blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 44

blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006 blaðið Hugað að handfarangri Nú þegar hertar reglur um handfarangur í millilandaflugi gilda er mikilvægt að huga vel að handfarangri og pakka því sem ekki má vera með í handfarangri með innrituðum farangri. Ef bann aðir hlutir eins og oddhvassir hlutir og vökvar í stærri umbúðum en 100 ml finnast við öryggisleit fá farþegar ekki að fara með þá inn fyrir öryggishlið. Það er engin aðstaða til að geyma bannaða hluti í flugstöðvum á (slandi og því eru þessir hlutir glataðir fyrir þá farþega sem eru með þá í handfarangri. A síðustu stundu Stundum getur verið skemmtilegt að plana fríin með löngum fyrirvara og lesa sér til um staðinn sem á að sækja heim og plana hinar og þessar skoðunarferðir. Fyrir þásem ekki vilja ákveða hluti langtfram ítímann getur veriðskemmti- ju jt, legt að kíkja á ferðavefinn lastminute.com en þar er að finna ýmis góð tilboð þegar bókað er með stuttum fyrirvara. 'V* !§P París á fjórum tímum Það er mjög sniðugt að byrja stutt- ar helgarferðir á skipulagðri skoðun- arferð þar sem helstu merkisstaðir borgarinnar, sem heimsótt er, eru skoðaðir. Þannig fær maður sögu og landafræði borgarinnar beint í æð. Fyrir þá sem stefna á að skreppa í helgarferð til Parísar með Icelanda- ir er boðið upp á skipulagðar skoð- unarferðir sem Laufey Helgadóttir leiðsegir. Laufey er listfræðingur og leiðsögumaður og hefur verið búsett í París í meira en 20 ár og er því nákunnug borginni. Skoðun- arferðin tekur ekki nema 4 klukku- stundir og skoðaðir eru allir helstu staðir þessarar sögufrægu borgar. Ferðirnar eru farnar á þriðjudögum og laugardögum. Á laugardögum er gott að fara til að losna við mesta umferðarþungann. Staðir eins og Bastillutorgið og Nýja óperan eru á dagskránni, Hotel de Ville, Louvre og Palais Garnier, Place Vendome og Champs-Elysées. Síðan er stopp- að á Concorde-torginu þar sem út- sýnið er best yfir að Eiffelturninum Laufey Helgadóttir er leiðsögumaður í París. Hún hefur verið búsett í París í 20 ár og þekkir því vel til staðhátta íþessari fallegu þorg. Castro afnam jólin og ef tími leyfir er farið inn í Notre Dame-kirkjuna. Eftir svona góða skoðunarferð er síðan hægt að ákveða hvað hvern og einn langar að skoða nánar eða eyða því sem eftir er af ferðinni með góðri samvisku á kaffihúsum og á óskipulögðu rölti um borgina. Það hefur færst í vöxt á undanförnum árum að íslendingar kjósi að eyða jólunum á framandi slóð- um. Nú í ár er í fyrsta skipti boðið upp á skipulagðar ferðir, á vegum Heimsferða, til Kúbu yfir jólin, en Kúba hefur verið vinsæll áfangastaður fyrir ferðaglaða Islend- inga. Olafur Gíslason listfræðingur er fararstjóri Heimsferða á Kúbu og hann ætlar að dvelja um komandi jól á eyjunni fögru. Olafur hefur marg- sinnis dvalið á eyjunni og þekkir vel til sögu og menningar eyjarskeggja. „Ég hef einu sinni eytt jólunum á Kúbu en það var árið 1975 og þá var ég í vinnu og varð ekki mikið var við aðþað værujól.” Castro afnam jólin eins og frægt er en það gerði hann vegna þess að syk- urreyrsuppskeran var í hámarki á þessum tíma og þegar landið byggði afkomu sína nær eingöngu á upp- skerunni þurftu allir að leggja fram vinnu sína á þessum tíma. Ástandið er