blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 28

blaðið - 07.09.2007, Blaðsíða 28
28 NAMSKEIÐ FÖSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 blaöiö Tölvunámskeið og trúarbragðafræði Langlífi - lífsnautnin frjóa Tryggvi Gíslason, fyrr- verandi skólameistari Menntaskólans á Akur- eyri, situr ekki auðum höndum í vetur. Hann mun sækja námskeið og halda námskeið og segist munu læra svo lengi sem hann lifir. Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@bladid.net „Ég ætla nú að sækja tölvunám- skeið hjá Apple-umboðinu því ég hef notað slíka tölvu um árabil og þarf að kunna meira en ég kann. Þó að ég hafi notað tölvu í 25 ár er alltaf hægt að læra meira,“ segir Tryggvi Gíslason, magister og fyrr- verandi skólameistari Menntaskól- ans á Akureyri. „Vafalaust sæki ég námskeið af einhverju tagi í allan vetur. Ég mun koma til með að sækja námskeið í Háskóla íslands í heimspekideild og guðfræðideild að nema trúarbragðasögu og tákn- fræði. Ég er að skrifa svolítið um Völuspá og tengi Völuspá kristinni trúarheimspeki. Svoleiðis að ég þarf að sækja hjá dr. Pétri Péturssyni vini mínum námskeið og fyrirlestra í trúarbragðafræðum og hlakka mikið til. Eg mun síðan starfa með Ástu Kristrúnu Ragnarsdóttur að fyrirlestrum um Auð efri ára í vetur. Þetta námskeið hennar eða okkar verður líka í Háskólanum í Reykja- vík og svo kann að vera að ég flytji einhvers staðar fyrirlestur um Völu- spá. Ég var með slíkt námskeið á umræðugrundvelli í Endurmennt- unarstofnun fyrir um þremur árum. Þangað koma grúskararnir og þar verða lifandi umræður.“ Tryggvi segist læra svo lengi sem hann lifir. „Ég sótti skemmtilegt námskeið í fyrra sem hét: „Er ellin úrelt? “ ogþar voru margir góðir fyrir- lesarar. Einn af þeim var eistneskur gyðingur sem lærði í Moskvu og er prófessor í New York. Hann flutti þarna frábæran fyrirlestur um það að ellin er úrelt. Innihaldið snerist um; ef þú vilt halda þér vakandi, þá geturðu vakað lengi þótt auðvitað skipti heilsan máli. Þetta er að mestu spurning um áhuga. Lang- lífi segir Jónas Hallgrímsson að sé lífsnautnin frjóa. Það er að segja að hafa áhuga á lífinu. Jónas var orð- hagari en allir menn aðrir.“ btttttt Iff. Botto III tMn-lMk IIRAW Hi iMÍncssWtx'k Women Entfopreneurs liusitiessWcek The Welcli Way 10 SKY NEWS mbl.is HLAÐVARP VIDEO PODCASTS Viltu fá sjónvarp og útvarp í iPod* og tölvuna þína? Hlaövarpssíða mbl.ls opnar þér leift að útvarps- og sjónvarpsefnl sem hægt er horfa á (tölvunnl efia taka mefi í IPod efia afirar tónhlöfiur. Með Hlaðvarpi ert þú þinn eigin dagskrárstjóri og úrvalið er nánast óendanlegt. Það sem betra er, Hlaðvarþið kostar ekkert og er öllum opið sem hafa aðgang að netinu. Það eru fleiri möguleikar í Hlaðvarpi. Á vinsælasta vefsvæði landslns geta nú allir framleitt slna eigin útvarps- og sjónvarpsþætti. Það eina sem þarf til er áhugi og frumkvæði. Kynntu þér Hlaðvarp mbl.is og horfðu á það sem þú vilt, þegar þú vilt... þar sem þú vilt. Bloggumræða um Hlaðvarp / Podcast er á; hladvarp.blog.ls ú Apple IMC POD Hlaðvarp Llttu eftir þessu merki á torslðu mbl.is mbl.is 'Hlaðvarp mbl.ls er bæöl fyrlr MAC og PC stýrlkerfl og fyrlr flestar tölvur og tónhlöður/mp3 spllara 102 ára skólabarn Það er aldrei of seint að byrja að læra en þó fannst hinni 102 ára gömlu Stephaniu Marien illa að sér vegið þegar henni var til- kynnt með bréfi að nú mætti hún fara að undirbúa skólagöngu sína. Marien, sem býr í Sint-Katelijne Waver í Belgíu, hafði umsvifa- laust samband við skólayfir- völd og benti á þessi hvimleiðu mistök. „Ég hef nú heyrt talað um að ganga í barndóm en það kom mér samt á óvart að fá þetta bréf sem sagði að ég ætti að fara að undirbúa mig fyrir skólann.“ Skólayfirvöld á svæðinu hafa nú játað mistök sín og beðist afsök- unar. Stephania hefur hins vegar ekki áhuga á því að setjast aftur á skólabekk. „Ég fékk nóg af skólanum þegar ég var þar síðast og ég hef engan áhuga á að endur- taka það,“ sagði hin úrilla ekkja í samtali við belgíska fjölmiðla. Æfðu ítölskuna á Netinu Á bresku vefsíðunni www. bbc. co.uk/languages má fikra sig áfram í námi á byrjendastigi í hinum ýmsu tungumálum. Þar má finna orðasöfn, talæfingar og léttar málfræðiæfingar sem skemmtilegt er að spreyta sig á með aðstoð nýjustu nettækni. Tungumálin eru fjölmörg, franska, ítalska, þýska, kínverska, gríska og portúgalska. Margir vilja kynnast tungumáli þeirra þjóða sem þeir heimsækja á ferðalögum sínum og á vef www. bbc.co.uk er mögulegt að hlaða al- gengum orðatiltækjum og orðum á MP3-spilara áðuren haldið er til framandi lands. Að lokum má ætíð reyna á kunnáttuna með því að reyna að iesa fréttir af þessum víðfræga fréttavef á því tungu- máli sem numið er en bbc.co.uk birtir fréttir á 33 af tungumálum heimsins. dista@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.