blaðið

Ulloq

blaðið - 08.12.2006, Qupperneq 18

blaðið - 08.12.2006, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 blaðið miðvikudagur i*e«^-aSK?@æB35S>. ?*.%..•••>>'.'•. V* *- Skammt stórra högga á milli Sfufí er s/'óan menn fögnuðu vel § heppnuðu borverki. Nú gætir óöryggis vegna notkunar Epoxy. mmnœn* f M mM ■ rÓLlt ■ BJEKUB Martha ErnsUdóttlr ijúkraþjillari Jðlabnkurnar hellla þe»a r notar hlaupihuga sinn til að dagana. Guöni Th. Jðhannesson st/rkja og hvetja siúklinga i Kleppi sagnlrsoðingur helur lallið ' tli útiveru og hreylingar |»>» I GuðnaiSunnu Tæringarvörn i þrýstipipum Kárahnjúkavirkjunar Eiturefni við Kárahnjúka ■ Mælt með að önnur etnl yrðu notuð ■ Efnið er krabbameinsvaldur a SrSrirSíilS £* s saagKSRSSs í' Byrjað aö spreyja eiturefnum við Kárahnjúka í dag: Dauðhræddir í eiturgöngum Óttast að efnið fari víða Loftræstingu ábótavant Fullyrt að öryggi sé tryggt Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Ég held að við byrjum að spreyja þessu í dag, öllum starfsmönnum til blendinnar gleði. Hingað til höfum við sætt okkur við sífellt ryk og drullu í andrúmsloftinu en getum ekki sætt okkur við svona hættuleg efni. Ég tel ekki mjög girnilegt að fá þetta ofan í sig,“ segir starfsmaður í Kára- hnjúkavirkjun, sem treystir sér ekki til að koma fram undir nafni af ótta við að missa vinn- una. Hann segir ólgu rikja meðal starfsmanna vegna notkunar Ep- oxy koltjöru við fóðrun stálpípna við Kárahnjúka og bendir á að fjöldi þeirra vinni neðanjarðar allan daginn. Oddur Friðriksson, trúnaðarmaður starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun, hefur heyrt af ótta starfsmanna við notkun tjörunnar. Sjálfur hafði hann áhyggjur af málinu og leitaði því til staðarstjóra um svör. „I fyrradag fékk ég þau svör að öryggi manna verði gulltryggt og vinnureglum framfylgt. Slík fullyrðing er nóg fyrir mig í bili,“ segir Oddur. „Óneitanlega hef ég áhyggjur af þessu máli og mun fylgjast með framvindu mála.“ Svífur yfir Sigurður Arnalds, upplýsingafull- trúi Kárahnjúkavirkjunar, hefur ítrekað að fyllsta öryggis sé gætt við notkun koltjörunnar. Heimild- armaður Blaðsins telur ekki nóg að gæta aðeins öryggis þeirra sem meðhöndla sjálft efnið. „Það er náttúrlega verið að vinna í ýmsum verkum allt í kring og því verða allir í ilminum af þessu yfir dag- inn. Loftræsting hjá okkur er rosal- ega langt frá því að vera góð og ég get ekki séð að gerðar hafi verið sér- stakar ráðstafanir með þetta,“ segir starfsmaðurinn. „Þetta er búið að vera nógu ömurlegt andrúmsloft nú þegar svo ekki sé bætt við bölv- uðum eiturefnum. Að heyra svo að önnur minna skaðlega efni komi til greina, þá tók alveg steininn úr.“ Öryggi verður að tryggja Aðspurður telur Oddur að- stæður á vinnustað viðunandi þar sem blástur leikur um rörin sem húðuð verða. Hins vegar bendir Oddur á að önnur svæði séu ekki eins trygg. „Auðvitað eru menn Tryggja verður að efnið fari ekki um svæðið Oddur Friðriksson trúnaðarmaður starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun þarna víða við önnur störf og ör- yggi þeirra verður að tryggja. Það verður bara að tryggja að efnið fari ekki um svæðið,“ segir Oddur. „Hingað til hef ég getað treyst full- komlega því öryggiseftirliti sem hér er og því mun ég gera það áfram hvað þetta mál varðar.“ Eins og námuvinna Annar heimildarmaður Blaðs- ins, sem starfar við Kárahnjúka, hefur verulegar áhyggjur af því að heilsu starfs- manna sér ógnað. „Við störfum stöðugt neðan- jarðar og fáum aðeins fara upp í hádegismat. Ryk og efni sem notuð eru berast þarna um allt fjallið og mjög erfitt að eiga við loftræstingu við þessar aðstæður,“ segir starfsmaðurinn. „Þetta er eins og námuvinna og við slíkar aðstæður verður ekki ráðið við fullkomna loftræstingu. Þegar allt var sandblásið hér þá fór rykið um allt. Ég get ekki ímyndað mér að þetta verði hamið eitthvað frekar.“ Veiktust út af Epoxy koltjöru: Þetta er bölvað eitur „í fyrstu komu kláði og útbrot. Þrátt fyrir hlífðarfatnað og loftræst- ingu náði efnið i gegn og brenndi húðina. Þetta er bölvað eitur og við vissum ekkert af því,“ segir Guðmundur Lýðsson rafvirki sem starfaði síðasta vetur í Búrfellsvirkjun. Þar var notað Epoxy eiturefni, líkt og nú er notað við Kárahnjúkavirkjun, og nokkrir starfsmenn voru frá í nokkrar vikur vegna mikilla veikinda. Guðmundur verður í viðtali í Blaðinu á morgun. Lárus Bjarnason Málið er i rannsókn hjá okkur og mun hugs- anlega verða kært í kjölfarið. Eiturefnanotkun við Kárahnjúka: Rannsakað af sýslu- manni og lögreglu „Málið er í rannsókn hjá okkur og mun hugsanlega verða kært í kjölfarið. Við höfum ásamt lögreglunni óskað eftir upplýsingum um hvers vegna verið sé að nota þetta eiturefni. Efnið er leyfisháð og embættið hefur ekki veitt leyfi fyrir núverandi notkun,“ segir Lárus Bjarnason, sýslu- maður á Seyðisfirði. Hann bendir á að embættið hafi veitt eldra leyfi, árið 2005, sem gildi ekki fyrir þær framkvæmdir sem nú standa yfir. Lárus ítrekar að eðlilega hafi verið staðið að eldri leyfisveit- ingu og fyllilega farið að lögum. „Við veittum eldra leyfi á grundvelli umsagnar frá Umhverfisstofnun og þar var mælt með þessu. Jafnframt lá fyrir úttekt Vinnueftirlitsins á eiturefna- geymslum. Málið átti sér því mjög eðlilegan farveg hjá okkur,“ segir Lárus. Að- spurður segir Lárus að beðið verði eftir svörum áður en næstu skref verða tekin. „1 kjölfarið er líklegt að farið verði fram á að verkið sé stöðvað þar til tilskilin leyfi liggja fyrir. Samkvæmt með- alhófsreglunni geri ég ráð fyrir að vinna verði annað hvort stöðvuð eða málið fari í kæru,“ segir Lárus.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.