blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 50

blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 50
[ÓVEMBER 2006 blaöið ÞRIÐJUDi Rándýr Snákar teljast til flokks kjötætna en þeir éta ekkert nema önnur dýr og leggja sér grænmetisfæði sjaldan til munns. Af himnum Skylab sem var fyrsta bandaríska geimstöðin féll til jarðar ofan úr himingeimnum árið 1979. Engin slys urðu á fólki eða mann- virkjum þar sem stöðin hafnaði í sjónum í þúsund molum. Spólað til baka Leiksýningin Best í heimi er enn á fjölum ' 1 | Iðnó og hægt að ™ " mæla með þeirri sýningu svona JSaKr '* ^ til að húðstrýkja M1 sjálfan sig ögn fyrir íslenskan heimóttarskap- inn. Frábær skemmtun sem " allir góðir íslend- ingar hafa gott af að sjá. (slendingar ættu að vera þaul- vanir illri veðráttu og kunna að klæða af sér gaddinn og slydd- una. Þessi helgi var eiginlega fyrsta vetrarhelgin á höfuðborg- arsvæðinu. Fyrsta helgin þar sem virkilega reyndi á þunnan tískuklæðnað Reykvíkinga. En það er með ólíkindum að ganga niður Laugaveginn og sjá gall- harða (slendinga á helgarvappi í þunnum leðurjökkum, bolum og gallaþuxum. Inni á milli má sjá dúðaða ferðamenn í göngu- skóm, snjóbuxum og risastórum dúnúlpum með skíðagrímu yfir andlitinu til að verjast kulda. Ég veit ekki hvort harðkjarna útvist- argen hefur tekið yfir svo við getum gengið nærri því nakin um þetta kalda land eða hvort í raun er um að ræða raunveruleika- flótta eða yfirgengilega hégóma- girnd. Ég held að minnsta kosti að okkar á milli séum við búin að byggja upp feiknasterka ímynd af Reykjavík sem heimsborgara- legum menningarsuðupotti þar sem gáfum prýtt og fagurt fólk töfrar fram það allra besta í heimi í menningu og listum. Og þeirri ímynd trúum við jafnglatt og við trúum því að snjóstormur- inn sé aðeins leikandi gola. ættu að kíkja í heimsókn í Hlíðarnar Staðhættir: íbúðin er í Hliðunum í Reykja- vík. Aðeins steinsnar frá Miklatúni og Kringl- unni, svo ekki sé talað um Suðurver þar sem hægt er að fullnægja öllum daglegum þörfum Hvenær er hentugast að ferðast: Best er að koma um kvöldmatarleytið á sunnudegi, þá er ég búinn að elda eitthvað geðveikt sniðugt sem ég hef séð hjá Rachael Ray, en ég hef nú þegar eldað tvisv- ar eftir þessum glænýja þætti. Heilsa: isskápurinn er yfirleitt uppfullur af ávöxtum og hollustu, nóg af ferskum ananas, sojajógúrt og hrísmjólk. Þannig að það er vel hugsað um heilsuna á þessum bæ. Vert að sjá: Það er nú ekki mikið að sjá þar sem ég er nýfluttur inn, en það er allt að tínast inn, það sem er kannski eitt- hvað varið í að sjá núna er vínskápurinn, en hann er gömul hugguleg mubla sem er hægt og rólega að fyllast. Hættur: Varast þarf að gleyma sér í sjónvarpsglápi í stofunni þar sem heima- bíóið sér manni fyrir hágæöa afþreyingu. Siðir og venjur: Venjan er að lesa góðar bækur og hlusta á góða tónlist samhliða áhorfi á aðeins það besta sem kvikmyndasagan býður upp á. The English Patient fer ósjaldan undir geislann þar sem hún er timalaust listaverk. Matur og menning: Allt sem Rachael Ray mælir með og allt sem inniheldur hvitlauk á upp á pallborðið á þessu heimili. Samfélag og menning: Hér búa einungis hámenntaðir listamenn sem hafa ferðast um heiminn og hafa þroskaðan og vandaðan smekk fyrir menningu. Á meðan koma dúðaðir ferða- menn hingað til lands til að líta augum ofvaxið fiskiþorp á hjara veraldar og furða sig á þeirri ofvirkni sem ríkir í þjóðarsálinni. Allt morandi í fegurðardrottn- ingum, heljarmennum og rithöf- undum. Útlendingar sem hingað koma til að lifa góðu lífi komast fljótt að því að það er sama hvort þú kemur frá Noregi eða Taílandi, þú munt aldrei verða jafn frábær og meðal (slendingur. Og mátt hrópa hátt húrra yfir því að hinir frábæru íslendingar leyfi þér náðarsamlegast að setjast að á sínum verðmæta menning- arskika. Sín á milli tala útlendingarnir hins vegar um það hvað íslend- ingar séu allir skuggalega líkir, með stór höfuð og langt á milli augna, langan búk, stuttar lappir og grámóskulegan háralit. Og um það hve dauflegum og einrænum tóni þeir