blaðið - 24.11.2006, Page 27

blaðið - 24.11.2006, Page 27
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 27 dögunum að þá hefði verið ákveðið að bíða og sjá til og fylgjast með fugl- unum. Þetta getur ekki hafa verið hættulegt fyrst að yfirdýralæknir lætur fuglana vera áfram innan um hópinn. Nú eru liðnir níu mánuðir og á þessum níu mánuðum hefur ekkert gerst. Það hefur enginn fugl veikst. Það hefur enginn smitastf segir Jó- hanna sem sér engin rök fyrir því að gripið sé til þessara aðgerða núna. Aðgerðirnar þjóna engum tilgangi Jóhanna hefur meðal annars leitað til erlendra sérfræðinga í dýra- sjúkdómum út af atburðunum í Húsdýragarðinum. „Ekki einn einasti þeirra skilur þetta. Þeir segja að þegar það finnast mótefni sem eru gömul og dýrin eru búin að vera saman áður þá hefur þetta ekkert upp á sig og þjónar engum tilgangi," segir hún. „Við höfum fengið mjög góðan stuðning að utan bæði frá öðrum samtökum um gamla stofna á Norð- urlöndunum og dýralæknum á Norð- urlöndum og á Bretlandi. Menn eru náttúrlega afskaplega kurteisir en þeir efast mjög um svona aðgerðir og sjá ekki faglegan tilgang með þeim. Maður stendur ekki einn og líður því miklu betur þegar maður er búinn að tala við fólk sem var kannski að berjast við svona að- gerðir í fyrravor. Það er löngu liðin tíð. Menn gera ekki svona lengur úti,“ segir Jóhanna. „Yfirdýralæknir talaði um það að það sé venjan erlendis að drepa alla fugla þegar það sem hann kallaði smit finnist. Það er bara alls ekki venjan nema kannski í verksmiðju- búum. Þetta var gert í Danmörku í fyrravor og það varð allt vitlaust. Þeir eru hættir þessu vegna þess að menn eru að gera sér grein fyrir að mótefni eru ekki hættuleg. Þetta er úrelt stefna annars staðar. Fólki finnst að það hafi verið tekin mjög röng ákvörðun og það er hrætt við að það eigi að halda áfram á sömu braut án þess að nokkur fagleg rök liggi þar á bak við,“ segir hún. einar.jonsson@bladid. net Lauggvegi - Faxafeni - Mjódd - Firði, Hgfngrfirð

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.