blaðið - 01.09.2007, Síða 33

blaðið - 01.09.2007, Síða 33
blaöið LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 33 * Lífshlaupið „Ég hóf ferð sem ég veit ekki hvar endar. ' Ég er ákaflega sátt og þakk- {jj lát fyrir það sem ég á í dag.“ ' - mér inni þótt ég þurfi vissulega að eiga minn samstað. Ég er í fjarnámi í há- skóla í San Fransisco þar sem ég er í bachelor-námi 1 auglýsingagerð, er á öðru ári af fjórum og ætla mér að halda áfram að ganga menntaveginn. Mér finnst gaman að mennta mig enda opnar menntun margar dyr.“ Lífið tileinkað dótturinni Hvernig er með ástarlífið? „Það fer nú afskaplega lítið fyrir því, reyndar ekki neitt. Ég hef ekki verið við karlmann kennd hátt í þrjú ár. Það er alveg ágætt. Ég er búin að vera ein svo lengi að það er örugglega erfitt að breyta til og fara í samband en auðvitað smellur það allt saman þegar það á að gerast. Það er fínt að vera í góðu sambandi en mér líður svo vel einni að ég hef ekki verið tilbúin í neitt annað. Um helgar fer ég gjarnan upp í sveit til foreldra minna og er þar með stelpuna mína og hunda og svo er ég mikið heima hjá mér þar sem mér líður afskaplega vel. Eins og er þarf ég ekkert annað. Svo er það nú þannig að á Islandi reynir enginn karlmaður við mig. En ég fer heldur aldrei neitt og ekki standa þeir í röðum og banka upp á heima hjá mér.“ Af hverju heldurðu að sam- böndin sem þú varst í hafi ekki gengið? Voru þetta ekki menn fyrirþig? „Þetta voru ekki menn fyrir mig og ég var ekki kona fyrir þá. Ég er heldur ekkert óskaplega auðveld kona. Gamall kærasti minn sagði við mig fyrir nokkrum dögum að karlmenn væru hræddir við sjálfstæðar konur, það væri miklu minna vesen að vera með konu sem lætur að stjórn. Ætli ég láti nokkuð svo vel að stjórn, enda verið ein lengi. Kannski er það skýringin.“ Hefurðu ekki orðið ástfangin siðustu þrjú árin? „Nei. Það hefur ekkert gerst. Líf mitt er tileinkað dóttur minni, fsa- bellu. Öll ást mín fer til hennar. Ég hef ekki verið tilbúin til að gefa ást mína annað.“ Mesta blessunin Hvernig breytti dóttir þín lífi þínu? Líf mitt er til- einkað dóttur minni, ísabellu. Öll ást mín fer til hennar. Ég hef ekki verið tilbúin til að gefa ást mína annað. „Hvar á ég að byrja? Hún er mesta blessun sem mér hefur hlotnast. Hún fyllti upp í tómarúmið sem var í lífi mínu og breytti lífssýn minni. Það er unaðslegt að vera móðir og fyllast óendanlegri ást. Ég hefði ekki viljað fara á mis við það, enda hafði ég í langan tíma þráð að verða móðir. ísabella er draumurinn minn, allt sem ég óskaði mér og svo miklu, miklu meira.“ Hvernigpersónuleiki er hún? „Hún er nýorðin tveggja ára og er að mótast sem einstaklingur. Hún er MIKIÐ URVAL Karoíin Svefnsófi ELDHUS BORÐUM STÓLUM SERSMIÐUM ELDHÚSBORÐ íslenikur stól Suprima 90x200cm 33.280,- áður 41 ,öGC 1 20x200cm 42.400,- áður 53.uG 1 40x200cm 49.360 - áður 61 /G Rafmagnsrúm veró áóur 1 U1,600 www. toscana. is SMIÐJUVEGI 2, KOP S:587 6090 HÚSGÖGNIN FASTEINNIG HÚSGAGNAVAL, HÖFN S; 478 2535 >

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.