blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 45

blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 45
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVERMBER 2006 45 Lífrænt hótel í Köben blaðið Til aö flýta fyrir Við öryggisleit er gott að vera með ferðaskjöl tilbúin til að sýna öryggisvörðum til skoðunar. Einnig er gott að muna að handfarangur og utanyfirflíkur eiga að fara í plastbakka við færibandið fyrir framan gegnumlýsingarvél. Gott er að vera búin(n) að taka plastpokann með vökvunum úr handfarangri, taka fartölvu og önnur stærri rafmagnstæki úr tösku og fara úr yfirhöfn, taka af sér belti og tæma vasana. Sál og Þeir sem ætla að bregða undir sig betri fætinum og leggja land undir fót á vormánuðum eiga þess kost að hlýða á Sálina hans Jóns míns og Stuðmenn á tónleikum í Kaupmanna- höfn, síðasta vetrardag á næsta ári. Fyrir alla Sálar- og Stuðmannaaðdá- endur er um mikla upplifun að ræða. stuð í Köben Umgjörðin verður afar vönduð og bú- ist er við mikilli aðsókn á tónleikana. Skemmtunin fer fram í Cirkusbygn- ingen í miðborg Kaupmannahafnar og er þetta í fyrsta sinn sem sveitirn- ar koma saman með þessum hætti. Húsið rúmar alls 1150 manns. Hljóm- sveitirnar hafa hvor um sig áður spil- að fyrir fullu húsi í Kaupmannahöfn, Sálin 2005 og Stuðmenn í Tívoli 2003. Hljómsveitirnar munu spila til skiptis undir borðhaldi og síðan fyr- ir dansleik fram á rauða nótt. Sala aðgöngumiða á tónleikana hefst á næstunni og það er Icelandair sem er söluaðili á Islandi. Hótelkeðjan Guldsmeden í Danmörku býður upp á góða og öðruvísi gistingu á þremur stöðum í Danmörku. Keðjan er í eigu hjóna sem leggja metnað sinn í að bjóða huggulega gistingu fyrir ferðalanga og rósin í hnappagati þeirra er einstaklega gott og hollt morgunverðarhlaðborð sem státar eingöngu af lífrænum mat. Forfallatrygging Það er mikilvægt að fesía kaup á forfallatryggingu þegar fargjald er keypt á Netinu. Tryggingin tryggir endurgjaid ef farþegi er ófær um að ferðast sökum eigin veikinda eða ein- hvers sem er honum nákominn. Skýrar reglur um hveriær og hvernig forfallatrygging virkar er að finna á heimasíðum bæði lceland Express og lcelandair. Forfallatrygging lceland Ex- press tryggir fulla endurgreiðslu fargjaldsins ef farþegi eða þeir sem eru í bókuninni einnig geta ekki ferðast af heilsufars- ástæðum og þarf að framvísa læknisvottorði vegna veikinda innan við viku frá brottför. Icelandair býður uþþ á forfalla- tryggingu sem tryggir endur- greiðslu á þeim hluta fargjalda og gistikostnaðar sem greiddur hefur verið og ekki fæst endur- greiddur ef farþegi getur ekki farið í fyrirhugaða ferð. Ástæður geta verið dauðsfall í fjölskyldu, alvarlegur sjúkdómur eða slys og þarf að framvísa læknisvott- orði. Það eru þó ýmis gjöld eins og forfalla- og þjónustugjald, lántökukostnaður og endur- greiðslugjald sem ekki fæst endurgreitt ef um forföll er að ræða. Til Asíu með Andreu Ferðabókin í ár er án efa ferða- bók Andreu Róbertsdóttur Spennið beltin, til Asíu með Andreu Róberts. í bókinni segir Andrea frá ævintýralegu ferða- lagi sínu um indland, Taíland, Kambódíu og Laos. Andrea seldi íbúðina sína, bílinn og aðrar efnislegar eigur, pakkaði ofan í bakpoka og hélt ein í þessa langferð. í bókinni lýsir hún því fólki sem hún kynnist á ferðum sínum og frásögnin er skemmtileg og fyndin en í senn fræðandi og góður vegvísir fyrir alla þá sem eru með ferða- lög um fjarlæg lönd á prjón- unum. Eins og segir á kápu þókarinnar er Andrea þeirrar skoðunar að allir hafi gott af því að viðra sig á röngunni, skoða sál sín og spá í hvers vegna við erum eins og við erum. Engar hömlur á verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Að gefnu tilefni skal það tekið fram og ítrekað að þrátt fyrir nýjar öryggisreglur geta farþegar eftir sem áður keypt allan vökva, krem og aðrar snyrtivörur á frísvæði Flugstöðvarinnar hvort heldur sem þeir eru að fara af landi brott eða koma til íslands. Allar upplýsingar um verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og nýjar öryggisreglur er að finna á heimasíðu Flugstöðvarinnar www.airport.is FLUSSTÖÐ LEIF5 EIRlKSSONAR HF © ferð til fjár! Flugstöð Leifs Eiríkssonar .........: -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.