blaðið - 07.09.2007, Page 8

blaðið - 07.09.2007, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 blaóið Heimskautaísinn gæti horfið á tuttugu árum ■ Fimmtungi minni ís en 2005 ■ Hiti við Svalbarða mörgum gráðum hærri en í meðalári ÍSINN BRÁÐNAR Noregur Rússneskar vélar á flugi Norðmenn og Bretar sendu orrustuþotur til móts við átta rússneskar sprengiflugvélar á flugi yfir Norður-íshafi í gær. Tu-95 vélar flugu inn á al- þjóðlegt flugsvæði yfir Bar- entshafi og sneru þar við, að sögn talsmanns norska hers- ins. Vélamar flugu ekki inn í norska lofthelgi. Nokkur sambærileg tilfelli hafa átt sér stað síðustu vik- umar. • Leikföng Hu Jintao Kína- forseti segir að kínversk stjórn- völd taki fféttir af göllum í kín- verskri framleiðslu alvarlega og muni vinna að því að auka og bæta eftirlit. Leikfangafram- leiðandinn Mattel innkallaði nýverið fleiri hundruð þúsund leikföng sem búin voru til í Kína, eftir að blýmagn í þeim mældist of hátt. • Herþotur Sýrlensk yfirvöld segja að þau hafi skotið á ísr- aelskar herþotur sem flugu inn í lofthelgi Sýrlands aðfara- nótt gærdagsins. ísraelsher hafði áður skotið á ótilgreind sýrlensk skotmörk. Eftir Atla ísleifsson atlii@bladld.net Heimskautaísinn við norðurpól- inn hefur aldrei bráðnað hraðar en á nýliðnu sumri. Vísindamenn eru undrandi á þróuninni og ótt- ast að svæðið gæti orðið íslaust að sumri þegar eftir tuttugu ár, ára- tugum fyrr en vísindaneftid Sam- einuðu þjóðanna um loftslags- breytingar hefur áætlað. Aldrei hefur jafn mikill ís bráðnað á jafn stuttum tíma við norðurheim- skautið og nú. „Þróunin er mjög dramatísk. Þetta er eitt af skýrustu merkjunum um hlýnun loftslags jarðar sem nokkru sinni hefur mælst,“ segir Pál Prestrud, for- stjóri norsku Cicero-rannsóknar- stofhunarinnar um loftslag, í sam- tali við Adresseavisen. Fimmtungi minna ísbreiðan þar nyrðra mælist vanalega minnst í síðari hluta septembermánaðar á ári hverju. Flatarmál ísbreiðunnar hafði aldr- ei mælst minna en í lok sept- ember árið 2005, eða 5,3 milljónir ferkílómetra. í ár var metið hins vegar slegið þegar í ágúst og ísinn hefur haldið áfram að bráðna hratt síðan. Samkvæmt mæling- um Háskólans í Colorado í Bandaríkjunum, sem mælt hefur víðfeðmi ísbreiðunnar ffá árinu 1979, mældist flatarmál íssins 4,4 milljónir ferkílómetra á mánudag- inn, eða tuttugu prósentum minna en metárið 2005. Prestrud segir að ef bráðnun íssins haldi áfram á sama hraða út september, líkt og búast megi við, muni ísbreiðan hafa minnkað um tuttugu til þrjátíu prósent sam- anborið við árið 2005. „Það jafn- ast á við þrefalt eða fjórfalt flat- armál alls Noregs.“ Methiti á svæðinu Margt bendir til þess að hraði bráðnunarinnar muni neyða vís- indamenn til að endurmeta hve- nær ísinn á norðurskautssvæðinu hverfi að sumri. Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um lofts- lagsbreytingar lýsti því yfir í febr- úar að það myndi fyrst gerast árið 2070. Einn fremsti heimskautavís- indamaður heims, Mark Serreze við Colorado-háskóla, segir nú að norðurheimskautið gæti verið laust við ís að sumri þegar árið 2030. „Það lítur út fýrir að norð- urheimskautið verði allt öðruvísi staður en nú þegar í okkar lífstíð, og alveg örugglega í lífstíð barna okkar.“ Orsakir hærra hitastigs í Norður-íshafi í sumar eru meðal annars öflug háþrýsti- svæði sem hafa haft í för með sér heiðskírt veður í margar vikur. Á hverju ári hefur ísbreiðan við norðurheimskautið mælst minnst í lok septembermán- aðar. ingar lýsti því yfir í febrúar síðastliðnum að heim- skautaísinn myndi fyrst hverfa að sumri árið 2070. Vísindamennirnir vita ekki með vissu hví ísinn hefur bráðn- að svo miklu hraðar í ár en fýrri ár, en líklega kunni methitinn á svæðinu að vera hluti skýring- arinnar. Prestrud segir að í kring- um Svalbarða hafi sumarhitinn í ár verið tveimur gráðum yfir meðaltali, en lengra austur og norður hefur hitastigið verið fjór- um til fimm gráðum hærra. HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net .Ofrce 88« Espresso upplifun. ui/Aun ITALY'S FAVOURITE COFFEE iflvAiin Skýrsla um öryggismál íraka Geta ekki starfað óstuddir íraskar öryggissveitir eru ekki í stakk búnar til að taka að við ör- yggismálum landsins úr höndum Bandaríkjahers á næstu átján mán- uðum, samkvæmt nýrri banda- rískri skýrslu. Skýrsluhöfundurinn og fýrrum hershöfðinginn James Jones segir írösku þjóðaröryggis- lögregluna vera svo undirlagða af átökum trúarhópa að best væri að leggja hana niður. í skýrslunni seg- ir þó að árangur hafi náðst hjá íraska hernum, en að hann sé ekki reiðubúinn til að starfa óstuddur. 1 næstu viku skýra yfirmenn Þýskaland Tíu manna leitað Þýska lögreglan leitar tíu manna sem grunaðir eru um að hafa að- stoðað þremenningana sem handteknir voru í vikunni vegna áformaðra hryðjuverkaárása á Frankfurt-flugvöll og bandarísku herstöðina í Ramstein. Talsmaður stjórnvalda segir mennina vera af þýsku, tyrk- nesku og fleiri þjóðernum. Þre- menningarnir tengdust hryðju- verkahópnum tslamska Jihad og höfðu útvegað sér um 700 kíló af efiium til sprengjugerðar. a( Erfið staða Lögreglan logar í átökum. Bandaríkjahers í írak Bandaríkja- þingi frá gangi mála í írak og því hvaða árangur stefna Bushstjórn- arinnar hafi borið. atlii@bladid.net Bandaríkin Thompson í framboð Fyrrum öldunga- deildarþingmað- urinn og leikarinn Fred Thompson hefur tilkynnt að hann sækist eftir því að verða for- setaefni banda- rískra repúblikana í forsetakosn- ingunum á næsta ári. Tilkynningarinnar hafði verið beðið um hríð, en Thompson lýsti loks yfir framboði í spjall- þætti Jay Leno. Thompson er vin- sæll í Repúblikanaflokknum og þykir hafa íhaldssamar skoðanir, meðal annars á fóstureyðingum og vopnaeign. Hann var öld- ungadeildarþingmaður Tenness- ee í áratug og hefur einnig starfað sem leikari, m.a. í sjónvarpsþátt- unum Law & Order. a(

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.