blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 42

blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 42
NÓVEMBER 2006 blaöið Verölaun Jónasar Hallgrímssonar Mennlamálaráðherra afhendir verðlaun Jónasar Hallgrímssonar auk tveggja sérstakra viðurkenninga fyrir störf í þágu íslensks máls á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember milli klukkan 16 og 17. Dagskráin fer fram í sal Hjallaskóla í Kópavogi og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Landakotsskóli 110 ára Þess var minnst með hátíðlegum hætti á laugardag að 110 ár eru liðin frá því að kennsla hófst í Landakoti. Gestum og gangandi gafst tækifæri til að skoða skólann og gamlir nem- endur samfögnuðu með þeim yngri. Um 140 nemendur í 11.-10. bekk stunda nám í skólanum auk 5 ára bekkjardeildar. Útiskólastofa Norðlingaskóla Útiskólastofa Norðlingaskóla í Björnslundi í Norðlingaholti verður •^ormlega opnuð á degi íslenskrar tungu 16. nóvember næstkomandi klukkan 14:30. Gengið verður í skrúðgöngu frá skólanum í úti- kennslustofuna þar sem gestir fá tækifæri til að skoða hana. Síðan verður brugðið á leik og nemendur skólans bjóða upp á léttar veitingar. Unnið hefur verið að uppsetningu stofunnar undanfarið ár en mark- "^miðið með henni er að komast út úr hefðbundnum skólastofum og nýta umhverfið meira í námi og kennslu nemenda. Jafnframt er markmiðið að nemendur öðlist færni í að nota umhverfi sitt í öllu sínu námi og í tengslum við sem flestar greinar. Einnig stendur til að semja og hanna námsefni og byggja upp upplýsinga- og kennsluvef. Ætlunin er að vinna hann með það fyrir augum að sem flestir skólar sem áhuga hafi á geti nýtt sér hann. '-Fræðsla um vímuefni Um þessar mundir bjóða Heimili og skóli og Lýðheilsustöð foreldrum nemenda í 9. og 10. bekk að sjá skemmtifræðsluna Hvað ef í Hafn- arfjarðarleikhúsinu. Fyrsta sýningin var í gær og verður hún endurtekin í kvöld og annað kvöld. Fjölmargir nemendur í 9. og 10. bekk hafa séð sýninguna í skólatíma en það er nýlunda að for- eldrum gefist færi á að sjá hana. í sýningunni er fjallað um ýmsar staðreyndir um neyslu vímuefna og er markmiðið að sýna unglingunum að þeir hafa val og hve alvarlegar afleiðingar saklausar ákvarðanir geta haft í för með sér. Hægt er að nálgast frekari upplýs- ingar um sýninguna á vefsíðu Lýð- heilsustöðvar lydheilsustod.is og Heimilis og skóla heimiliogskoli.is. Ofbeldi gegn börnum Porbjörg Sveinsdóttir, BA í sálfræði, mun fjalla um viðbrögð við ofbeldi og vanrækslu á börnum í fræðslu- fyrirlestri í Breiðagerðisskóla í kvöld klukkan 20. Fyrirlesturinn er einkum ætlaður leikskólakennurum og öðru starfsfólki leikskóla. Þorbjörg er höfundur bókarinnar Verndum þau ásamt Ólöfu Ástu Far- estveit og er fyrirlesturinn byggður efni hennar. Einnig mun hún fjalla um hagnýtt gildi bókarinnar fyrir leikskólafólk. Aðgangseyrir er 800 krónur sem rennur í Rannsóknarsjóð leikskóla. Fyrirlesturinn er á vegum skólamála- nefndar Félags leikskólakennara. \ /Tp ^ ffL*« Ji W WM: -v h m I : •• ■ % '**■—~ & Æ - '• \ . ' Iriff" «r Wmsk Mikil breyting hefur orðið til batnaðar á mötuneytisþjónustu í grunnskólum Reykja- víkur á undanförnum árum og nú er boðið upp á heitar máltíðir í hádeginu í nær öllum skólum. Árið 2002 ákváðu fræðsluyfirvöld Reykjavíkurborgar að allir nem- endur í grunnskólum borgarinnar skyldu eiga kost á heitri máltíð frá og með haustinu 2004. Skólaárið 2005-2006 gátu alls 32 almennir grunnskólar af 35 boðið öllum bekkj- um upp á að kaupa heita máltíð úr skólamötuneyti í hádeginu. Tveir af hverjum þremur nemendum nýttu sér mötuneytin á síðasta skólaári og vekur eftirtekt að þeim fækkar hlut- fallslega eftir því sem nemendurnir verða eldri. Þannig nýttu 87 prósent nemenda í 1.-4. bekk mötuneytin, 73 prósent í 5.