blaðið - 07.09.2007, Síða 36

blaðið - 07.09.2007, Síða 36
FOSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 blaóiö LÍFSSTÍLLHELGIN helgin@bladid.net Það verður paramarkaður fyrir staka sokka. Það eru allir hvattir til að taka stöku sokkana sem leynast víða í skúffum og skápum, koma með þá með sér og athuga hvort þeir f inni ekki einhvern sem gengur við þá. UM HELGINA v. f • Ókeypis Hjálmar Reggíhljómsveitin Hjálmar leikur og syngur á skemmti- staðnum Nasa við Austurvöll í kvöld. Húsið verður opnað á mið- nætti og er aðgangur ókeypis en aldurstakmark 20 ár. • Hipphoppveisla Efnt verður til dansveislu á skemmtistaðnum Organ á laugardaginn í tilefni af þvi að vefsíðan hiphop.is hefur gengið í endurnýjun lífdaga. Margir helstu rapptónlistarmenn lands- ins koma fram. • Greifarnir á Players Hin sívinsæla hljómsveit Greifarnir heldur uppi stuði á skemmtistaðnum Players í Kópa- vogi i kvöld. • Rockstar-hetjur á Gauknum Magni og Á móti sól halda uppi fjörinu á Gauki á Stöng á laug- ardagskvöld. Þeim til halds og trausts er Rockstar Supernova- hetjan Josh Logan. Húsið verður opnað kl. 22 og er aðgangseyrir 1000 kr. • Gleði og tregi Hljómsveitirnar Flökkurónarnir, Johnny and the Rest og Touch leika blússkotna gleðitónlist á Gauki á Stöng í kvöld. Húsið verður opnað kl. 22 og er að- gangseyrir 500 krónur. • Kennslustund í Tímaþjófi Alda Björk Valdimarsdóttir bókmenntafræðingur verður með opna kennslustund í skáld- sögunni Tímaþjófnum eftir Steinunni Sigurðardóttur á sal Menntaskólans í Reykjavík á laugardag kl. 16. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. • Sungið fyrir mömmu „Fyrir rnömmu" er yfirskrift tónleika sem haldnir verða í Iþróttahöllinni á Akureyri sunnudaginn 9. september kl. 16. Kristján * Jóhannsson óperusöngvari verður þar í aðalhlutverki en ásamt honum koma fram Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands og gestasöngvarar. • Rússnesk söngkona I Salnum Rússneska messósópransöng- konan Irina Romishevskaya heldur tónleika ásamt Jónasi Ingimundarsyni í Salnum í Kópa- vogi í kvöld kl. 20. • I skugga Griegs Harald Björköy tenórsöngvari og Selma Guðmundsdóttir pí- anóleikari flytja sönglög eftir Ed- vard Grieg og sporgöngumenn hans á tónleikum í Norræna húsinu á laugardag kl. 16. LÁTTU VITA Hringdu ( síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net rinTnMf~~ Mirm—~\ Heimsmet í sippi Grafarvogsbúar reyndu að setja heimsmet í sippi á £ Grafarvogsdeginum fyrir tveimur árum. B Það mistókst. Núna stefna þeir á að ýma einstæðum sokkum í hverfinu. § isesík í. Grafarvogsdagurinn haldinn hátíðlegur Grafarvogsbúar skemmta hver öðrum Grafarvogsbúar stefna á að útrýma stökum sokkum og bjóða upp á heimalöguð skemmtiat- riði á Grafarvogsdeginum á morgun. Eftir Einar Örn Jónsson einar.jonsson@bladid.net Grafarvogsbúar gera sér glaðan dag á morgun þegar hinn árlegi Graf- arvogsdagur verður haldinn hátíð- legur. Hátíðarhöldin fara að mestu leyti fram í og við Hamraskóla að þessu sinni og á dagskránni er bæði að finna fasta liði og nýjungar. Að venju er mikil áhersla lögð á heima- löguð atriði. „I rauninni er nánast allt sem i boði er á Grafarvogsdag- inn heimatilbúið. Frá upphafi hefur dagurinn snúist um að Grafarvogs- búarskemmti Grafarvogsbúum. Það er fullt af fínu fólki sem býr hérna og það er yfirleitt mjög tilbúið til að taka þátt í þessum degi með okkur segir Hera Hallbera Björnsdóttir sem hefur farið fyrir undirbúnings- nefnd Grafarvogsdagsins. Opnar vinnustofur listamanna Sem dæmi má nefna að lista- menn sem eru með aðstöðu á Korp- úlfsstöðum opna vinnustofur sínar almenningi milli kl. 11 og 13. „Korp- GRAFARVOGSDAGURINN Dagurinn var fyrst haldinn haustið 1998. Aðalhátíðarhöldin fara fram á nýjum stað í hverfinu á hverju ári. Þema dagsins að þessu sinni er „Fjölskyldan og frístundir". úlfsstaðir verða alveg iðandi af lífi á laugardagsmorgun. Að öllu jöfnu eru listamennirnir ekki með vinnu- stofurnar sínar opnar fyrir almenn- ingi þannig að fólki gefst tækifæri til að kíkja aðeins á bak við tjöldin. Það er ekki á hverjum degi sem manni býðst að koma inn á vinnu- stofur listamanna og sjá hvað þeir eru að gera,“ segir