blaðið - 25.11.2006, Qupperneq 12
blaöið
Lið-a-mót
FRÁ ÖÉS®
www.nowfoods.com
GIT1C3 NNFA QUALITY
12 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006
; '<%# •" - 'í 'X". -i*-.
U-■ m w
|t 1
■ w\
UTAN ÚR HEIMI
Kalla sendiherrann heim
Stjórnvöld í Rúanda hafa kvatt sendiherra sinn í Frakk-
landi heim eftir aö franskur dómari gaf út handtökuskipun
á hendur níu aðstoðarmönnum forseta Rúanda. Þeir eru
sakaðir um að samsæri um að myrða forseta landsins árið
1994, sem varð kveikjan að þjóðarmorðinu þar í landi.
FRAKKLAND
Lést eftir knattspyrnuleik
Áhangandi PSG var skotinn til bana og annar særðist þegar lög-
reglumaður skaut á hóp manna skömmu eftir tap PSG gegn Hapoel
Tel Aviv í Evrópukeppninni í fótbolta. Á annað hundrað áhangendur
PSG þyrptust að einum stuðningsmanni Hapoel. Lögreglumaðurinn
kom honum til varnar en ráðist var að honum og skaut hann þá.
GULLI
BETRI
APÓTEK OG HEILSUBÚDIR
MULTI-VIT
Náttúruleg fjölvítamín
með steinefnum
V*!m baUtitu tyrir þariir Isiending*
180 töflur
Inniheldur 22 valin bætiefni,
12 vítamín og 10 steinefni.
Toavo'
heilsa
-haföu þaö gott
ísrael:
Peretz ætti
að segja af sér
Mbl.is Nærri 8o prósent Israela vilja
að Amir Peretz segi af sér embætti
sem varnarmálaráðherra vegna
mistaka sem gerð voru í stríðinu
í Líbanon íyrr á þessu ári og fyrir
að takast ekki að koma í veg fyrir
eldflaugaárásir Palestínumanna.
Þetta kemur ff am f skoðanakönn-
un sem blaðið Maariv birti 1 gær.
I könnuninni kom einnig
ff am vaxandi fylgi við flokka á
hægri væng stjórnmála í ísrael,
sérstaklega Likudbandalags-
ins sem fengi 29 þingmenn ef
kosið væri nú en hefur tólf.
Líkamsárás:
Játa árás
í Öskjuhlíð
Mbl.is Lögreglan í Reykjavík
hefur upplýst líkamsárás-
armál þar sem ráðist var á
karlmann á sjötugsaldri í
Öskjuhlíð sl. föstudagskvöld.
Fram hefur komið að fjórir
piltar veittust að manninum sem
hlaut slæma áverka í andliti og
missti fjórar tennur. Nú liggur fyr-
ir að það var einn piltanna sem
lagði hendur á manninn með fyrr-
greindum afleiðingum. Sá sem
það gerði hefiir játað verknaðinn.
Það skal áréttað að piltarnir og
fórnarlambið þekktust ekki.
dekkjum
Kynnm
ma9ir* Vesturhraun 3 - 210 Garðabær
Slmi 555 1122 / 869 1122 - efnir^efnir.is
Opiö virka daga Id. 9-18 - Laugardaga kl.13-16
Green Diamond USA
wvvw.greertdiamcrKítireíXXTi
Diamond
Blodið/Frikki
Fimm ára fangelsr
orðtilraun
Hélt aðharni hefð
lamast íxárásinni
Fórnarlambiö vaknaði þremur dögum eftir árásina Stunginn í bakið
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
„Ég lá á sjúkrahúsi í mánuð,“ segir
Magnús Einarsson, fórnarlamb
ófyrirleitinnar morðtilraunar síð-
asta vor. Hann var stunginn af Arn-
ari Val Valssyni, sem var dæmdur
í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi
Reykjaness í fyrradag. Félagi Arn-
ars Vals, sem ók bifreið sem þeir
voru á, keyrði á tvö ungmenni sem
voru á götunni þar sem árásin átti
sér stað í Hafnarfirði.
Árás á afmælinu
„Þetta byrjaði út af einhverjum
frösum,“ segir Magnús um kvöldið
örlagaríka. Nokkrum dögum áður
hafði honum sinnast við tvo pilta
sem tóku orðaskiptunum illa. Þeir
komu ásamt Arnari Val heim til
Magnúsar í Hafnarfirði í maí síð-
astliðnum meðan hann hélt upp
á afmæli sitt ásamt vinum. Faðir
Magnúsar fór til dyra og áttaði sig
á að þeir vildu ekkert gott því einn
þeirra var vopnaður hafnabolta-
kylfu. Kallaði hann þá til konu
sinnar og bað hana um að hringja
á lögregluna.
