blaðið

Ulloq

blaðið - 14.11.2006, Qupperneq 38

blaðið - 14.11.2006, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2006 blaðió kolbrun@bladid.net Afmælisborn dagsms KARL BRETAPRINS, 1948 CLAUDE MONET MÁLARI, 1840 JAWAHARLAL NEHRU FORSÆTISRÁÐHERRA, 1889 Samtalsbók við Bono og fleiri bækur * Sögur út- gáfa hefur gefið út Sálnaflakk- arann eftir Michelle Paver, en hún er framhald bókar- innar Úlfabróðir sem kom út á íslensku á síðasta ári. í Sálnaflakkaranum halda mögnuð ævintýri Toraks og Renn áfram "JjI'AiNYHu m. >“ 1 í'li'IHkl |\ fí.1 V'.gm* u 4/ 'M. ; i XjSi, þar sem þau þurfa að berjast upp á líf og dauða við máttug öfl. Sögur út- gáfa gefur einnig út bókina Meiri fánýtur fróðleikur eftir Noel Botham. Meiri fánýtur fróðleikur hefur að geyma ýmsan fróðleik sem hefur þann tilgang að varpa skemmti- legu Ijósi á heiminn í kringum okkur. Bono er sam- talsbók i-W* Michka Assayas við einn frægasta og áhrifamesta tónlistarmann síð- ustu áratuga. f þessari bók lýsir Bono sér meðal annars sem að- gerðasinna og farandsölumanni hugmynda en barátta hans fyrir niðurfeliingu skulda þriðja heimsins hefur gert hann að einum áhrifamesta listamanni samtímans Captain Oskarsson er ævisaga Kristjáns Hólms Óskars- sonar eftir Svövu Jóns- dóttur. Örlög Kristjáns voru ráðin þegar hann réð sig sem hjálparkokk á kolakynta skipið Costa Rica aðeins 17 ára gamall. Siglingar urðu ævistarf hans en Kristján var stýrimaður og síðar skip- stjóri á fjölda skipa sem sigldu um heimsins höf. Hann flutti aldrei afturtil fslands. Lucia MICARELLI 9. desember á Nasa perf#rmer perf ortnor.is menningarmolinn Moby Dick kemur út Á þessum degi árið 1851 kom út í New York skáldsagan Moby Dick eftir Herman Melville um ferðir hvalveiðiskipsins Pequod og leit Ahabs skipstjóra að hvíta hvaln- um. Bókin hafði komið út í Lond- on mánuði fyrr. Skáldsögunni var ekki vel tekið en hún telst nú eitt af meistaraverkum bandarískra bók- mennta. Moby Dick var sjötta bók Melville en hann hafði lofað útgáfu- stjóra sínum ævintýrasögu svipaða þeim sem hann hafði áður skrifað. Melville lést árið 1891, svotil gleymdur. Á þriðja áratug 20. ald- ar enduruppgötvuðu bókmennta- menn verk hans og þá sérstaklega Moby Dick sem varð vinsæl skyldu- lesning í bandarískum skólum. Billy Budd, síðasta skáldsaga Mel- ville, kom út árið 1924, 33 árum eft- ir dauða hans. Ath Magnusson „Borgarstjormn i Casterbridge á fortakslaust erindi viö okkur, hún fjallar um baráttu ein stakhngsms viö eigin manngerö og i um serþratt fyrirgoö aform irdy komið út ;ku Barátta við eigin manngerð ókafélagið Ugla hefur gefið út Borgarstjór- ann í Casterbridge eftir Thomas Hardy i þýðingu Atla Magnús- sonar. Sagan, sem kom fyrst út árið 1886, gerist á æskuslóðum höfundar í Dorchester á Englandi, sem er Cast- erbridge í sögunni. Atvinnulaus landbúnaðarverkamaður, Mikael Henchard, selur í ölæði konu sina og dóttur ókunnum sjómanni á sveita- markaði. I iðrun og örvæntingu hefur hann árangurslausa leit að konunni og barninu og gengur i 21 árs bindindi. Að átján árum liðnum hefur vegur hans vaxið svo að hann er orðinn borgarstjóri í Casterbridge, voldug- ur kaupmaður og mikils metinn. En fortiðin hvílir á honum eins og mara. Lagði hart að mér við þýðinguna „Það sem heillar mig sérstaklega við söguna er aðalpersónan Mikael Henchard sem er risavaxinn karakt- er. Ég hef þýtt fleiri skáldsögur sem snúast um sterka persónuleika og mikla örlagamenn. Þegar ég lít um öxl sé ég að ég laðast að þess háttar persónuleikum í bókmenntum," seg- ir þýðandinn Atli Magnússon. Um þýðinguna segir hann: „Ætli það megi ekki segja að Hardy sé allþung- ur höfundur. Hann skrifaði þéttan og viðhafnarmeiri stíl en nú tíðkast, langar setningar og notaði orð sem ekki eru algeng í dag. Ég þurfti að leggja ansi hart að mér við að þýða þessa bók og ráðast jafnvel í að þýða þó nokkuð af gömlum skáldskap. Meðal annars yrki ég þarna upp einn af Davíðssálmum sem kemur við sögu í bókinni á örlagaríkum stað.“ Gamlir ástvinir Með útkomu Borgarstjórans í Cast- erbridge hafa þrjár af höfuðskáldsög- um enska rithöfundarins Thomasar Hardy komið út á íslensku. Árið 1942 var Tess af D’Urberville-ættinni gef- in út og árið 1968 kom út Heimkoma heimalningsins, báðar í þýðingu Tnoinas Hardtj Borgarstjónnn í Cásferbrid^é Snæbjarnar Jónssonar bóksala. „Ég hef lesið Tess af D’Urberville ætt- inni og Heimkomu heimalningsins,“ segir Atli. „Þetta eru rniklar sögur og einnig er mér afar hugstæð Jude the Obscure sem er með myrkustu skáldsögum í heimsbókmenntun- um. Alla sína tíð var Hardy legið það á hálsi að vera svartsýnismaður en hann neitaði því sjálfur. Borgarstjórinn í Casterbridge á for- takslaust erindi við okkur, hún fjall- ar um baráttu einstaklingsins við eigin manngerð og skilaboðin eru þau að það sé sama á hverju gengur, menn breyta ekki sjálfum sér þrátt fyrir góð áform. Þetta opinberast skýrt í aðalpersónunni, Henchard. Hann verður borgarstjóri en undir niðri leynist alltaf maðurinn sem seldi konuna sína á sveitamarkaði." Atli Magnússon hefur þýtt mörg iekkt verk heimsbókmenntanna og jar má nefna Carrie systir eftir Theo- dore Dreiser, Gatsby og Nóttin blíð eftir F. Scott Fitzgerald og Nostromo og Meistari Jim eftir Joseph Conr- ad. „Þær sögur sem ég hef þýtt eru í mínum huga gamlir ástvinir," seg- ir Atli. „Það er mikið í því fólgið að fá að miðla til annarra skáldsögum sem hafa snert lijarta manns. Þetta eru sögur sem hafa staðist prófraun tímans.“

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.