blaðið - 25.11.2006, Page 34
3 8 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006
blaðið
Hlupu saman út
Efnalaugin Björg
Góð þjónusta
Þekking
Opiö: mán-fim 8:00 - 18:00
föst 8:00 - 19:00
laugardaga 10:00 - 13:00
Lögregla hafði tæplega eitt hundrað sinn-
um haft afskipti af Friðmari Markússyni
vorið 1947 en hann komst fyrst í kast við íög-
in haustið 1931.
Það var seint í maí 1947 sem Friðmar var
enn og aftur handtekinn og nú sökum ölvun-
ar. Hann var settur í fangaklefa númer fjög-
ur í lögreglustöðinni. I klefa númer átta var
annar maður, Aðalsteinn Lárusson.
Þegar klukkan var að verða tíu um kvöld-
ið kallaði Friðmar á fangavörð og bað hann
að láta sig lausan. Fangavörðurinn svaraði
engu, en gekk upp á efri hæð í varðstofuna
til að athuga mál Friðmars.
Strokið úr prísund
Eftir að fangavörðurinn fór tók Friðmar
að berja á hurðinni með þeim árangri að
hann komst fram á gang. Aðasteinn varð
var við Friðmar á ganginum og kallaði til
hans, bað hann að gefa sér að reykja. Frið-
mar bauð betur. Hann sagðist geta opnað
klefann svo hann kæmist út. Þetta þáði Að-
alsteinn. Ekki var nóg fyrir þá að komast á
ganginn, það var ein hurð sem opna þurfti
til að komast úr prísundinni. Aðalsteinn tók
af sér beltið og smokraði því yfir efsta horn
hurðarinnar og með því að taka hraustlega
á opnaðist hurðin. Þeir hlupu saman út en
fóru hvor í sína áttina eftir að út var komið.
Afbrot og dómur
Fátt segir nú af Friðmari fyrr en í mars
1948. Þá braust hann inn í skála í Múla-
kampi. Úr eldhúsi skálans stal hann veski
sem í voru 215 krónur og skömmtunarbók.
Hann tók þegar að drekka áfengi fyrir ráns-
fenginn og skömmtunarbókinni skipti hann
fyrir hálfa flösku af brennivíni.
Síðar í sama mánuði braust Friðmar inn
í herbergi í húsi númer 17 við Garðastræti.
Þar stal hann 360 krónum auk tveggja
skömmtunarseðla. Sem fyrr eyddi hann
ránsfengnum í brennivín.
Háaleitisbraut 58-60 • Sími 553 1380
EFNALAUG
ÞVOTTAHÚS
Aöalsteinn tók af sér
beltið og smokraði því
yfir efsta horn hurðarinn-
ar og með því að taka
hraustlega á opnaðist
hurðin. Þeir hlupu sam-
an út en fóru hvor í sína
áttina eftir að út var