blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 20
blaðið blaöiö Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir JanusSigurjónsson Pólitík og peningar Mesti þunginn er úr prófkjörunum að sinni og eftir stendur að þátttak- endur hafa varið tugum milljóna í baráttuna. Blaðið hefur leitað til nokk- urra frambjóðenda og spurst fyrir um kostnað og reikningsskil. Fæstir hafa getað eða viljað svara fyrir um hvað barátta þeirra kostaði, hver borg- aði og hvort tekjur allra hafa verið gefnar upp. Þeir frambjóðendur sem ætla sér ekki að svara þessum spurningum falla svo sem ágætlega í það landslag sem hér hefur verið. Pólitíkusar hafa hingað til komið í veg fyrir að þeir þurfi að gera grein fyrir fjárreiðum flokka og framboða. Aumar tillögur flokkanna, um að þeir þurfi að skila inn bókhaldi, en það verði ekki opnað almenningi munu líta dagsins ljós. Lengra ganga flokkarnir ekki á móti kröfum lýðsins, lýðræðið er í hættu hafa hörðustu varnarmenn flokkanna sagt. Á sama tíma upplýsist að framboð og jafn- vel flokkar hafa greitt launuðum starfsmönnum svarta peninga vegna vinnu við kosningaundirbúning. Fari svo að bókhald flokkanna verði lokað og það aðeins sent ríkisend- urskoðanda og þaðan verði valdir þættir birtir þjóðinni er það sýndarlýð- ræði og á ekkert skylt við það opna samfélag sem við viljum hafa. Það er rökstuddur grunur um að flokkar eða frambjóðendur hafi borgað svart og í sjálfu sér er ekkert sem segir að það verði ekki gert aftur, því gangi vilji þeirra eftir sem vilja banna að fyrirtæki styrki flokkana, er leið hinna svörtu peninga áfram opin. Þeir eru til sem kunna alla klæki sem þarf til að eflast. Það breytist ekki þó ríkisendurskoðandi fái bókhaldið til skoðunar, bókhald sem mun innihalda stóraukna ríkisstyrki og með- ferð flokkanna á þeim. Enginn hefur svarað hvað verður gert til að ný framboð eigi kost á að keppa við þau sem fyrir eru þegar flokkum verður ekki heimilt að sækja sér peninga til atvinnulífsins heldur fái framlög frá hinu opinbera, sem eflaust verða miðuð við styrk þeirra á þingi hverju sinni. Einfaldast er að öll framlög verði gerð sýnileg og meðferð stjórnmálaflokka á peningum verði öllum sýnileg og þannig geta kjósendur meðal annars tekið mið af ágæti flokkanna þegar milli þeirra er valið. Krafan um opið bókhald er skýr. Það er ekki svar við henni að einn fái að sjá fjárreiðurnar, eða jafnvel aðeins huta þeirra. Hver sem vill á að fá að vita hver borgar hverjum. Ásakanir um að sterk hagsmunasamtök hafi borgað tugi milljóna í kosningasjóði væru ekki til staðar hefðu flokkarnir ekki sérstöðu umfram alla aðra hér á landi. Víðast er þessu hagað með öðrum hætti og á meðan flokkarnir vilja ekki sýna öll spilin eru uppi efasemdir. Auðvitað. Sigurjón M. Egilsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavfk Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á augiýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Fyrsta flokks íslenskur harðfískur c> GU LLFISKU R H O L LU STA / HVERJUM B I TA FÆST í BÓNUS 20 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVERMBER 2006 i ! f>tl/ a KVfl-P ) /tttU fl-p mv vifG v SiGURHftjNG \ U/VT Qz%Yijnr ( Smimuv • • Ogmundur Jónasson og þotuliðið Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, verður seint sak- aður um að fara með veggjum eða tala tæpitungu þegar hann lætur í ljós álit sitt á málefnum líðandi stundar. Hann heldur úti heimasíðu, sem er persónulegt málgagn hans, og er óhætt að mæla með henni sem skyldulesningu fyrir áhugamenn um þjóðmál. Oftast nær er ég hjartan- lega ósammála skrifum hans enda er hann meðal skeleggustu talsmanna fyrir hið „villta vinstri" í íslenskum stjórnmálum. Mér finnst hins vegar virðingarvert að hann segir skoðanir sínar umbúðalaust og enginn þarf að efast um afstöðu hans eða flokks hans til einstakra mála. Það sama er hins vegar ekki hægt að segja um suma aðra flokka á vinstri vængnum. Strákar og stelpur í silkigöllum Fyrir stuttu birtust á heimasíðu Ög- mundar skrif, sem ekki verða skilin öðruvísi en svo, að þar hafi hann metið léttvægt framlag fjármálamark- aðarins til íslensks efnahagsllfs. Hann vísar til þess að tekjumunur í samfé- laginu hafi aukist meðal annars vegna aukinna umsvifa fyrirtækja á þessu sviði á alþjóðavettvangi og segir í því sambandi: „Er jafnaðarsamfélaginu fórnandi fyrir 12 milljarða og nokkra stráka og stelpur í silkigöllum; þotu- liðið? Eða eigum við að snúa spurning- unni við: Er þotuliðinu fórnandi fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti? Mitt svar er játandi.