blaðið - 25.11.2006, Qupperneq 32
36 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006
blaðið
„Ástarsaga okkar Steinu
er efni í heila bók. Þetta
er löng og dramtísk
saga. Auðvitað er hún
líkafull af sársauka
vegna þess að það var
margt í samfélaginu
sem vann gegn ungum
stúlkum sem voru
ástfangnar hvor af
annarri."
um kynhneigð. Við höfum ríka til-
hneigingu til að skilgreina veruleik-
ann í kringum okkur og flokka fólk
á einfaldan hátt. Ég hef áhuga á að
brjóta upp þessar flokkanir okkar.
Ást snýst ekki bara um kynhneigð,
heldur tilfinningalíf, hver er sam-
herji manns í lífinu og nánasti vinur.
Sumum lesbíum finnst gaman að
vera með karlmönnum og svo eru
hommar sem hafa orðið yfir sig ást-
fangnir af konu. Sumar konur verða
ástfangnar af strákum en ákveða
siðan þegar þær hitta sinn lifsföru-
naut sem er kona að samlíf með konu
sé dásamlegt. Ég held að mörg okkar
séu á einhvern hátt tvíkynhneigð,
bara mismikið. Fjölbreytileikinn
innan okkar samfélags og innra með
okkur sjálfum er svo miklu meiri en
við viljum vera láta í einföldum upp-
setningum okkar. Það tekur miklu
meira en eina mannsævi að kynnast
sjálfum sér.
Ég valdi mér þetta líf af því ég
á yndislega konu sem ég var svo
heppin að verða ástfangin af.“
Er konan þín fyrsta konan sem þú
varst ástfangin af ?
„Hún Steina? ]á. Sú fyrsta og eina.“
Varstu hissa þegar þú varðst ást-
fangin afhenni?
„Oskaplega hissa. Við Steina kynnt-
umst í menntaskóla og urðum
miklar vinkonur. Svo uppgötvaði ég
að ég var orðin gagntekin af henni,
fannst hún svo frábær að ég vildi
alltaf vera nálægt henni, ekki vera
með neinum nema henni. Fram
að því hafði ég bara verið skotin í
strákum og var mjög einlæg í því.
Þetta kom mér á óvart en ég varð
óskaplega glöð.
Ástarsaga okkar Steinu er efni
í heila bók. Þetta er löng og dram-
tísk saga. Auðvitað er hún líka full
af sársauka vegna þess að það var
margt í samfélaginu sem vann
gegn ungum stúlkum sem voru ást-
fangnar hvor af annarri.
Svo fór ég út í háskólanám og
okkar leiðir skildi í mörg ár. Þegar
ég kom heim aftur vaknaði ástin
á ný og ég held að það hafi komið
okkur báðum í opna skjöldu. Við
höfum gengið í gegnum margt mis-
jafnt saman og lífið hefur ekki bara
verið dans á rósum. Öll ástarsam-
Bókin sm fllli r
m é tcáa m
- ot) bú verður
é lesfl!
Einlæg og
átakamikil ævisaga
sem lætur engan
ósnortinn.
BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR
bönd eru brothætt, þau nánustu
jafnt sem hin. En á einhvern undra-
verðan hátt getur Steina alltaf
komið mér til að hlæja og það er
ekki svo lítið. Hún er dásamlegur
félagi.“
Er ekkert erfitt að hugsa um árin
sem þið voruð ekki saman? Líturðu
ekki svo á að þið hafið misst af
nokkrum árum?
„Nei, mín afstaða til lífsins er ekki
þannig. Ég held að við höfum báðar
lært mikið á þessum tíu árum. Við
vorum í öðrum gefandi og ástríkum
samböndum og heilar í þeim, eign-
uðumst aðra fallega samferðamenn.
Auðvitað hefðum við viljað sleppa
við sársaukann. En nei, ég get ekki
litið á þetta sem glataðan tíma. Það
sem skiptir máli er að glata ekki
aftur neinum tíma. Það þýðir ekk-
ert að líta til baka með eftirsjá."
Róttæk í eðli mínu
Nú langar þig í stjórnmálin.
Heldurðu að það sé gaman að vera
þingmaður og sitja á endalausum
fundum og hlusta á tuð annarra
þingmanna?
„Eg hef unnið í þinginu frá 2001
sem embættismaður. Þegar maður
er embættismaður verður maður
að vera hlutlaus. Það er gott fólk í
öllum flokkum sem ég met mikils
en ég er orðin þreytt á að þurfa að
vera hlutlaus. Ég er róttæk mann-
eskja í eðli mínu. Ég hef sterkar
skoðanir og mér finnst við Islend-
ingar standa á tímamótum, til
dæmis hvað varðar náttúruvernd.
Við verðum að snúa af þeirri braut
sem við höfum verið á. Hingað
kemur hvert risaálfyrirtækið af
öðru af því ísland er heillandi álpar-
adís með náttúrugersemar á útsölu.
Það er nöturleg framtíð fyrir okkar
fallega land og kraftmiklu þjóð.
Aðförin að velferðarsamfélaginu
og stóraukin misskipting er líka
grafalvarleg. Er það í lagi, eins og
ég sá í mínu starfi erlendis, að við
búum til þannig samfélagsgerð að
til séu hópar sem hafi miklu meira
en allt til alls og við hliðina sé raun-
veruleg fátækt, mismunun og órétt-
læti gagnvart þeim sem standa
höllum fæti? Misrétti á sér mörg
form, ekki bara efnahagsleg heldur
félagsleg og menningarleg.
Það þarf mikið til að beygja af
þessari leið og mig langar til að
bæta minni rödd við málstaðinn.
Við stöndum á tímamótum og við
eigum öll að taka afstöðu. Það eru
stórar spurningar allt í kringum
okkur - um umhverfismál, stöðu
innflytjenda, jöfnuð, réttlæti, kven-
frelsi, heilbrigðismál, menntun
og margt fleira. Listinn er langur
og hann er aðkallandi. Framtíð Is-
lands er í húfi en breytt hugarfar
og skýrt gildismat verður að vera
fyrsta skrefið. Vinstrihreyfingin
- grænt framboð státar af frábærum
þingmönnum að mínu mati. Þau
eru hluti af samvisku þjóðarinnar
og ákalli um betri heim. Heiðurinn
er minn ef ég fæ að vera með þeim
í liði.“
kolbrun@bladid.net