Hera og bætir við að jafnframt verði Myndlistarskól- inn með opið hús á Korpúlfsstöðum sem og Korpúlfar sem eru samtök eldri borgara í Grafarvogi. Stökum sokkum útrýmt Grafarvogur er tiltölulega ungt hverfi og segir Hera að Grafarvogs- dagurinn hafi því mikið gildi og þjappi íbúum saman. Það er því ekki undarlegt að mikið sé lagt upp úr því sem Hera kallar samstöðu- verkefni í dagskránni. „í hittifyrra var reynt að setja heimsmet í sippi. Það tókst reyndar ekki en það mátti reyna. Við reynum sjálfsagt við það aftur síðar,“ segir Hera. Samstöðuverkefni morgun- dagsins er ekki síður metnaðarfullt. „Núna ætlum við að útrýma stökum sokkum í hverfinu. Það verður paramarkaður fyrir staka sokka. Það eru allir hvattir til að taka stöku sokkana sem leynast víða í skúffum og skápum, koma með þá með sér og athuga hvort þeir finni ekki einhvern sem gengur við þá. Ef þeir finna hann ekki geta þeir sett sinn í púkkið þannig að næsti maður geti hugsanlega fundið einn á móti sínum,“ segir Hera og bætir við að hún hafi fengið þessa óvenju- legu hugmynd að láni. „Þetta var gert á Borgfirðingahá- tíð fyrir nokkrum árum og lukkað- ist svona ljómandi vel. Borgnesingar streymdu að með stöku sokkana sína þannig að okkur í undirbún- ingsnefndinni datt í hug að það væri kominn tími til að tékka á því hver staðan væri í Grafarvogi með stöku sokkana,“ segir Hera sem vonast eftir góðum viðtökum ná- granna sinna. „Fólki finnst þetta að minnsta kosti góð hugmynd en viðtökurnar koma í Ijós á laugardag- inn,“ segir hún. Fyrirtækjaglíma Af öðrum dagskrárliðum má nefna Grafarvogsglímuna sem Hera segir að sé orðin heilög hefð á Grafarvogsdegi. „Þetta er nátt- úrlega ekki glíma í orðsins fyllstu merkingu. Við förum ekki í belti og tökum danssporin. Þetta er keppni í óhefðbundnum íþróttagreinum milli fyrirtækja og stofnana í hverf- inu,“ segir Hera. Meðal annars hafa menn keppt í því hver væri fljót- astur að þræða nál með vettlinga á höndum og álíka þrautum sem reyna á fimi og útsjónarsemi frekar en líkamlegt atgervi. „Þetta er meira grín og þannig upp- byggt að það eiga allir sem vilja að geta tekið þátt. Þú þarft ekki að vera með íþróttamann í fremstu röð á þínum snærum til að geta verið með,“ segir Hera. Þá verður að venju efnt til sögu- göngu í hverfinu á morgun og að þessu sinni fræðir Einar Birnir göngumenn um voginn. Gangan hefst við Hamraskóla kl. 11 og lýkur á sama stað um tveimur tímum síðar. „Þessar sögugöngur hafa verið mjög vel heppnaðar undafarin ár. Þó að þetta sé nýtt íbúðahverfi er saga svæðisins mikil og það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því,“ segir Hera að lokum. Dagskrá Grafarvogsdagsins má nálgast í heild sinni á vefsíðunni grafarvogur.is. Nonni í máli og myndum Bækur rithöfundarins og jesúíta- prestsins Jóns Sveinssonar, Nonna, njóta enn talsverðra vinsælda bæði hér á landi og erlendis. Bækur hans hafa verið þýddar á ótal tungumál og óhætt er að segja að verk fárra ís- lenskra rithöfunda hafi náð jafnmik- illi útbreiðslu og verk Nonna. Á þessu ári eru 150 ár liðin frá fæð- ingu rithöfundarins en hann fæddist þann 16. nóvember árið 1857. Af því tilefni mun Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Islands, opna sýninguna ,Pater Jón Sveinsson - en kallaðu mig Nonna“ í Þjóðarbókhlöðunni á morgun, laugardag, kl. 14. Sýningin fjallar um merkilegt lífshlaup Jóns Sveinssonar í máli og myndum. Konur í Zontaklúbbi Ak- ureyrar sem reka Nonnahús á Akur- eyri höfðu veg og vanda af gerð sýn- ingarinnar. Á þessu ári eru einmitt 50 ár frá því að þær opnuðu Nonna- hús á Akureyri formlega. Húsið var opnað á afmælisdegi rithöfundarins árið 1957 og í því hefur verið rekið safn sem er tileinkað honum. Sýningin í Þjóðarbókhlöðunni er sett upp i samvinnu við þjóðdeild Landsbókasafns íslands - Háskóla- bókasafns og stendur til 6. október. Sýningin verður einnig sett upp á Amtsbókasafninu á Akureyri og í Köln í Þýskalandi síðast á árinu en þar í landi hefur Nonni alltaf átt stóran hóp aðdáenda. Úr Nonnahúsi Sýning tileinkuð lífi og störfum Jóns Sveinssonar verður opn- uð í Þjóðarbókhlöðunni á morgun.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.