blaðið


blaðið - 25.11.2006, Qupperneq 22

blaðið - 25.11.2006, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 blaðið Athyglisverð þverpólitísk lýsing á íslensku þjóðfélagi Þær breytingar sem hafa orðið á þjóðfélagi okkar eru stórstígar og að lang flestu leyti til góðs. Langt er síðan ég hef þó lesið jafn greinargóða og knappa lýsingu á þessum breytingum og gat að líta í skýrslu nefndar um lagalega um- gjörð stjórnmálaflokkanna. Það gefur þessari lýsingu sérstakt vægi, að höfundar skýrslunnar eru full- trúar allra stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á Alþingi. í skýrslunni segir orðrétt: “Þær breytingar sem hafa orðið á íslensku þjóðfélagi á undanförnum áratugum hafa dregið stórlega úr hættu á spillingu tengdri stjórn- málastarfsemi. V iðskiptal í fið hefur verið leyst úr viðjum leyfisveitinga og úthlutunarkerfa sem buðu heim óeðlilegum þrýstingi á stjórnmála- menn um úthlutun takmarkaðra gæða og býr í dag við lagaum- hverfi sem er sambærilegt við það sem tíðkast í nágranna- löndum okkar. Endurskoðun mannréttindaákvæða stjórn- arskrár og tilkoma stjórn- sýslulaga og upplýsinga- laga hefur stuðlað að meiri virðingu fyrir jafnræði borgaranna og auknu gagnsæi um forsendur stjórnsýslu- ákvarðana. Af öllu þessu leiðir að stjórnmála- menn hafa færri tækifæri til að beita áhrifum sínum til að mis- muna fólki eða fyr- irtækjum og því ætti væntanlega að vera minni hvati fyrir hags- munaaðila að reyna að hafa áhrif á einstakar ákvarðanir stjórnmálamanna”. lýsingar á því hvernig viðskipta- lifið er ekki á klafa úthlutana og pó- itískra inngripa, rifjar upp hvernig þessi breyting gekk fyrir sig. Hún gerðist ekki fyrirhafnarlaust. Hún kostaði átök gegn þeim þjóðfélags- öflum sem vildu festa okkur í nið- urnjörvaða fortíð þar sem ekki var horft til þeirrar framtíðar sem nú er orðin að veruleika dagsins. Þess vegna er svo gaman að lesa þessi athyglisverðu skrif sem setta eru á blað af fulltrúum allra stjórn- málaflokka í landinu. Þau staðfesta í raun að það sem var bullandi ágreiningur um á stjórnmálavett- vangnum fyrir örskömmu síðar, er nú orðinn viðtekinn sannleikur og nýtur stuðnings þvert á flokks- bönd. f rauninni eru þetta all veru- leg pólitísk tíðindi. Höfundar ívitn- aðra skrifa verðskulda að þeirra sé getið hér og skal það nú gert: Sigurður Eyþórsson, Framsókn- arflokki, Kjartan Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, Margrét S. Björnsdóttir, Samfylkingu, Gunnar Ragnars, Sjálf- stæðisflokki, Gunnar Svavarsson, Samfylk- ingu, Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Kristin Halldórs- dóttir, Vinstri G r æ n u m , Helgi S. Guð- mundsson, Framsóknar- flokki, Eyjólfur Ármannsson, Frjálslynda flokknum. Og rit- ari þessa hóps var svo Árni Páll Árna- son, frambjóðandi hjá Samfylkingunni. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Pólitísk sátt um breyttan veru- leika íslands. Umrœðan Einar K. Guðfinnsson Þetta eru stórmerk skrif sem ástæða er til að vekja athygli á og undirstrika. Þau eru einstaklega lýsandi fyrir þær jákvæðu grund- vallarbreytingar sem við höfum gert á íslensku þjóðfélagi. Þetta er lýsing á jákvæðri þróun frá gamal- dags íhlutunarþjóðfélagi og að sam- félagi almennra leikreglna. Þessar RÚV og ríkisvæðing ljósvakans Nú er menntamálanefnd að fara yfir frumvarpið um Ríkisútvarpið ohf. Þriðja tilraun á þremur árum til að setja ný lög um Ríkisútvarpið stendur sem sagt yfir og er slagur- inn um rekstrarformið og margt tengt því. Á dögunum kom Vilhjálmur Egils- son á fund nefndarinnar fyrir Sam- tök atvinnulífsins. Vilhjálmur flutti sannfærandi rök gegn frumvarpinu sem eru um margt skyld því sem Sjálfstæðismenn þrengja að hinu frjálsa framtaki. Björgvin G. Sigurösson Bílstjórar til PÓSTURINN allur pakkinn starfa í desember Útkeyrsludeild óskar eftir starfsfólki til útkeyrslu á höfuðborgarsvæðinu í desember, á minni sendibílum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 580 1243. Hæfniskröfur: • 18 ára aldurstakmark • Hreint sakavottorð • Stundvísi, snyrtimennska og góð þjónustulund Umsóknum skal skilað til: (slandspóstur hf. Póstmiðstöð Stórhöfða 32 110 Reykjavík Merkt: Bílstjórar í desember Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu íslandspósts: www.postur.is ég hef haldið fram í umræðum um málið í þinginu. Að gera Ríkisútvarpið að hluta- félagi án takmarkana á auglýsinga- markaði með 2,8 milljarða meðgjöf frá ríkinu er fráleitt í ljósi samkeppn- innar á fjölmiðlamarkaði. f okkar fá- menna samfélagi er lítið rúm fyrir arðsaman rekstur á fjölmiðlum og lítið sem ekkert þegar ríkið gnæfir yfir markaðinn með háeffaðan miðil með miklar meðgjafir. Þá þrengir nú að. Hið aukna samkeppnisforskot Ríkisútvarpsins getur haft margar alvarlegar afleiðingar fyrir frjálsa ljósvakamiðlun. Til að mynda rninni fréttaþjónustu og skerta framleiðslu á innlendu og menningartengdu efni. Svo einfalt er það. Aukin ríkisvæðing ljósavakamiðl- unar ntun og getur haft slíkar afleið- ingar og það er sorglegt að horfa á Sjálfstæðisflokkinn, fyrrum kyndil- bera frjálsa framtaksins, koma slíku máli til leiðar. Margt annað er vont við RÚV- málið. Veigamest er aukin pólitísk stjórnun á stofnuninni í því formi að Alþingi kýs árlega stjórn fyrir- tækisins. Árlega, ekki á fimm ára fresti eða nokkra stjórnarmenn í senn. Árlegt kverkatak menntamála- ráðherra skal það vera. Þetta verður ójafn leikur á milli Ríkisútvarpsins og einkareknu miðlanna. Því er nauðsynlegt að mæta því ójafnræði með einhverjum hætti. Ein leið er að takmarka umfang Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og taka fyrir auglýsingasölu þess á vefnum. Merkilegt mál og þráhyggja menntamálaráðherra með nokkrum ólíkindum í því öllu. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar á Suðurlandi.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.