blaðið - 25.11.2006, Side 39

blaðið - 25.11.2006, Side 39
blaöiö FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 43 Tískuspeki jette Jette Jonkers spáir mikið í tísku og fatnað enda á hún og rekur eina vinsælustu tískuvöruversl- unina í Reykjavík í dag, Trilogiu á Laugaveginum. Verslunina rekur hún ásamt Sæunni Þórð- ardóttur. Blaðið fékk hana til að nefna fimm hluti sem henni finnst vera flottastir í tískunni í vetur. Peysukjólar... f vetur er mikið um peysukjóla og ég valdi einn sem er ermalaus og mér finnst vera mjög smart frá Laundry industri, hann er úr ull og mjög flottur. Leggings... Við peysukjóla er algjört möst að vera í flottum leggings. Það eru mjög flottar ullarleggings hér í búðinni sem eru með böndum um hnén sem bundin eru (slaufu á hliðinni. Rúllukragabolir... Það er mjög flott að vera í rúllukragabol undir peysukjól og flottast er ef bolirnir eru með mjög þröngum ermum. Þeir eru líka góðir í kuldanum, klassískir og alltaf flottir. Litríkar gallabuxur... Eru komnar til að vera í vetur. Þröngu, þröngu bux- urnar eru að detta út og nú eru buxurnar aðeins víðari, líkari 501 sniðinu, og ekki alveg niður- mjóar. Við se.ljum gallabuxur í mörgum litum og mér finnst fjólubláu gallabux- urnar mjög flottar og þær er hægt að klæða bæði upp eða niður. Oriental mynstur... Hversdagsflíkin sem ég valdi er bolur/kjóll sem er í seventís-sniði og með stórum púffermum. Flíkin er nógu síð til að hægt sé að vera bara í gammósíum innan undir og er úr ullarblöndu er og mjög prak- tísk flík. Mynstrið er mjög flott í austurlenskum anda. Desemberkjóllinn... f desember er gaman að klæða sig upp á og uppáhaldsdes- emberkjóllinn minn er rauður satínkjóll frá Preen. Kjóllinn er mini-kjóll með stórum ermum. Ég mæli með því að konur klæði sig í fallegan kjól í einum lit og séu með fullt af gripum með, flottir antíkskart gripir eru tilvaldir við ýmis tilefni. I yfirstærð.. Eftir að aðsniðnar og þröngar yfirhafnir hafa verið ráðandi er komið að því að smeygja sér [ frakka í stærri kantinum. Útlitið er afslappað og þægilegt og býður upp á að klæðast þykkum peysum innan undir. Það er um að gera að leyfa frakkanum að flaksa svolítið en það er líka flott að nota belti sem ekki er reyrt of fast. Frakkinn hans afa er fullkominn í þetta hlutverk og ef fyrri eigandi hefur ekki verið þeim mun stærri er óþarfi að þrengja eða minnka, nema kannski ermarnar. NAUTSTERKIR í KIÖTI Villibráfl efla veislusteikur, vel hangin hreindýrslund eða gómsætt paté, grafin gæs eða flauelsmjúk bringa, kryddlegið lamb eða kntilettur, hangikjöt eða himneskar nautasteikur: 20 ára reynsla, þekking á hráefnum og ást á matargerð færa þér aðeins það besta. Opiðídag frá kl.10-16. Grensásvegi 48 • sími 553 1600

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.