orn@bladid.net ohn Lennon var einn dáðasti tónlistarmaður tuttugustu aldarinnar. Pilturinn frá Liverpool sigraði ótal hjörtu ásamt félögum sínum í Bítlunum og þeg- ar hljómsveitin sú leystist upp hóf hann farsælan sólóferil. Lennon var aðdáendum sínum mikill harm- dauði og þeir eru ófáir sem muna í hvaða sporum þeir stóðu þegar þær hörmulegu fréttir skóku heims- byggðina að hann hefði fallið fyrir morðingjahendi í desember 1980. í byrjun desember verða haldnir þrennir tónleikar í Háskólabíói til heiðurs Lennon. Þar mun Sinfónín- íuhljómsveitin stíga á stokk ásamt fríðu föruneyti og flytja tónsmíðar Lennons sem Haraldur Vignir Svein- björnsson hefur útsett sérstaklega af þessu tilefni. Allt ætlaði um koll að keyra í gærmorgun þegar miða- sala á tónleikana hófst og ljóst er að margir hafa áhuga á að hlýða á þessa tónlist. Sigurður Kaiser annast svið- setningu tónleikanna og segir hann undirbúning þessara viðamiklu tónleika hafa hafist af alvöru fyrir rúmu ári. „Fyrir um tíu árum skipu- lögðum við Jón Ólafsson tónleika með tónsmíðum Bítlanna og feng- um þá Ólaf Gauk til þess að útsetja eina þekktustu plötu Bítlana, Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band, fyrir Sinfóníuhljómsveit íslands. Þetta þótti mjög nýstárleg tilraun og varð upphafið á því að Sinfóníu- hljómsveitin fór í auknum mæli að bjóða upp á tónleika með popp- og rokkívafi. Okkur þótti þetta takast prýðilega og vorum sannfærðir um að ef Bítlarnir hefðu haft sinfón- íuhljómsveit með sér í stúdíóinu þegar Sgt. Pepper's var tekin upp þá hefði útkoman verið svipuð tón- leikunum í Háskólabíói í júní 1997,“ útskýrir Sigurður. Sinfónísk músík Sigurður segir að allt frá þessum fyrstu tónleikum hafi blundað í þeim löngun til þess að vinna meira með þessa tónlist. „Tónlist Lennons hentar að mörgu leyti mjög vel fyr- ir slíkan flutning þó svo mörgum kunni að þykja þetta framandi. Það er mikið í tónlistinni sem er sinfónískt, bæði tilraunir Lennons sjálfs með röddina sína sem hann kóperaði gjarnan og setti saman upp á nýtt og einnig tilraunir hans og Phil Spectors upptökustjóra með strengi sem gefa til kynna að þá hafi langað til þess að færa tónlist- ina í klassískar áttir.“ Á þessum síðustu og verstu tím- um verður mörgum hugsað til boðskaparins í textum Lennons en hann þreyttist ekki á að boða frið og fordæma blóðsúthellingar víða um lönd. „Lennon var þannig listamaður að hans skoðanir komu mjög fram í hans verkum. Hann var mikil byltingarsinni og var ekki feiminn að láta í ljósi skoðanir sínar á hinum ýmsu málum. Hann samdi einnig mikið um sjálfan sig og var oft mjög persónulegur í sinni texta- gerð,“ segir Sigurður. Þekktir þátttakendur Fjölmargir þekktir tónlistar- menn taka þátt í þessu skemmti- lega verkefni. Tónlistarstjórn ann- ast Jón Ólafsson, konsertmeistari er Sigrún Eðvaldsdóttir og hljómsveit- arstjórn er í höndum Árna Harðar- sonar. Fjörutíu hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Islands koma fram á hljómleikunum auk rokk- hljómsveitar og söngvara sem eru þau Björn Jörundur, Hildur Vala, KK, Páll Rósinkrans, Magnús Þór Sigmundsson, Jón Ólafsson, Sigur- jón Brink, Pétur Örn Guðmundsson, Jens Ólafsson úr hljómsveitinni Bra- in Police, Haukur Heiðar Hauksson úr hljómsveitinni Dikta og færeyska söngkonan Eivör Pálsdóttir. Kynnir á hljómleikunum er Sigurður Skúla- son leikari. Sigurður segir alla lista- mennina hafa tekið vel í það að ráð- ast í verkefnið. „Jón Ólafsson valdi söngvarana og reyndi að hafa að leiðarljósi að þeir væru nokkuð ólík- ir innbyrðis, hefðu mikinn áhuga á þessari tónlist og ánægju af því að flytja hana.“ Áhugasamir geta keypt miða á tónleikana á www. midi.is en þeir fara fram 1., 2. og 3. desember í Háskólabíói. FJORAR STJÖRNUR AF FIMM. ELÍSABET BREKKAN/DV 688000 BORGARLEIKHÚSIÐ Englar Guðs og bráðskemmtilegt Leg „Ég fór ásamt ellefu ára gamalli dóttur minni að sjá Sitji Guðs englar í Þjóðleikhúsinu í gær. Ég var hrifin af sýningunni. Hún er einföld, svolítið gamaldags og laus við alla stæla. Við mæðgur skemmt- um okkur prýðilega," segir Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona. „Á dögunum dreif ég mig svo í bíó og sáThe Departed eftir Martin Scors- ese með þeim Jack Nicholson, Le- onardo DiCaprio og Matt Damon í aðahlutverkum. Þetta er fín afþrey- ing sem ég get vel mælt með. Jack Nicholson var þarna í sínum gamla ham og í þessari umgjörð var sá hamur alveg að virka.“ Aðspurð um lestrarefnið á náttborðinu seg- ist Ilmur vera að lesa handritið að leikriti Hugleiks Dagssonar, Legi, sem verður sett upp í Þjóðleikhús- inu eftir áramót. „Handritið lof- ar ákaflega góðu,“ segir Ilmur íbyggin. „Ég er svo heppin að fá smá forskot á sæluna en ég annast leikmyndina í sýning- unni og sú vinna er að fara af stað.“ Ilmur býr í hjarta borgarinnar og nýlega vakti athygli hennar veggskreyt- ing á versluninni Li- borius sem staðsett er við Mýrargötu. „Þetta er mjög skemmtileg skreyting sem ég veit ekki nánari deili á en er mjög forvitin að vita meira um það. Þetta er skemmtilegt krydd í hverf- ið og hluti af heildarútliti verslunar- innar.“ menningarvitmn Málþing um mannhelgi Mannhelgi í islensku samfélagi nútímans er viðfangsefni veg- legs málþings sem guðfræði- nemar við Háskóla íslands efna til I dag klukkan 15 í hátíðarsal Háskóla íslands. Fyrirlesarar eru þau Vilhjálmur Árnason prófessor sem fjalla mun um mannhelgi og rannsóknir í heil- brigðisvísindum, Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðs- ins, sem fjallar um hugtakið út frá fjölmiðlum, Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofn- unar, sem flytur erindi um mannhelgi og börn og að lokum mun Þórður Pálsson, forstöðu- maður Greiningardeildar KB banka einblína á viðskipti og samhengi þeirra við mannhelgi. Að erindum loknum verða fyr- irspurnir og umræður. Allir eru velkomnir og léttar veitingar verða á boðstólum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.