-7. bekk og 43 prósent í 8,- 10. bekk. Elstu nemendurnir ekki vanir skólamáltíðum Jóhanna Eyrún Torfadóttir, ráð- gjafi fyrir skólamötuneyti á mennta- sviði Reykjavíkurborgar, segist ekki hafa skýringu á reiðum höndum á þessu en telur að þetta kunni að skýr- ast af því að eldri börnin ráði meira um hvort þau nýti sér mötuneytin eða ekki. „1 mörgum skólum hafa elstu börn- in heldur kannski ekki vanist því að hafa heitar skólamáltíðir þannig að ég gæti alveg trúað að þetta gæti breyst með árunum eftir því sem það verður meiri hefð fyrir skólamáltið- um,“ segir Jóhanna. Hamborgari í uppáhaldi Tryggvi Kolbeinsson og Jakob Pétursson ísjö ára bekk í Árbæjarskóla gæddu sér á fiski í karrii með kartöflum og grænmeti þegar blaðamann bar að garði. Tryggvi segist oft borða í mötuneyti skólans, enda sé maturinn góður og er uppáhaldsmaturinn hans hamborgari Maturinn misjafn Kristrún Kolbeinsdóttir og Ástríður Gísladóttir íátta ára bekk. Ástríður segir að maturinn í skólanum sé misjafn, stundum sé hann góður og stundum vondur. „Mér finnst best að fá grjónagraut og fiskur er líka stundum góður," sagði Ástríöur viö blaðamann og fékk sérbita af karríleginni ýsu. Eldd er nóg að bjóða upp á heitan mat í skólum heldur þarf einnig að gæta að þvi að hann uppfylli kröfur um gæði og hollustu. Að sögn Jó- hönnu er það í höndum yfirmanns mötuneytis í hverjum skóla að útbúa matseðilinn en til eru handbækur frá Lýðheilsustöð um skólamötuneyti bæði fyrir leikskóla og grunnskóla. „Þegar ég er á ferðinni hvet ég náttúrlega til þess að það sé stuðst við þessar handbækur en það er í raun og veru ekki til stefna fyrir alla grunnskóla frá menntasviði enn sem komið er en það er verið að vinna i þvi,“ segir Jóhanna. Ofnæmi og óþol eldist af börnum Starf hennar sem ráðgjafi felst einnig í því að aðstoða við að koma upp skilvirku innra eftirliti í mötu- neytunum. Þá þarf hún einnig að huga að sérþörfum barna sem haldin eru fæðuofnæmi eða fæðuóþoli. „Ég fæ aðallega fyrirspurnir frá Jeikskólunum og mín reynsla er sú að leikskólarnir reyna eins og þeir mögulega geta að koma til móts við allar þarfir tengdar ofnæmi eða óþoli,“ segir Jóhanna og bætir við að mun minna sé um slík tilfelli í grunn- skólum þar sem fæðuofnæmi eða óþol eldist oft af börnum. Wannabe trendsetter í casual klæönaöi I tilefni af degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember næstkomandi auglýsa Námsgagnastofnun og mál- stöð Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eftir nýyrðum yfir algengar enskuslettur. „Okkur fannst þetta sniðugt af því að nú er svo mikið um nýyrði sem hafa sannað sig í málinu eins og flatskjár, skjávarpi, hringitónn og fleiri. Við ákváðum að koma með þetta verkefni sem gengur út á það að finna íslensk orð yfir tíu ensk orð sem eru algeng í málinu,“ segir Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, kynn- ingarstjóri Námsgagnastofnunar. Orðin tíu eru: casual, crossover, date, fusion, nick, outlet, skate, surf, trendsetter og wannabe. „Fólk þarf ekki að finna nýyrði yf- ir öll orðin á blaðinu. Það nægir að finna eitt orð,“ segir Hrafnhildur. Öll eiga þesi orð það sammerkt að vera algeng í íslensku talmáli og er því leitað að góðum íslenskum þýð- ingum á þeim. Gjarnan er talað um að fólk sé í casual fatnaði, að tónlist sé crossover milli tveggja stefna og að einhver sé wannabe rokkstjarna eða trendsetter í tisku. Enskuskotið málfar Söngdívan Silv- ía Nótt slettir ensku meira en góöu hófi gegnir. Hver sem er getur skilað inn tillög- um í samkeppninni og segir Hrafn- hildur að hún hafi verið sérstaklega auglýst í öllum grunnskólum lands- ins og kennarar hvattir til þess að fá nemendur til að taka þátt. Þátttakendur geta sent tillögur sínar á netfangið jonas@nams.is. Sérfræðingar málstöðvarinnar og Námsgagnastofnunar fara yfir til- lögurnar og ef góðar tillögur berast verða veitt þrenn bókaverðlaun. Skilafrestur er til 20. nóvember. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni nams.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.