blaðið - 07.09.2007, Síða 47

blaðið - 07.09.2007, Síða 47
- LANDVELAR -o,.cm BLOGGARINN... Guð skapaði húmorinn Kristnir menn geta eiginlega ekki veriö húmorslausir þótt ábyggilega megi benda á undantekningar frá þeirri reglu. Góð rök hafa verið færð fyrirþviað Guð hljóti að hafa skapað húmorinn (meira um það síöar). Sé allt hendingum háð er tilveran i eðli sínu húmorslaus. Tilviljunin hefuP ekk- ert skopskyn. Þá rikir ekkert nema isköld alvaran, krakkar mínir. Svavar Alfreð Jónsson www.svavaralfred.blog.is Blikandi stjarna I gær var mér tjáð að ég gæti sleppt þvíað vera bjartsýn á tilraunir minar til að eignast Kommúnistaávarpið. Það er nefnilega uppselt hjá útgefanda. Er ekki alveg óhætt að fullyrða að Kommúnista- ávarpið sé greinilega að rokseljast íkjölfar nýrrar samsetningar ríkisstjórnarinnar? I sérhverju svartnætti leynist alltaf blikandi stjarna... Steinunn Rögnvaldsdóttir www.kommunan.is/steinunn HÁÞRÝSTIÞVOTTADÆLUR og annafl það sem til þarf..... Fyrir fagmanninn og í bílskúrinn 90 - 500 bar, 7-35 |/mfn Ein fasa og þriggja fasa Bensín- eða glussa drifnar Háþrýstislöngur og fíttings Spíssar og framlengingar Hvirfllspfssar (túrbó) Vinstrimaður- inn Geir Forsætisráöherra Geir H. Haarde lét þau ummæli falla í sjónvarpsviðtali ígærkvöldi að vinir sínir i Framsókn væru helst til orðnir of vinstrisinnaðir, en færði fyrir þvi engin nánari rök. En mætti ekki heimfæra þessa fullyrðingu á Geir sjálfan? Geir H. Haarde stóð nefnilega til boða i vor að mynda hérsterka borgaralega rikisstjóm með Framsókn og Frjálslyndum en hafn- aði því. Þar gafst honum einstakt tækifæri að brjóta blað iislenzkri stjómmálasögu og skapa tvær fylkingar (stjórnmálum á Islandi til frambúðar. Guðmundur Jónas Kristjánsson www.zumann.blog.is Smiöjuvegi 66 - 200 Kópavogur F*e E<* View Bookmwfcs Wrfgets Toob HeJp http://www.landvelar.is "... v i?R að imeL" STRAUMRAS Furuvellir 3 - 600 Akureyri - S. 461 2288 straumras@straumras.is blaóiö FOSTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2007 Tinna Hrafnsdóttir leikkona Nýtt andlit í söngleiknum Abbababb Söngleikurinn Abbababb eftir Dr. Gunna, í leikstjórn Maríu Reyndal, kemur aftur í Hafnarfjarðarleik- húsið og verður fyrsta sýning hausts- insnæstkomandisunnudagklukkan 14. Nokkrar breytingar verða gerðar á leikhópnum í haust, og meðal ann- ars tekur Tinna Hrafnsdóttir við hlutverki Höllu af Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur sem fer í barneignar- frí. Tinna segist hlakka mikið til að takast á við hlutverkið. „Ég var búin að sjá þennan söngleik tvisvar áður en ég fór að æfa hlutverkið og hafði verulega gaman af. Þetta er stór- skemmtileg sýning. Vissulega er þetta barnaleikrit en sýningin virð- ist höfða ekki síður til fullorðinna. Höfundurinn, Dr. Gunni, er mikill snillingur og hefur glettinn húmor,“ segir hún. Hvernig hefur þér gengið að setja þig inn i hlutverkið? „Mjög vel. Það er náttúrlega mjög misjafnt hversu krefjandi það er að setja sig inn i hlutverk sem aðrir hafa farið með áður. I þessu tilfelli er þetta eitt þriggja aðalhlutverk- anna auk þess sem mikið er um dansa og söngva í verkinu. En það gerir þetta bara skemmtilegra.“ Söngleikurinn Abbababb er síður en svo fyrsta barnasýningin sém Tinna hefur leikið í. „Ég hef áður verið í nokkrum barnasýningum. Ég var í Benedikt Búálfi á sínum tíma í Loftkastalanum, Grease í Borgarleikhúsinu og Ávaxtakörf- unni í Austurbæ svo fáein dæmi séu nefnd. Börn eru frábærir áhorf- endur vegna þess að þau eru svo skemmtilega hreinskilin. Ef þeim líkar ekki það sem þau sjá láta þau það alveg í ljós en ef þau eru ánægð verða þau svo ofsalega þakklát. Það er því eins gott að standa sig,“ segir Tinna. Hversu lengi verður Abbababb sýnt í vetur? „Það ræðst fyrst og fremst af eft- irspurn. Fjöldi sýninga fer eftir að- sóngleik Þaó að margt gerast Tinnu þessa dagana sókn og því hvet ég fólk til að halda áfram að hópast á sýninguna. Þessi sýning hefur alla burði til að lifa lengi,“ segir Tinna að lokum.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.