blaðið - 01.09.2007, Síða 18

blaðið - 01.09.2007, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 1.SEPTEMBER2007 blaöiö FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net 7Hópefli sem slíkt er mjög skemmtilegt og er mikið hlegið. Það fær fólk til að fara út úr sínu venjulega starfsumhverfi og vinna með samstarfs- fólkinu í öðru umhverfi og við aðrar aðstæður. Landsbankinn skoðar írskan sparisjóð Landsbankinn er sagður vera að íhuga að gera tilboð í írska sparisjóð- inn Irish Nationwide. Fulltrúar frá Landsbankanum hafa verið að skoða bókhald sjóðsins, en áhuginn kviknaði eftir að írsku löggjöfinni var breytt fyrr í ár og sjóðnum leyft að leita sér kaupenda á markaði. Það er HSBC sem veitir Landsbankanum ráðgjöf varðandi kaupin. Landsbankinn er þó ekki einn um hituna því fleiri aðilar hafa verið að rýna í bókhald Irish Nationwide, sem hefur um 12; þúsund stofnfjáreig- endur. Hver þeirra er talinn fá 10 til 15 þúsund evrur út úr sölunni. mge Actavis vex í Búlgaríu Sala Actavis í Búlgaríu jókst um 10,6; prósent á fyrri helmingi þessa árs. Námu tekjurnar 23,1 milljón evra, eða um 2 millj- örðum króna. Það sem af er ári hefur Actavis sett á markað 24 nýjar vörur og er búist við að 20 til viðbótar bætist við áður en árið er liðið. Actavis er stærsti lyfjaframleiðandi i Búlgaríu, en starfsemi fyrirtækisins nær til 39 landa og eru starfsmenn þess 11 þúsund talsins. mge Líf í krónubréfa- útgáfu Gjalddagar krónubréfa eru á næsta leiti og undanfarna daga hefur mikið líf færst í útgáfu krónubréfa. Alþjóðabankinn til- kynnti á miðvikudag um 3 millj- arða útgáfu með gjalddaga í maí 2009 og í fyrradag bárust tilkynn- ingar um tvær útgáfur, samtals 9 milljarða virði. Á vef Greiningar Glitnis segir að krónubréfaútgáfa í ágúst hafi verið 55 milljarðar króna. Bréf á gjalddaga í sept- ember nema alls 82,5 milljörðum króna að nafnvirði og því ljóst að enn vantar töluvert upp á að fram- boð nýrra krónubréfa nægi til að framlengja krónubréfastöðu þeirra sem eiga bréf á gjalddaga í næsta mánuði. mge Mikill vöruskiptahalli í júlí í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir 17,9 milljarða króna og fluttar inn fyrir 32,7 milljarða króna. Vöruskiptin í júlí voru því óhagstæð um 14,8 milljarða króna. Þetta er mesti halli í einum mánuði það sem af er þessu ári. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan birti í gær. Fyrstu sjö mánuði ársins hafa vörur verið fluttar út fyrir 157,9 millj- arða króna, en inn fyrir 213,2 milljarða króna. Halli á viðskiptum við útlönd samsvarar því 55,4 milljörðum króna það sem af er ári. Er það 34,4 milljörðum minna en á sama tíma í fyrra. Mest er flutt út af sjávarafurðum og iðnaðarvörum og má rekja 14 pró- senta aukningu frá fyrra ári til aukins álútflutnings. Á móti kemur að minna er flutt út af lyfjum og lækningatækjum. Innflutningur á neyslu- vöru fyrir utan mat- og drykkjarvöru hefur aukist á meðan samdráttur er í innflutningi á flugvélum og fjárfestingarvörum. mge