blaðið - 24.11.2006, Qupperneq 23
blaðið
Ef við hættum að reyna að vera ham-
ingjusöm þá gæti okkur liðið alveg
ágætlega.
Edith Wharton
cc
FðSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 23
Afmælisborn dagsms
HENRI DETOULOUSE-LAUTREC MÁLARI, 1864
SCOTT JOPLIN TÓNLISTARMAÐUR, 1868
Er Latibær
skyndibiti?
Er Lafibær skyndibiti? Og meira
að segja óhollur skyndibiti? Það
er niðurstaða Dagnýjar Krist-
jánsdóttur prófessors sem hefur
lagst í verk Magnúsar Schevings
um íþróttaálfinn knáa og birtir
grein um þau í nýju hefti Tímarits
Máls og menningar. Fyrirbærið
Latibær gæti verið kennsludæmi
í menningarfræðum og mark-
aðsfræðum, segir Dagný, svo
ótrúlega vel hefur gengið að
breiða það út um heimsbyggðina.
En hvernig er talað til neytend-
anna - barnanna - í bókunum og
sjónvarpsþáttunum um Latabæ?
Að mati Dagnýjar er talað niður til
þeirra og afar neikvæð mynd af
barninu lögð til grundvallar sög-
unum sem sagðar eru. Börnin í
Latabæ eru einvíðar persónur,
þroskast ekkert og læra ekkert,
taka bara við skipunum íþrótta-
álfsins - sem verður eins konar
nútíma Grýla. Líkami barnanna
er vígvöllur, eins og í viðvörun-
arsögum 18. aldar, þar sem eilíf
TIMARÍT
barátta er háð við fýsnir og lesti,
því þótt börnin hlýði um skeið
eru þau fljót að detta ofan í fýsnir
sínar aftur af því þau hafa ekkert
lært í raun og veru. í orði kveðnu
boðar Magnús Scheving umburð-
arlyndi og fordómaleysi en raunin
er önnur. Það er eineltiskeimur af
því að viðurnefni barnanna skuli
ekki breytast þó að þau yfirvinni
lesti sína - enda reynast þau
ekki hafa yfirunnið neitt. Og hvar
eru foreldrar barnanna í Latabæ?
Hver á að búa til holla matinn
sem íþróttaálfurinn vill að þau
borði? Það er kannski von að
þau flýi í skyndibitana aftur, yfir-
gefin af öllum nema álfinum.
Á kápu nýja heftisins er mynd
Halldórs Péturssonar af Grýlu
sem vísar í afmælisgrein Önnu
Þ. Ingólfsdóttur um Vísnabók-
ina sextuga í
heftinu. Meðal
efnis er einnig
ítarleg greining
Kristínar Rögnu
Gunnarsdóttur
á verðlauna-
bókinni Engill í
Vesturbænum
eftir Kristínu
Steinsdóttur og
Höllu Sólveigu
Þorgeirsdóttur,
sjötíu ára gamalt bréf frá fimm
verkakörlum á Akureyri til
Kristins E. Andréssonar sem
Árni Bergmann bjó til prentunar,
síðari hluti greinar Gísla Sigurðs-
sonar um íslenska málpólitík
og samanburður Jóns Yngva
Jóhannssonar á skáldsögunum
Roklandi og 101 Reykjavík eftir
Hallgrím Helgason. Ljóð eru í
heftinu eftir Þórarin Eldjárn, Ara
J. Jóhannesson, Einar Kárason,
Kristínu Svövu Tómasdóttur,
Magnús Sigurðsson og Hrund
Gunnsteinsdóttur. Smásagan
er eftir spænska rithöfundinn
Ana María Matute. Halldór Björn
Runólfsson skrifar um myndlist,
Sif Gunnarsdóttir um norrænar
kvikmyndir og dr. Gunni fertil
Liverpool að heimsækja Bítlana.
Loks eru fjölmargar umsagnir um
bækur.
Fíasól á flandri
Hjá Máli og menningu er komin út Fíasól á flandri eftir
Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Halldór Baldursson.
Fíasól er átta ára gamall ferðalangur og óskabarn sem
lendir í einhverju fjörugu á hverjum degi. Hér útvegar hún
fjölskyldunni einkaþjón, kallar saman nokkra viðskiptarisa
til styrktar góðu málefni, hittir næstum því forsetann og
bregður sér í ævintýraferð til útlanda. Hressilegar sögur
Kristínar Helgu Gunnarsdóttur og bráðfyndnar myndir
Halldórs Baldurssonar gera Fíusól að eftirlæti íslenskra
bókaorma ár eftir ár.
Lítill drengur á dýrabaki
Hjá Máli og menningu er komin út Á dýrabaki eftir
Brian Pilkington og Þórarin Eldjárn.
Margir krakkar hafa farið á hestbak og sumir hafa
jafnvel sest upp á fíl en hvernig væri að taka sér
far með nashyrningi, gíraffa eða kengúru? Það
prófar lítill drengur í þessari bók og kemst að
skemmtilegri niðurstöðu. Söguna samdi Brian Pilk-
ington í orðum og myndum en Þórarinn Eldjárn
Ijóðskreytti á íslensku.
Ríkharður Jónsson átti markametið
með landsliðinu í 40 ár, 17 mörk í
33 leikjum; og enn á eftir að bæta það.
Þá var spilaður fótbolti, sagði Siggi Sig.
Jón Birgir Pétursson, blaöamaður og
rithöfundur, segir sögu Rikka.
Hann var ágætur, kallinn!
Saga stráks af Skaganum sem heillaði íslensku þjóðina með snilli sinni í fótbolta.
Sorg og mótlæti í æsku bugaði hann ekki. Valinn í landsliðið 16 ára, margfaldur
íslandsmcistari. Bauðst að fara í atvinnumennsku en lá við lömun eftir slys á
æfingu hjá Arsenal. Hryggbrotnaði í úrslitaleik gegn KR. Landsliðsþjálfari.
Málari að atvinnu og ábyrgur fimm barna faðir. Og svo er það pólitíkin.