blaðið - 01.09.2007, Síða 38
LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007
blaöiö
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@bladid.net
«| Ólíkt íslenskum kollega sínum sem sjaldan
^ virðist raunsær fyrir landsleiki hefur lands-
liðsþjálfari Spánverja, Luis Aragones, miklar
áhyggjur af leiknum gegn fslandi.
SKEYTIN INN
Athygli vekur
að Chels-
ea hafa
borist nokkur
tilboð í Andriy
Shevchenko
undanfarna daga
og vikur og þó þeim hafi öllum
verið hafnað þykir spekingum
ljóst að stjarnan verði seld fáist
viðunandi boð. Engar tilkynn-
ingar um að hann sé ekki falur
hafa verið gefnar út og víst er
að mikil vonbrigði voru með
frammistöðu hans á síðustu
leiktíð og tækifæri hans nú verða
örugglega færri fyrir vikið.
David Dein,
fyrrum
stjórnar-
formaður Arsenal
og einn helsti bak-
hjarl Arsene Wen-
ger, segir framtíð
liðsins ráðast af því hvort núver-
andi stjórnarmenn vilji selja er-
lendum íjárfestum sinn hlut. Sjálf-
ur seldi hann sinn 15 prósenta
hlut rússneskum auðkýfingi og
segir hann fjársterka aðila grund-
völl þess að Arsenal verði áfram
stórlið á evrópskan mælikvarða.
Blendnar
tilfinningar
bærast í
brjóstum þeirra
Nani og Cristi-
ano Ronaldo
hjá Manchester
United en hð þeirra mun mæta
Sporting Lissabon í riðlakeppni
Meistaradeildarinnar. Báðir léku
með Sporting áður en leiðin lá
til Englands og þar eru þeir báðir
enn í guðatölu hjá aðdáendum.
Frakkinn
Franck
Ribery
heldur áfram
að gera garðinn
frægan og var
hann valinn
leikmaður mánaðarins í þýsku
Bundesligunni í vikunni. Hann
hefur leikið stórkostlega og skor-
að eitt mark og lagt upp nokkur
og er vafalaust kaup ársins í
evrópska boltanum hingað til.
Forráðamenn
Real Madrid
leita allra
leiða til að selja
ungstirni sín í
grænum hvelli
til að geta með
góðu móti gert lokatilboð í
Daniel Alves hjá Sevilla. Alves
er dýr og effir sleitulitla eyðslu
undanfarið eru blankheit farin
að gera vart við sig hjá Real.
Fáttþykirsum-
um meira
heillandi
en að græða á
óförum annarra.
Flestir veðbankar
evrópskir gefa
spilasjúkum færi á að leggja pen-
ing undir um hvaða þjálfari fær
fyrstur sparkið í deildum Evrópu
og standa þrír þjálfarar höllust-
um fæti eins og sakir standa ef
marka má veðspekinga. Bernd
Schuster, þjálfi Real Madrid,
hefur ekki sannfært nokkurn
mann og þykir valtur, Martin
Jol hjá Tottenham fær sparkið
ábyggilega fyrr en síðar en flest
atkvæði fær eftirmaður Sam
Allardyce hjá Fulham, Sammy
Lee. Lee þykir með vanhæfari
þjálfurum að mati getspakra
og fær fyrstur allra að fjúka.
Leikmerm KR sammngsbundnir liðinu hvort sem það fellur eður ei
Hætta á flótta úr Vesturbænum
„Enginn leikmaður liðsins er með
slíka klásúlu og ég fullyrði að falli
liðið komi sami mannskapur því
aftur upp,“ segir Jónas Kristinsson,
stjórnarformaður KR Sport, en heim-
ildir Blaðsins herma að allnokkrir
leikmenn KR hafi klásúlur í samn-
ingum sínum sem geri þeim kleift
að fara frjálsir ferða sinna falli liðið.
Jónas segir það rangt en setur þó
þann varnagla að hlaupi einhver frá
borði þegar hallar á skipið segi það
allt sem segja þarf um manndóm
viðkomandi leikmanna.
Allmargir aðdáendur liðsins
hafa fengið sig fullsadda á hörmu-
legu gengi KR og heyrast raddir
um að Jónas beri á því mikla
ábyrgð og eigi að víkja sem stjórn-
arformaður en þvf er Jónas ekki
sammála. „Auðvitað ber ég mína
ábyrgð en það eru fleiri í stjórn
en ég og ég er enginn einvaldur í
KR eins og margir virðast trúa.
Ábyrgðin liggur mun víðar og það
er argasta kjaftæði að ég sé ein-
ræðisherra innan stjórnar. Þetta
er samvinnuverkefni og ég tek
glaður þátt í því af áhuga fyrir KR
og hef gert í 20 ár. Hafi einhver út
á mig eða mín störf að setja verður
viðkomandi að hafa þor til að segja
mér það berum orðum.“
Jónas borubrattur Vísar allri gagnrýni
á sig og sin störf til föðurhúsanna.
Fyrirliðinn Leikur Eiðs Smára
gegn Spánverjum síðasta vetur var
einn sá daprasti af hans hálfu í bún-
ingi landsliðsins en þá hafði hann
lítið fengið að spila með Barcelona.