Hópefli til að stilla strengi starf smanna H Haustið er mikilvægasti tíminn fyrir hópejfli innan fyrirtækja H Hvataferðum með hópeflisívafi fjölgar Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net Á haustin þegar sumarfríum er lokið og samstarfsmenn farnir að vinna aftur saman er mikilvægt að fyrirtæki þjappi samstarfsfólki saman til að endurvekja starfs- andann, að sögn Marínar Magn- úsdóttur, framkvæmdastjóra Practical. „Mannauðurinn er dýr- mætasti auður fyrirtækja,” segir Marín. „Hópefli er eitthvað sem við teljum vera mjög mikilvægt á þessum tíma til að stilla strengi starfsmanna." Hver viðburður einstakur Practical er þjónustufyrirtæki og er hópefli einn þeirra viðburða sem það skipuleggur fyrir fyrir- tæki. Hjá þeim er hópefli byggt upp á samvinnuþrautum þar sem reynt er bæði á huga og hönd. Hver hópeflisviðburður er einstakur þar sem hann er sniðinn sérstaklega að þörfum hvers hóps. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að komast að því að hverju hópurinn er að leita og sníða pró- grammið að því,“ segir Marín. „Hópefli sem slíkt er mjög skemmti- legt og er mikið hlegið. Það fær fólk til að fara út úr sínu venjulega starfsumhverfi og vinna með sam- starfsfólkinu í öðru umhverfi og við aðrar aðstæður. Það er ofboðs- lega mikilvægt fyrir fyrirtæki að krydda tilveruna með einhverju svona.“ Hópefli í hvataferðum Marín segir algengt að fyrirtæki flétti hópefli inn í hvataferðir sínar, en slíkar ferðir á vegum Practical hafa það að markmiði að hvetja, fræða og skemmta þátttakendum. Hafa mörg af stærri fyrirtækjum landsins leitað til Practical og að Marín Magnúsdóttir f Segir hópefli mikilvægt. I PRACTICAL EHF. ► ► Var stofnað árið 2004. Veitir alhliða skipulags- og ráðgjafarþjónustu sem viðkemur hvataferðum, viðskiptaferðum, hópefli og fundarhöldum. ► Fyrirtækið hefur ferðaskrif- stofuleyfi og skipuleggur ferðir og viðburði erlendis. sögn Marínar fara mörg þeirra í hvataferðir minnst tvisvar á ári. „Á vorin eru þessar ferðir meira í líkingu við uppskeruhátíð. Fyrir- tæki sjá sér hag í því að nýta vorin líka og þjappa öllum saman áður en þau missa fólkið sitt í sumarfrí. Þessar ferðir gera svo mikið fyrir starfsandann og þar kynnist fólk betur auk þess að finna styrk og veikleika hvert annars." Dæmi um dagskrá í hvataferð er að um morguninn væri fyrirlestur, til dæmis um hvernig eigi að takast á við breytingar á jákvæðan hátt, og svo er farið i óvissuferð. Marín segir að einnig sé það að færast í aukana að fyrirtæki fari með starfsmenn sína til útlanda, til dæmis á árshá- tíð fyrirtækisins, og tengi við það hópeflisstarf. AIKIDO Námskeið allt árið í sal Aikikai Reykjavík í Faxafeni 8. Skoðið heimasíðuna www.aikido.is Verið velkomin f ffían prufutfma (það eina sem þú þarft að gera er að mæta) Byrjendapakki: Haustönn hefst 3. september kl. 18:00. Gráðupróf í nóvember. Æfingar eru allt að sex á viku. (para- og systkinaafsláttur). Ókeyp is aikido galli fylgir með byrjendanámskeiði! Bamatímar