tali í sam- ræðum, að þeir séu dónalegir og sjúgi upp í nefið og kunni ekki almennar kurteisisreglur. Þeir tala líka um það í alvarlegri tón, hversu algengir sjúkdómar séu meðal barna hér á landi, áfeng- issýki og geðsýki. Og oftast tala þeir um að allir (slendingar séu skyldir í sjöunda ættlið. Island frá sjónarhóli svartsýns útlend- ings minnir helst á heimahaga Borats og er afar ólíkt þeirri róm- antísku sýn sem við íslendingar höfum af heimsborgaralega fiskiþorpinu okkar. Hvað þarf að hafa með: Ekk- ert nema sjálfan þig. Dýralíf: Engin gæludýr takk, bara alls ekki. Ég á fullt í fangi með að hugsa um sjálfan mig. Unnendur tölvuleikja eru að missa sig yfir nýju Playstation 3 leikjatölvunni sem kom á markað í Japan á dögunum. Hún kemur á markað í Bandaríkjunum j vikunni en Evrópubúar þurfa að bíða fram á næsta ár til að eignast hana, eða fara aðrar leiðir en að ganga út í næstu búð. Nú þegar leita kaupendur á Ebay að tölvunni logandi Ijósi og geta augljóslega ekki beðið stundinni lengur eftir að eignast gripinn því tölvurnar seljast hæstbjóðendum á himinháu verði. Leikjatölvan kemur til með að kosta um 500 dali á Bandaríkjamarkaði til að byrja með eða rúmar 30.000 íslenskar krónur, þær seljast hins vegar á allt að 8.000 dollara eða um hálfa milljón íslenskra króna á Ebay um þessar mundir þótt með heþpni sé hægt að finna tölv- urnar á um 70.000 íslenskar krónur. Græjan kemur í stað Playstation og PS2 og á að keppa við Xbox 360 frá Microsoft og Wii frá Nintendo. Um helgina ríkti örtröð fyrir utan þær verslanir í Japan sem höfðu nýju leikjatölvuna til sölu. Langar biðraðir mynduðust og sumir höfðu beðið í röðum dögum saman. PS3 leikjatölvan hefur stórt minni, er seld í þráðlausri útgáfu, auðvelt er að ferðast á Netinu og hægt að hafa opnar allt að 6 síður í einu auk þess sem tengi- búnaður á greiðari leið að tækinu en öðrum leikjatölvum á markaði. Þó er ekki enn hægt að tengja iPod við tölvuna og ákveðin tregða ríkir til þess hjá Sony og unnið er að því að tengja Walkman við hana þess í stað. Hinn japanski Teruma Naito from Oda City var einn þeirra sem festu kaup á tölvunni á laugardag. ,Sumir tóku til þess bragðs að borga útigangs- fólki mörg þúsund krónur til að bíða fyrir sig í röð," sagði Teruma. „En ég var svo heppinn að kaupa 20 gb útgáfuna og röðin sem ég beið í var ekki svo brjálæðislega löng.” Terumi segir samt mikinn hasar hafa fylgt því að bíða í röð- inni og fólk hafi beðið eftir kaupendum þegar þeir komu út með tölvunar í von um að ná þeim af þeim fyrir gott verð. ,Ég hef nú prófað tölvuna,” segir Teruma Naito. ,Og ég er yfir mig hrifinn, þráðlausa tengingin og myndgæðin eru engu öðru lík og það að það sé hægt að setja inn myndir, tónlist, kvik- myndir.vafra um á Netinu og leika tölvuleiki á Netinu, allt þetta er æðisgengið.” Leikirnir sem hannaðir hafa verið fyrir tölvuna eru þó fáir til að byrja með og Terumi endaði á að kaupa Ridge Racer 7 og Gundam: Target in Sight, leiki sem hann er ekkert æstur í en þótti skástir. PS3 Mikill hasar og örtröö í Japan þar sem PS3 kom á markað um helgina. Hennar er beöiö meö eftirvæntingu hér á Vesturiöndum Kristjana Guðbrandsdóttir » Vegvísir að íbúðinni minni ■P'' Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari býr ^ j Hliöunum en hann gefur lesendum Blaðsins vegvisi að íbúð sinni þessa vikuna. Jóhannes er um þessar mundir að gefa út ævintýraplötuna Ævintýralandið, Bjartur og Bergur í landmu sein einu sinni varásamt félaga sínum Góa. Best er að sækja Jóhannes heim á sunnudögum en þd eru allar likur á þvi að hann hafi eldað dýrindismáltíð að hætti Rachael Ray. Gestum og gangandi er einnig boðið upp á vitsmunalegar samræður þar . sem þarna búa einungis vel menntaðir listamenn sem hafa ýmsar L. sögur að segja af heiminum fjær og nær. Vinskápurmn er eitlhvað sem gestir og gangandi verða að sjá. Það fer ekki illa um neinn sem sækir Hlíðarnar heim. Hér er einungis gott kaffi að fá og jafnvel eitthvað með því. Missa sig á Ebay yfir PS 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.