Sama er uppi á teningnum nú.
Eiður með
áskríft
Áfram í liðinu Áfram fyrirliði Ekki leikið til sigurs
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@bladid.net
Þrátt fyrir dapra og á stundum
hörmulega daga í landsliðsbún-
ingnum síðustu leiki og þrátt fyrir
að hafa verið meiddur og ekkert
spilað með liði sínu mun Eiður
Smári Guðjohnsen hefja leik með
fyrirliðabandið í komandi lands-
leikjum íslenska karlalandsliðsins f
knattspyrnu gegn Spáni og Norður-
írlandi verði hann heill. Eyjólfur
Sverrisson landsliðsþjálfari er
samur við sig; mótherjarnir eru
gríðarlega firnasterkir, svo mjög
reyndar að hann talar ekki lengur
um að íslenska liðið spili til sigurs.
Reiðir sig á sama hóp
Eyjólfur tilkynnti leikmannahóp-
inn fyrir leikina tvo í riðlakeppni
Evrópumótsins í gær og er þar að
finna tvo nýliða en að öðru leyti er
um góðkunningja að ræða. Eyjólfur
var brattur fyrir hönd landsliðsins
og nefndi vináttuleikinn við Kan-
ada um daginn sem afar jákvætt
skref eftir að botninn datt úr lið-
inu í 1-5 tapi íslands gegn Svíþjóð f
sumar. Eru þeir vandfundnir sem
taka undir með honum að 1-1 jafnt-
efli á heimavelli í pressulausum
vináttuleik gegn Kanada sé ásættan-
legur árangur.
4-5-1 taktík
Aðspurður sagðist Eyjólfur eiga
von á að nota sama íeikskipulag
gegn Spánverjum og í fyrri leik lið-
anna á Mallorca í mars. Þótt margir
teldu Island hafa verið óheppið að
tapa þeim leik 1-0 var staðreyndin
önnur. ísland var heppið að tapa
ekki miklu stærra enda hvarf fyrir-
liðinn fljótlega sjónum manna þó
enn væri á vellinum og ísland átti
svo mikið sem 1 skot að marki þær
90 mínútur sem leikurinn stóð yfir.
Vonandi gengur skipulagið betur
næst.
Aragones hreinskilinn
Ólíkt íslenskum kollega sínum
fsland - Kanada Fínn undirbúningsleik-
ur að mati Eyjólfs Sverrissonar en sá leik-
ur endaði 1 -1 og var laus við skemmtan
að mestu.
sem sjaldan virðist raunsær fyrir
landsleiki hefur landsliðsþjálfari
Spánverja, Luis Aragones, miklar
áhyggjur af leiknum gegn íslandi.
„Næstu tveir leikir eru ákaflega mik-
ilvægir ef við ætlum okkur lengra en
gengi okkar er ávallt lélegt á stöku
leikvöngum og okkur gengur alltaf
illa í Reykjavík."
fíft Iþrótta hús
áfe Sundlaug
■1 íþróttave llir
St/örnuheimilið
Kveðja Ásgarð
Á morgun fer fram Meist-
arakeppni Handknattleiks-
sambands Islands í karla- og
kvennaflokki og fara báðir
leikir fram í Ásgarði í
Garðabæ. Kvennamegin mæt-
ast Stjarnan og Haukar en
karlamegin Stjarnan og Valur.
Verður þetta í síðasta sinn sem
Stjarnan spilar í Ásgarði en
leikir framtíðarinnar verða
spilaðir í Mýrinni.
Adolf Út?
íþróttadeild Ríkisútvarpsins
gæti orðið fyrir mikilli blóð-
töku innan tíðar en Adolf Ingi
Erlingsson er einn þeirra sem
telja sig eiga erindi í starf fjöl-
miðlafulltrúa utanríkisráðu-
neytisins sem ráðið verður í
fljótlega. Fordæmi eru fyrir
því að íþróttafréttamenn
á þeim bæ komist í álnir á
öðrum vígstöðvum samanber
Steingrím J. Sigfússon, for-
mann Vinstri grænna.
Vex úr grasi
Ákveðið hefur verið að stækka
golfvöll GR að Korpúlfs-
stöðum úr 18 holum í 27 holur
og fagna því efalítið margir
enda bætist jafnt og þétt við
biðlista ár hvert hjá golf-
klúbbum suðvestanlands. í
sumar hefur völlurinn þó þótt
herfilegur til spilunar og skýr
krafa hlýtur að vera gerð um
að vanda mun betur til verka á
stækkuðum velli.
Magnað
spennustig
Mikil spenna er orðin á toppi
1. deildar karla í knattspyrnu
þegar fimm umferðir eru
eftir en þrjú félög berjast
þar hart um eitt laust sæti í
Landsbankadeild að ári. Tvö
þeirra eru góðkunningjar sem
áður hafa tekið þennan slag,
Grindavík og Þróttur, en hið
þriðja er lið Fjölnis úr Grafar-
vogi sem aldrei hefur náð svo
langt.