hefjast einnig 3. september. Æft er tvisvar í viku, á mánudögum og miðviku- dögum milli kl. 17:00-18:00. Aldur 7-11 ára. Hringið f eftirfarandi símanúmer til að fá nánari upplýsingar: 840-4923 & 897-4675 eða kíkið á heimasíðuna: MARKAÐURINN í GÆR Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá OMX á íslandi, 31, . ágúst 2007 • Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Kaupþings, fyrir um 2,7 milljarða króna. Næstmest viðskipti voru með bréf Landsbank- ans, fyrir 2,2 milljarða. • Mesta hækkunin var á bréfum Kaupþings, eða 1,66%. Bréf Icelandair hækkuðu um 1,49% og bréf Century Aluminum um Viðskipti í krónum ATH. = Athugunarlisti Félög í úrvalsvísitölu ▲ Atorka Group hf. A Bakkavör Group hf. A Existahf. ▲ FL Group hf. Viöskipta- verð 9,33 66,90 33,80 26,20 Hlutfallsl. Dagsetning Fjöldi breyting viösk.verös viöskipta 0,11% 31.8.2007 6 0,15% 31.8.2007 17 1,20% 31.8.2007 41 f,í6% 31.8.2007 25 Heildar- viöskipti dagsins 25.140.254 61.991.265 271.867.553 172.016.043 Tilboð í lok dags: Kaup Sala 9,33 9,40 66,40 66,90 33,65 33,80 26,00 26,30 A Glitnir banki hf. ♦ Hf. Eimskipafélag íslands ▲ lcelandair Group hf. 28,45 41,10 27,20 1,07% 0,00% 1,49% 31.8.2007 31.8.2007 31.8.2007 53 5 7 819.697.849 2.167.993 82.211.008 28,35 41.10 27.10 28,45 41.20 27.20 A Kaupþing banki hf. 1162,00 1,66% 31.8.2007 80 2.683.721.917 1157,00 1162,00 A Landsbanki íslands hf. 41,45 1,22% 31.8.2007 103 2.163.528.930 41,45 41,80 1,45%. • Mesta lækkunin var á bréfum 365, eða 3,61%. Bréf Foroya Banka lækk- Mosaic Fashions hf. A Straumur-Burðarás Fjárf.b. hf. 17,50 20,45 0,49% 17.8.2007 31.8.2007 37 371.699.010 20,35 20,45 ▼ Teymi hf. 6,15 -0,32% 31.8.2007 5 3.821.200 6,15 6,20 ♦ össurhf. 105,00 0,00% 31.8.2007 10 14.298.059 104,50 106,00 Önnur bréf á Aðallista uðu um 1,08% og bréf Eik Banka ▼ 365 hf. 2,67 -3,61% 31.8.2007 4 5.405.000 2,66 2,69 Actavis Group hf. - 20.7.2007 - - ' - - um 0,72%. ♦ Alfesca hf. ▼ Atlantic Petroleum P/F 5,87 1078,00 0,00% -0,37% 30.8.2007 31.8.2007 10 6.109.145 5,86 1075,00 5 94 1080,00 • Úrvalsvísitalan hækkaði um ▼ Eik Bankj 685,00 -0,72% 31.8.2007 3 2.548.361 684,00 690,00 1,18% í gær og stóð í 8.294 stigum í lok dags. ♦ Flaga Group hf. 1,54 0,00% 30.8.2007 - - 1,53 1,55 ▼ Foroya Bank 228,00 ■1,06% 31.8.2007 11 2.136.218 223,00 228,00 iceiandk Group hf. 5,95 - 22.8.2007 - - 5,90 5,98 • íslenska krónan veiktist um ▼ Marefhf. 92,80 ■0,22% 31.8.2007 4 10.135.245 92,80 93,30 ♦ Nýherji hf. 21,50 0,00% 30.8.2007 - 21,50 21,90 0,43% í gær. A Tryggingamiðstöðin hf. 39,80 0,25% 31.8.2007 1 4.975.000 39,50 40,10 Vmnslustöðin hf. 8,50 - 22.8.2007 - - - • Samnorræna OMX40-vísitalan hækkaði um 0,99% í gær. Breska FTSE-vísitalan hækkaði um 1,5% First North á íslandi * CenturyAluminium Co. 3084,00 1,45% 31.8.2007 4 36.846.000 3070,00 3104,00 HB Grandi hf. 10,80 - 18.7.2007 - - - 10,80 Hampiðjan hf. 6,50 - 20.6.2007 - - - 6,60 og þýska DAX-vísitalan um 1,6%.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.