“ Skilaboðin verða vart misskilin. Það hlýtur að mati Ögmundar að vera réttlætanlegt að þrengja starfsskilyrði fjármálafyrirtækja, jafnvel svo að þau flytjist úr landi, ef það gæti orðið til að auka hér jöfnuð í tekjuskiptingu. Sama á líklega við um önnur þau fyrir- tæki íslensk, sem haslað hafa sér völl á alþjóðavettvangi, náð verulegum árangri og umbunað stjórnendum og starfsfólki í samræmi við það. Það skiptir samkvæmt þessu ekki miklu, að þessi þróun hefur orðið til að stækka skattstofna hins opinbera veru- lega, fyrirtækin greiða mun hærri upp- hæðir í tekjuskatta en áður þrátt fyrir lægri skatthlutföll, sama á við um einstaklingana og skattar á fjármagns- tekjur eru orðnir mikilvæg tekjulind fyrir ríkissjóð, en slíkar tekjur voru fyrir tíu árum ýmist ekki skattskyldar, eins og átti við um vaxtatekjur, eða skiluðu óverulegum tekjum til ríkis- ins þrátt fyrir há skatthlutföll, eins og átti við um skatta á arð og söluhagnað af hlutabréfum. Það er trúlega líka létt- vægt í huga Ögmundar, að innan fyrir- tækjanna, sem hér er vísað til, hafa á undanförnum árum orðið til ótal vel launuð, áhugaverð og fjölbreytt störf. Það er áreiðanlega léttvægt í augum Ögmundar, enda er fólkið hjá þessum fyrirtækjum bara „nokkrir strákar og stelpur I silkigöllum; þotulið". Alltaf á móti þróuninni Þessi skoðun Ögmundar Jónas- sonar og flokksfélaga hans þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart. Þeir hafa jafnan beitt sér gegn þeim breyt- ingum á lögum og starfsumhverfi, sem stuðlað hafa að vexti og uppgangi fyrirtækjanna sem hér um ræðir. Þeir voru á móti EES-aðild og opnun mark- aða sem henni fylgdi. Þeir lögðust gegn einkavæðingu bankanna, sem leysti mikla krafta úr læðingi á fjár- málamarkaðnum. Þeir hafa alltaf lagst gegn skattalækkunum, sem hafa líka skipt verulegu máli í þessu sambandi. Þeir hafa í flestum atriðum verið á móti þeirri þróun íslensks efnahags- og atvinnulífs, sem átt hefur sér stað á síðustu árum. Ég þarf væntanlega ekki að taka fram að ég er í grundvallaratriðum ósammála þessum viðhorfum Ög- mundar og félaga. Ég virði þá hins vegar fyrir að vera sjálfum sér sam- kvæmir. Maður veit að minnsta kosti hvar maður hefur þá og hvers má af þeim vænta komist þeir til valda. Það er ekki svo lítils virði í stjórnmálum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisfiokksins (Reykjavík. Klippt & skorið Prófkjör Samfylking- arinnar hafa að sumu leyti verið fróðleg. Þannig gleymdist að telja 87 atkvæði 1' prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi, en þau munu ekki hafa skipt sköpum. Eins má nefna til tilkynningu á vef Samfylkingarinnar (www. samfylking.is) um úrslit prófkjörsins i Reykja- vík: „Alls greiddu 4842 atkvæði í prófkjörinu. Auðir seðlar og ógildir eru 110. Gild atkvæði eru því 4.759." Nú er klippari bara úr máladeild, en samkvæmt reiknikunnáttu hans standast þessar tölur nú ekki. Þar skeikar 83 atkvæðum en ekki 110, nú eða á hinn veginn, að gild at- kvæði hafi aðeins verið 4-732- w Urslitin í prófkjöri Samfylkingarinnar voru ekki byltingarkennd, enda varla við slíku að búast þegar efstu þrjú sætin voru frátekin. Nokkur undiralda var um endurnýjun, en þegar upp var staðið veittu þær tvær konur, sem mestar vonir voru bundnar við, þær Steinunn V. Óskars- dóttir og Kristrún Heimisdóttir, hvor annarri systrabyltu. Helstu tíðindin voru sjálfsagt þau að Ingi- björg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Sam- fylkingarinnar sem sóttist alein og óáreitt eftir 1. sætinu, fékk aðeins liðlega 69 prósent stuðning í það sæti. w Arangur Árna Johnsen í próf- kjöri sjálfstæðis- manna í Suðurlandi varð þó til þess að yfirskyggja útkomu formanns Sam- fylkingarinnar. Margir sjálfstæðismenn eru uggandi vegna stöðu Árna og hafa velt upp möguleikum til þess að koma í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn leiði Árna til trúnaðarstarfa fyrir þjóðina á ný eða að honum auðnist að draga fylgi flokksins niður á landsvísu, því tæpast telja allir á það hættandi að hleypa Árna að kjötkötlunum á nýjan leik. Flokksforystan virðist þó öldungis áhyggjulaus, þvi Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði í gær Áma njóta fyllsta trausts forystunnar. andres.magnusson@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.