ekki lengur þannig á Kúbu og ýmis- legt er gert í tilefni jólanna og þá ekki síst fyrir ferðamenn en opinberir fjöl- miðlar og stjórnvöld gera ekki mikið úr jólahátíðinni. Allir gististaðir búa til að mynda til evrópska jólastemn- ingu og verslunargötur eru skreyttar og jafnvel er byrjað að selja almenn- ingijólaskraut. „Opinbert kristnihald var afar tak- markað eftir byltingu af því að bylt- ingin átti að koma í staðinn fyrir trú- arbrögðin og kaþólska kirkjan átti lengi vel erfitt uppdráttar á Kúbu,” segir Ólafur en bætir því við að nokk- ur breyting hafi orðið þar á á síðast- liðnum 10 árum eða síðan Jóhannes Páll páfi heimsótti eyjuna. „Páfinn og Castro fundu sameigin- legan flöt og voru sammála um ým- islegt er varðaði stöðu fátækra þjóða í heiminum og upp frá því hefur kirkjan haft meira svigrúm á Kúbu, margar kirkjur voru opnaðar að nýju og messur eru haldnar við ýmis tæki- færi.” Á Kúbu er stunduð blanda af afr- ískum fjölgyðistrúarbrögðum sem bárust með þrælum til Kúbu á 16. öld og kaþólskri trú og gengur þessi siða- blanda undir nafninu Santeria. Þessi siðablanda varð meðal annars með þeim hætti að hinir afrísku guðir tóku nöfn kaþólskra dýrlinga. „Innan Kommúnistaflokksins og kaþólsku kirkjunnar ríkir þegjandi samkomulag um að líta á þetta sem eðlilega trúariðkun og fer þessi trú- MIKIÐ ÚRVAL AF LÍKAMSRÆKTARVÖRUM TIL KEIMILISNOTA 0G í RÆKTINA Æfingagrifflur -7M|fcl|lt t - • rJtáu. kr. 1.790,- fanHft ARB Ólafur Gíslason Ætlar að eyða kom andi jólum á Kúbu en hann hefur margsinnis dvalið á þessari fögru eyju og veit mikið um menningu og sögu þjóðarinnar. Lyftingaólar kr. 990,- tllnliðsvafningar kr. 1.490,- Púðahanskar. kr. 6.990,- Æfingaboltar 55cm - 75cm verð frá kr. 2990, Undir strönd: Strendurnar og kóral- rifin eru náttúrufyrirbæri sem á sér fáa líka i veröldinni og það er mikið af ósnortnum ströndum á Kúbu. ariðkun fram jafnt innan kirkjunnar og í heimahúsum. Jólin eru í senn há- tíð Jesúbarnsins og hátíð Jesúbarns- ins frá Prag, sem er nafn guðsins Eleggua, sem er örlagaguð er leiðir okkur að upphafi og endalokum sér- hvers ferlis á lífsleiðinni. Jólin eru há- tíð nýs upphafs og því hátfð Eleggua. Jólin eru haldin hátíðleg í kirkjum en einnig eru veislur í heimahúsum og þar færa menn dýrafórnir.” Þegar Ólafur er beðinn um að nefna eitthvað sem hann mælir með að gera á Kúbu segir hann að áhuga- verðast við Kúbu sé mannlífið ann- ars vegar og náttúran hins vegar. Hann segir að náttúrunni kynnist maður best með því að fara inn í regn- skóginn í fjöllunum. „Það er upplif- um sem enginn gleymir, kúbanskur regnskógur með öllu sínu fugla- og dýralífi og ótrúlegri náttúrufegurð. Strendurnar og kóralrifin eru nátt- úrufyrirbæri sem á sér fáa líka í ver- öldinni og það er mikið af ósnortn- um ströndum á Kúbu. Mannlífið er líka áhugavert ogþað skrítna er að þrátt fyrir mikinn skort og niðurníðslu sem blasir við þá er fólkið glaðlynt og það er óvíða dans- að jafnmikið á götunum og á götum Havana.” Teygjur kr. 1.990, Sippubönd frá kr. 490,- Lyftingakrókur kr. 2.990,- Róðravél kr. 65.900, Fjölþjálfar frá kr. 49.900,- Þrekhjól kr. 72.900, ferðalö FJALLAHJOLABUÐIN FAXAFENI 7 S: 5200 200 www.gap.is MÁN- FÖS. KL. 9-Í81. LAU. KL. 10-14. WWW.gQp.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.