Ungmennin í afmælinu flykkt-
ust út en piltarnir hröðuðu sér inn
í bílinn. Ungmennin stöðvuðu för
bílsins en þá stökk Arnar Valur út
og stakk Magnús aftan frá. Svo fór
hann aftur í bílinn og félagi hans
ók af stað. Hann ók á einn pilt og
annar rétt náði að forða sér. Sá sem
ekið var á meiddist nokkuð en ekki
alvarlega.
Faðir Magnúsar kom út og sá son
sinn liggja í blóði sínu.
í dómsorði kemur fram að at-
burðarásin hafi verið afar hröð en
sjúkraflutningsmönnum tókst að
koma Magnúsi á spítala áður en
hann missti of mikið blóð og léti
lífið.
Máttlaus í fótunum
„Ég vaknaði bara á mánudeginum
og fann engan kraft í löppunum, ég
hélt ég væri lamaður,“ segir Magnús
og bætir við að tilfinningin hafi
verið hræðileg. Sjálfur spilar hann á
trommur og hann sagði að það fyrsta
sem kom upp í huga hans hafi verið
depurð vegna þess að hann gæti
aldrei spilað á trommurnar aftur.
Magnús segist hafa verið mjög
hræddur á spítalanum enda vissi
hann ekki hvernig þetta myndi enda.
„Ég er í sjúkraþjálfun núna en ég
fór að spila aftur á trommur með
frábærum árangri," segir Magnús.
Hann styrktist hægt og rólega með
aðstoð trommuleiksins. Þrátt fyrir
að Magnús hafi ekki enn náð fullri
heilsu stundar hann trommuleikinn
ásamt sjúkraþjálfuninni. Hann mun
þó bera ævilangan skaða vegna stung-
unnar enda var blaðið fimmtán senti-
metra langt og fór alla leið inn í hann.
„Þetta var frekar bíómyndalegt
svona eftir á að hyggja,“ segir
Magnús hlæjandi og bætir við
að hann búi nú bara á íslandi og
hefði ekki búist við öðru eins í
veruleikanum.
Arnar Valur var dæmdur í fimm
ára óskilorðsbundið fangelsi og er
einnig gert að greiða Magnúsi tæp-
lega tvær milljónir í miskabætur. Fé-
lagi hans sem ók bílnum fékk eins
árs fangelsi skilorðsbundið til þrig-
gja ára.
Atvinnurekendur spara laun:
Réttindalausir í fagstörf
„Algengt er að réttindalausir verka-
menn séu fengnir til að vinna störf
iðnaðarmanna. Þetta er nokkuð
áberandi á vinnumarkaðnum,"
segir Halldór jónasson, starfsmaður
Trésmiðafélags Reykjavíkur. 1 gær
greindi Blaðið frá pólskum iðnaðar-
mönnum sem hafa ráðið sér lögfræð-
ing og eru farnir í mál við fyrrum
vinnuveitanda vegna vanefnda
hans.
í vikunni greindi Blaðið frá ólög-
legu sambýli á Smiðjuveginum þar
sem rúmlega sextíu pólskir iðnaðar-
menn búa. I samtali við fjölda þeirra
kom í ljós að þrátt fyrir ánægju með
dvölina hér á landi eru þeir ósáttir
með þau launakjör sem þeim bjóð-
ast. Þeir kvarta einkum yfir því að
þeirra starfsréttindi og menntun sé
ekki virt. Flestir verkamannanna
höfðu iðnmenntun að baki og höfðu
til þess tilskilin leyfi og gögn til stað-
festingar. Þrátt fyrir það greiðir fyr-
irtækið, byggingafyrirtækið Stafnás,
þeim aðeins grunntaxta ófaglærðra
verkamanna.
Halldór segir þetta mjög algengt
og bendir á að einnig sé algengt að
ófaglærðir séu fengnir í störf sem
réttindamenn ættu að sinna. „Það
er mikill munur á launum verka-
manna og iðnaðarmanna. Með
þessum hætti ná atvinnurekendur
að spara sér drjúgan skilding i laun,"
segir Halldór.