blaðið - 24.11.2006, Page 14

blaðið - 24.11.2006, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 HVAÐ MANSTU? 1. Hvað heitir skemmtanastjóri skemmtistaðarins Rex? 2. Hvað heitir rektor Háskóla Islands? 3. Hvað hefur hljómsveitin Á móti sól starfað lengi? 4. Hvað hét ráðherrann í Líbanon sem var myrtur í vikunni? 5. Hver skrifaði Ijóðið Rime of the Anicent Mariner? blaöié Svör: heilsa tuiföu þáó gott LIÐ-AKTIN 6XTRA J Glucosamine & Chondroitin 60 töflur m Heldur liðunum liðugum! n9í heilsa VöAyjO' -haföu þaö gott Bretland: Bretar yfirgefi Basra í vor Bretar ætla að fela írökum stjórn borgarinnar Basra á ein- hverjum tímapunkti næstkom- andi vor segir Margret Beckett utanríkisráðherra. Beckett sagði þróun ástands- ins í borginni vekja vonir um að hermennirnir geti farið þaðan. RUÐUVOKVI Á ÖLLUM EGO STÖÐVUM Ódýrt eldsneyti + ávinningur! EGO er við: Fellsmttla, Hæða-jntára, Satavcg, Smaralind, Stekkjarbakka og Vatnagarða! GENGIGJALDMIÐLA Bandarikjadalur 70,75 71,09 . E S ■é Sf ' ° 6; P C_3 3 03 H •O Í— Q_ C/j cn S. có tí iri ss Sterlingspund 135,41 136,07 áljf Dönskkróna 12,29 12,37 ns Norskkróna 11,10 11,16 J|S Sænskkróna 10,11 10,17 ■I Evra 91,67 92,19 Leigusali hundsar úrbótakröfur slökkviliðs í rúm þrjú ár: Sleppur við dagsektir Úrbóta óskað ítrekað Dagsektir nær aldrei innheimtar Eftir Viggó Ingimar Jónasson viggo@bladid.net Eigandi húss að Laugavegi 32 hefur enn ekki verið rukkaður um dagsektir þremur og hálfu ári eftir að frestur til að bregðast við kröfum slökkviliðsins um úr- bætur á húsinu og brunavörnum þess rann út. Maðurinn er einn þeirra húseigenda sem fengu bréf frá slökkviliðinu í apríl 2003 með til- lögum eða kröfum um úrbætur. Þetta var hluti af úttekt slökkvi- liðsins á brunavörnum húsa við og nærri Laugavegi eftir elds- voðann á Laugavegi snemma árs 2003 þegar ekkert varð eftir af húsunum að Laugavegi 40 og 4oa annað en brunarústir. Ólafur Bragi Jónasson, eigandi hússins að Laugavegi 32, er einn þeirra húseigenda sem fengu bréf frá slökkviliðinu í apríl 2003 með kröfum um úrbætur til að auka öryggi ef eldur brytist út í húsi hans. Hann fékk frest til 25. júní 2003 og var hótað dagsektum ef hann brygðist ekki við fyrir þann tíma. Það hefur hann ekki gert en þrátt fyrir það hefur slökkviliðið ekki lagt á hann dagsektir. í bréfinu til Ólafs segir meðal annars: „Þar sem íbúð er í risi þarf að brunahólfa bygginguna á milli hæða.“ Einnig voru gerðar athugasemdir við innan- og utanhússklæðningar hússins ásamt fleiri atriðum. Nú, rúmum þremur árum síðar, hefur enn ekkert verið gert til að lagfæra húsið i samræmi við kröfur slökkviliðsins. Bjarni Kjartansson, sviðsstjóri forvarnasviðs slökkviliðsins, segir að hótuðum dagsektum hafi ekki verið beitt og það hafi nánast aldrei komið fyrir að dagsektirhafi verið innheimtar í málum sem þessum. Hann segir að vandamálið liggi í aldri húsnæðisins því ef húsnæðið er byggt fyrir gildistöku bruna- laga, sem voru sett 1979, sé erfitt að krefjast úrbóta. Risíbúð er í húsinu og hefur hún verið notuð til búsetu í ára- tugi. Hún var þó ekki samþykkt af borgaryfirvöldum fyrr en í desember 2002 og hálfu ári síðar, nokkru eftir eldsvoðann á Lauga- vegi og eftir að slökkviliðið gerði kröfu um úrbætur, seldi Ólafur Bragi íbúðina. Þegar íbúðin var samþykkt hefðu borgaryfirvöld getað krafist þess að úrbætur yrðu gerðar á húsinu en það var ekki gert. Við söluna var gerður samningur þar sem seljandi ábyrgðist að „ef komi til þess að brunahólfa loft 1. hæðar, í sam- ræmi við brunavarnarstaðla, þá muni enginn kostnaður vegna þess falla á kaupanda". Leigjandi verslunarhúsnæðis í húsinu segir að hann hafi marg- sinnis bent eiganda hússins á að brunavörnum hússins væri ábóta- vant en eigandi hefur enn sem komið er ekki farið að óskum leigjanda og slökkviliðs. Eigandi húsnæðisins, Ólafur Bragi Jónas- son, segist ekkert skilja í þessum kvörtunum. „Það er allt í fína lagi í húsinu. Það er ekki yfir neinu að kvarta þarna, þetta er bara eitt- hvert ergelsi i leigjandanum." VISA Lán er hagstæð leið til greiðsludreifingar við kaup á vörum eða þjónustu. + Staðgreiðsluverð + Framlengdur ábyrgðartími + Lægri vextir + Flutningstrygging + Lægri kostnaður + Vildarpunktar + Til allt að 36 mánaða Nánari upplýsingar á www.visa.ls/visalan eða í sima 525 2000 II VISA Lán - HAGSTÆDAR AFBOGANIR

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.