blaðið - 24.11.2006, Page 10

blaðið - 24.11.2006, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 blaöið UTAN ÚR HEIMI Tugþúsundir fylgdu ráðherra til grafar Tugþúsundir Líbana fylgdu Pierre Gemayel, ráðherr- anum sem var myrtur í vikunni, til grafar í Beirút í gær. Ráðherrann var einn helsti baráttumaður gegn áhrifum Sýrlendinga í Líbanon og hafa stjórnvöld í Damaskus verið sökuð um að vera viðriðin morðið. Þau neita því. Varað við heróínflóði Yfirmaður fíkniefnamála hjá Sameinuðu þjóð- unum hefur varað við því að heróínflóð sé um það bil að skella á Evrópu. Er þetta rakið tii mik- illar ræktunar á valmúa í Afganistan. Costa segir efnið vera hreinna en áður og hættulegra. SÓMALÍA Stríð í uppsiglingu Forsætisráðherra Eþíópíu segir að stjórnvöld hafi lokið undirbúningi fyrir stríð gegn íslam- istum í Sómalíu. I ræðu sinni á þingi í gær sagði Zanawi að íslamistarnir væru mikil ógn við þjóðaröryggi Eþíópíu. Heilsu rússnesks uppljóstrara sem var eitrað fyrir hrakar: KR-ingar: Vilja knatt- spyrnuhús „Við erum að skoða svæðið í heild sinni og meðal annars möguleikann á að byggja lítið knattspyrnuhús,“ segir Ingólfur Már Ingólfsson, framkvæmda- stjóri KR. Arkitektastofan Andrúm hefur fyrir hönd KR lagt fram fyrirspurn fyrir skipulagsráð Reykjavíkur um mögulegar breytingar á deiluskipulagi við KR-völlinn. Er markmiðið að skoða hvar megi koma fyrir knattspyrnuhúsi á lóðinni. Málið var tekið fyrir á fundi ráðsins í síðustu viku og vísað til umsagnar íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur og hverfisráðs Vesturbæjar. Að sögn Ingólfs hafa KR- ingar átt í viðræðum við borgar- yfirvöld um mögulegt samstarf en ekkert liggur enn fyrir í þeim efnum. „Við höfum fengið jákvæð viðbrögð en erum hins vegar ekki komnir með nein loforð.“ Litvinenko á valdamikla óvini ■ Glæpasamtök og embættismenn vildu þagga niður í honum ■ Hafði verið varaður við Mario Scaramella, sem er ítalskur sérfræðingur í njósnum Sovét- manna á tímum kalda stríðsins, full- yrðir að að hagsmunir skipulagðra glæpasamtaka og háttsettra embætt- ismanna í Rússlandi hafi falist í því að þaggað yrði niður í Alexander Litvinenko, fyrrum leyniþjónustu- manninum sem talið er að hafi verið byrlað eitur fyrir þremur vikum. Versnar dag frá degi Litvinenko liggur nú þungt hald- inn á sjúkrahúsi í London og er í lífshættu. Ástand hans fer versnandi dag frá degi og í gær sögðu læknar hans að fundist hefðu hringlaga að- skotahluti í ristlinum. Ekki er vitað um áhrif þeirra. Mafía frá Pétursborg Scaramella segir að hann hafi hitt Litvinenko á veitingastað í London sama dag og talið er að honum hafi verið byrlað eitrið. í við- tali við breska ríkisútvarpið, BBC, segir Scaramella að Litvinenko hafi fundað með tveimur Rússum á hót- eli í borginni fyrr þann dag. Scara- mello segir að hann eigi valdamikla óvini og segir að á fundi þeirra þann dag hafi hann reitt fram bréf frá sam- eiginlegum heimildarmanni. Bréfið innihélt aðvörun um að líf Litvinen- kos væri í hættu. Scaramella segir að hald Litvin- enko hafi verið að glæpasamtök sem starfa í Pétursborg, með hugs- anleg tengsl við stjórnvöld í Moskvu, væru á hælum hans. Aðrir vinir Lit- vinenkos hafa áður haldið því fram í fjölmiðlum að stjórnvöld í Kreml séu viðriðin veikindi hans. Þeim ásökunum hefur verið vísað á bug. Gagnrýndi Pútín Alexander Litvin- enko, sem nú breskur ríkisborg- ari, gerðist harður gagnrýnandi Vlad- imírs Pútíns í kjöl- far þess að hann hætti að starfa fyrir rússnesk stjórnvöld. Árið 2002fullyrtihann í bók sinni Rúss- land sprengt upp að stjórnvöld hefðu staðið fyrir hryðju- verkaárásum í landinu sem hefðu kostað 300 manns lífið en kennt að skilnaðarsinnum í Tsjetsj- eníu um þær. Áður en hann veiktist var hann að rannsaka Mario Scaramella Hitti Litvin- enko sama dag og hann veiktist. morðið á Önnu Politkovskaya. Hún var blaðamaður sem ' , hafði rannsakað stjórn- völd í Rússlandi og \\ Tsjetsjeníu og sakaði 4 þau um óhæfuverk. \ Politkoskaya var , skotin til bana \ í október og voru stjórnvöld í Tsjetsjeníu sökuð um að hafa staðið að baki morðinu á henni. Hryðjuverka- lögregla Bret- lands rannsakar nú mál Litvinenkos og er talið að það geti haft víðtækar pól- itískar afleiðingar finnist sannanir fyrir því að veik- indin séu tilkomin vegna inn- töku eiturs. lif [ý Þegar gæðin skipta máli Lotus Professional borðpappírsvörur Til hátíðabrigða Halldór Sigdórsson aðstoðarverslunarstjóri hjá RV í verslun RV að Réttarhálsi eru nú á tilboði Lotus LinStyle dúkar og servíettur í mörgum litum. Einnig eru á tilboði ýmsar gerðir af servíettum, diskamottum og „löberum" með jólamynstri. Takmarkað magn er í boði af sumum jólavarningi. Fyrstur kemur fyrstur fær. Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2*110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is W Indónesía: Hnefaleika-apar lausir úr ánauð 48 órangútanar sneru aftur til heimkynna sinna í Indónesíu í gær eftir að hafa varið stærstum hluta lífs síns í að keppa í hnefaleikum í skemmtigarði í Bang- kok á Taílandi. Aparnir fengu höfðinglegar mót- tökur á herflugvelli i Djakarta við heimkom- una og fór eiginkona for- Öpunum hafði verið smyglað frá Ind- ónesíu á sínum tíma og þeim komið fyrir í skemmtigarði í Bang- kok. í garðinum voru þeir klæddir upp að sið hnefaleikamanna og þeim att saman gestum til skemmtunar. Hnefa- leikakeppni apa hefur um áratugaskeið verið seta landsins, Kristiani III meðferð Hætt var að eitt helsta aðdráttar- Yudhoyone, fyrir mót- ^ta fPa keppa i hnefaleik- af| skemmtigarðsins. tökunefndinni. Forseta- um 2004. Hinsvegar var þeirri frúin sagði endurkomu þeirra vera iðju hætt fyrir tveimur árum í sambærilega við það þegar týndi kjölfar þrýstings frá alþjóðlegum sonurinn snýr loksins heim. dýraverndunarsamtökum. Höfðinglegar móttökur Forsetafrú Indónesíu tekur á móti einum af öpunum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.