blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 14.11.2006, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006 blaðió kolbrun@bladid.net Afmælisborn dagsms KARL BRETAPRINS, 1948 CLAUDE MONET MÁLARI, 1840 JAWAHARLAL NEHRU FORSÆTISRÁÐHERRA, 1889 Samtalsbók við Bono og fleiri bækur * Sögur út- gáfa hefur gefið út Sálnaflakk- arann eftir Michelle Paver, en hún er framhald bókar- innar Úlfabróðir sem kom út á íslensku á síðasta ári. í Sálnaflakkaranum halda mögnuð ævintýri Toraks og Renn áfram "JjI'AiNYHu m. >“ 1 í'li'IHkl |\ fí.1 V'.gm* u 4/ 'M. ; i XjSi, þar sem þau þurfa að berjast upp á líf og dauða við máttug öfl. Sögur út- gáfa gefur einnig út bókina Meiri fánýtur fróðleikur eftir Noel Botham. Meiri fánýtur fróðleikur hefur að geyma ýmsan fróðleik sem hefur þann tilgang að varpa skemmti- legu Ijósi á heiminn í kringum okkur. Bono er sam- talsbók i-W* Michka Assayas við einn frægasta og áhrifamesta tónlistarmann síð- ustu áratuga. f þessari bók lýsir Bono sér meðal annars sem að- gerðasinna og farandsölumanni hugmynda en barátta hans fyrir niðurfeliingu skulda þriðja heimsins hefur gert hann að einum áhrifamesta listamanni samtímans Captain Oskarsson er ævisaga Kristjáns Hólms Óskars- sonar eftir Svövu Jóns- dóttur. Örlög Kristjáns voru ráðin þegar hann réð sig sem hjálparkokk á kolakynta skipið Costa Rica aðeins 17 ára gamall. Siglingar urðu ævistarf hans en Kristján var stýrimaður og síðar skip- stjóri á fjölda skipa sem sigldu um heimsins höf. Hann flutti aldrei afturtil fslands. Lucia MICARELLI 9. desember á Nasa perf#rmer perf ortnor.is menningarmolinn Moby Dick kemur út Á þessum degi árið 1851 kom út í New York skáldsagan Moby Dick eftir Herman Melville um ferðir hvalveiðiskipsins Pequod og leit Ahabs skipstjóra að hvíta hvaln- um. Bókin hafði komið út í Lond- on mánuði fyrr. Skáldsögunni var ekki vel tekið en hún telst nú eitt af meistaraverkum bandarískra bók- mennta. Moby Dick var sjötta bók Melville en hann hafði lofað útgáfu- stjóra sínum ævintýrasögu svipaða þeim sem hann hafði áður skrifað. Melville lést árið 1891, svotil gleymdur. Á þriðja áratug 20. ald- ar enduruppgötvuðu bókmennta- menn verk hans og þá sérstaklega Moby Dick sem varð vinsæl skyldu- lesning í bandarískum skólum. Billy Budd, síðasta skáldsaga Mel- ville, kom út árið 1924, 33 árum eft- ir dauða hans. Ath Magnusson „Borgarstjormn i Casterbridge á fortakslaust erindi viö okkur, hún fjallar um baráttu ein stakhngsms viö eigin manngerö og i um serþratt fyrirgoö aform irdy komið út ;ku Barátta við eigin manngerð ókafélagið Ugla hefur gefið út Borgarstjór- ann í Casterbridge eftir Thomas Hardy i þýðingu Atla Magnús- sonar. Sagan, sem kom fyrst út árið 1886, gerist á æskuslóðum höfundar í Dorchester á Englandi, sem er Cast- erbridge í sögunni. Atvinnulaus landbúnaðarverkamaður, Mikael Henchard, selur í ölæði konu sina og dóttur ókunnum sjómanni á sveita- markaði. I iðrun og örvæntingu hefur hann árangurslausa leit að konunni og barninu og gengur i 21 árs bindindi. Að átján árum liðnum hefur vegur hans vaxið svo að hann er orðinn borgarstjóri í Casterbridge, voldug- ur kaupmaður og mikils metinn. En fortiðin hvílir á honum eins og mara. Lagði hart að mér við þýðinguna „Það sem heillar mig sérstaklega við söguna er aðalpersónan Mikael Henchard sem er risavaxinn karakt- er. Ég hef þýtt fleiri skáldsögur sem snúast um sterka persónuleika og mikla örlagamenn. Þegar ég lít um öxl sé ég að ég laðast að þess háttar persónuleikum í bókmenntum," seg- ir þýðandinn Atli Magnússon. Um þýðinguna segir hann: „Ætli það megi ekki segja að Hardy sé allþung- ur höfundur. Hann skrifaði þéttan og viðhafnarmeiri stíl en nú tíðkast, langar setningar og notaði orð sem ekki eru algeng í dag. Ég þurfti að leggja ansi hart að mér við að þýða þessa bók og ráðast jafnvel í að þýða þó nokkuð af gömlum skáldskap. Meðal annars yrki ég þarna upp einn af Davíðssálmum sem kemur við sögu í bókinni á örlagaríkum stað.“ Gamlir ástvinir Með útkomu Borgarstjórans í Cast- erbridge hafa þrjár af höfuðskáldsög- um enska rithöfundarins Thomasar Hardy komið út á íslensku. Árið 1942 var Tess af D’Urberville-ættinni gef- in út og árið 1968 kom út Heimkoma heimalningsins, báðar í þýðingu Tnoinas Hardtj Borgarstjónnn í Cásferbrid^é Snæbjarnar Jónssonar bóksala. „Ég hef lesið Tess af D’Urberville ætt- inni og Heimkomu heimalningsins,“ segir Atli. „Þetta eru rniklar sögur og einnig er mér afar hugstæð Jude the Obscure sem er með myrkustu skáldsögum í heimsbókmenntun- um. Alla sína tíð var Hardy legið það á hálsi að vera svartsýnismaður en hann neitaði því sjálfur. Borgarstjórinn í Casterbridge á for- takslaust erindi við okkur, hún fjall- ar um baráttu einstaklingsins við eigin manngerð og skilaboðin eru þau að það sé sama á hverju gengur, menn breyta ekki sjálfum sér þrátt fyrir góð áform. Þetta opinberast skýrt í aðalpersónunni, Henchard. Hann verður borgarstjóri en undir niðri leynist alltaf maðurinn sem seldi konuna sína á sveitamarkaði." Atli Magnússon hefur þýtt mörg iekkt verk heimsbókmenntanna og jar má nefna Carrie systir eftir Theo- dore Dreiser, Gatsby og Nóttin blíð eftir F. Scott Fitzgerald og Nostromo og Meistari Jim eftir Joseph Conr- ad. „Þær sögur sem ég hef þýtt eru í mínum huga gamlir ástvinir," seg- ir Atli. „Það er mikið í því fólgið að fá að miðla til annarra skáldsögum sem hafa snert lijarta manns. Þetta eru sögur sem hafa staðist prófraun tímans.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.